Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 15
Hún lofar okkur gulli og grænum skógum til Þess að komast undan, til þess að fresta aftökunni. Það er betra að hún fari með leyndarmálið með sér í gröfina. Ef þú ættir það, yrðirðu að sjálfsögðu mjög voldugur, en dagar þínir væru taldir. Philippe d’Orléans hallaðist upp að handlegg elskhuga síns og velti málinu fyrir sér. — Þú hefur rétt fyrir þér eins og alltaf, elsku vinur, andvarpaði hann. — Jæja, við skulum gera skyldu okkar. Madame, hvert er val yðar: eitur, sverð, skambyssa? — Verið fljót að velja, greip Chevalier de Lorraine ógnandi fram í. — Eða þá að við veljum fyrir yður. Angelique var nú horfinn siðasti vonarneistinn. Mennirnir þrir stóðu fyrir framan hana. Hún gat ekki hreyft sig, án þess að sverð Chevaliers eða skammbyssa Cléments myndi stöðva hana. Enginn bjöllustrengur var innan seilingar. Ekkert hljóð heyrðist að utan, aðeins snarkið í eldinum á arninum og regnið, sem dundi á rúð- unum, rauf ógnandi þögnina. Eftir fáein andartök myndu morðingj- ar hennar ráðast á hana. Angelique leit á víxl á vopn þeirra. Ef notað yrði sverð eða byssa myndi hún örugglega deyja. En kannske gæti hún komist undan eitrinu. Því meira en ár hafði hún tekið inn smáskammt af eiturefnunum, sem Joffrey hafði blandað henni. Hún rétti fram hend- ina, og reyndi að láta hana ekki titra. — Eitrið! muldraði hún. Um leið og hún lyfti glasinu að vörunum, tók hún eftir kristöllunum, sem höfðu hópazt á botn glassins. Hún gætti þess að hrista ekki upp vökvann, meðar, hún drakk hann. Bragðið var súrt og beiskt. — Og lofið mér nú að vera einni, sagði hún um leið og hún lét glas- ið á borðið. Hún fann hvergi til. Ef til vill, hugsaði hún, dregur maturinn, sem ég borðaði hjá Henríettu prinsessu, úr áhrifum eitursins. Hún hafði enn ekki gefið upp alla von um að sleppa frá ofsækjendum sínum, og losna undan þessum hræðilega dauðdaga. Hún lét fallast á kné við fætur prinsins. — Monsigneur, þyrmið sál minni. Sendið mér prest. Eg er að deyja. Ég get varla hreyft mig. Nú vitið þér, að ég get ekki sloppið. Látið mig ekki deyja, an þess að hafa skriftað. Guð myndi aldrei fyrirgefa yður það. Hún brast í grát og hrópaði örvæntingarfullri röddu: — Prest! Prest! Guð mun aldrei fyrirgefa yður. Hún sá Clément Tonnel snúa sér undan og gera krossmark fyrir sér. — Hún hefur rétt fyrir sér, sagði prinsinn óstyrkum rómi. — Okkur er enginn ávinningur í því, að koma I veg fyrir að hún geti iðkað trú sína. Verið róleg, Madame, ég hafði búizt við þessari kröfu. Ég skal senda yður prest, sem bíður í næsta herbergi. — Herrar mínir, farið héðan, bað Angelique, með eins veikri röddu og hún gat, og greip um magann eins og hún liði óbærilegar kvalir. — Nú óska ég einskis framar, annars en að friða samvizku mína. Ef ein- hver ykkar verður hér áfram fyrir augum mínum, get ég ekki fyrirgefið óvinum mínum. Ó, hve ég þjáist! Guð minn almáttugur, miskunnaðu mér! Hún kastaði sér aftur á bak og stundi hræðilega. Philippe d’Orléans dró Chevalier burt. — Við skulum flýta okkur. Hún á aðeins fáein andartök eftir. Fyrrverandi yfirbrytinn var þegar farinn úr herberginu. Um leið og þeir voru komnir út fyrir, þaut Angelique út að gluggan- um. Hún reif hann opinn og regngusa skall á andliti hennar. Hún leit niður í svart hyldýpið fyrir neðan. Hún sá ekkert og gat Þar af leið- andi ekki gert sér grein fyrir því, hve hátt hún var stödd I kastalanum. En án þess að hika klifraði hún upp i gluggakistuna. Henni fannst fallið endalaust. Svo lenti hún með skvett ofan í forar- poll, sem að líkindum bjargaði limum hennar. Skerandi verkur i ökkl- anum, kom henni eitt andartak til að halda að hún hefði brotið hann, en hún hafði aðeins snúizt. Hún gætti þess að vera fast upp við vegginn, hljóp nokkur skref, stakk svo vænni visk af hári sínu niður í hálsinn og heppnaðist að kasta upp nokkrum sinnum. Henni var ómögulegt að átta sig á Því hvar hún var. Hún þreifaði sig áfram meðfram veggjunum og komst að lokum að raun um, að hún hafði stokkið ofan I litinn húsagarð inn á milli álma, fullan af auri og saur, og þar sem hún átti enn á hættu að nást. Til allrar hamingju rakst hún fljótlega á dyr, sem ekki voru lokaðar. Hún opnaði. Xnni var dimmt og rakt. Vínþefur barst á móti henni. Hún hlaut að vera í einhverri útálmu Louvre, skammt frá vínkjöllurunum. Hún ákvað að fara upp fyrsta stigann, sem hún rækist á. Svo myndi hún biðja fyrsta varðmanninn, sem hún sæi, um hjálp. — En kóngurinn myndi láta taka hana fasta og kasta henni i dýflissu. Ó, ef hún aðeins gæti komizt út úr þessari músagildru. Smám saman nálgaðist hún byggða hluta hallarinnar, og varp önd- inni léttar. Skammt frá sér sá hún svissneska vörðinn, fyrir utan dyr Henriettu prinsessu. Vörðinn, sem hún hafði fyrr um kvöldið spurt vegar. I sömu andrá létu taugar hennar undan og hún rak upp hræðsluóp, þvl i hinum enda gangsins sá hún Chevalier de Lorraine og Philippe d’Orlé- ans koma hlaupandi með brugðin sverð. Þeir hlutu að hafa vitað um ein- ustu leiðina út úr garðinum, sem fórnarlamb þeirra hafði kastað sér niður í, og reyndu nú að koma á móti henni. Angelique hentist fram hjá varðmanninum og stakk sér inn í setustof- una, þar sem hún kastaði sér að fótum Henríettu prinsessu. Madame, miskunnið mér, miskunnið mér, þeir ætla að myrða mig! Fallbyssukúla hefði ekki getað valdið meiri ruglingi í setustofu Henrí- ettu prinsessu. Allt spilafólkið reis á fætur í einu og starði undrandi á ungu konuna, sem hafði allt í einu birzt mitt á meðal þeirra, með hárið í óreiðu, gegnvot, auri ausin, í rifnum fötum. Angelique lé sem lömuð á gólfinu og litaðist um með æðisgengnu augnaráði. Hún þekkti andlit d’Andijos og Péguilin de Lauzun. — Herramenn, bjargið mér, bað hún. — Þeir neyddu mig til að drekka eitur, þeir eru að reyna að drepa mig. —■ Hverjir eru þá þessir verðandi morðingjar yðar, vesalingurinn minn? spurði Henríetta prinsessa af Englandi með sinni vingjanlegu röddu. —■ Þarna! Ófær um að segja meira, benti Angelique í átt til dyra. Allir snerust á hæl. Petit Monsieur, bróðir konungsins og elskhugi hans, Chevalier de Lorraine stóðu á þrepskildinum. Þeir höfðu slíðrað sverðin og stóðu þarna áhyggjufullir á svip. — Veslings Henríetta, sagði Philippe d’Orléans svo, og nálgaðist frænku sína. — Mér þykir leitt, að hún skyldi sleppa frá okkur. Þessi vesalings kona er geðbiluð. — Ég er ekki geðbiluð. Ég var að segja, að þeir ætla að drepa mig. — En kæra vina, þér vitið ekki, hvað þér eruð að segja. Prinsessan reyndi að róa hana. —- Maðurinn, sem þér bendið á, sem morðingja yðar, er enginn annar en Monsigneur de Orléans. Sjáið bara sjálf. — Ég hef séð hann of vel! hrópaði Angelique. — Ég gleymi ekki and- liti hans, meðan ég lifi. Ég var að segja yður, að hann hefði neytt mig til að drekka eitur. Monsieur de Prefontains, þér eruð heiðarlegur mað- ur. Færið mér eitthvert meðal, mjólk eða eitthvað, svo ég geti dregið úr áhrifum þessa hræðilega eiturs. Ég grátbið yður, Monsieur de Prefon- tains! De Prefontains vissi í fyrstu ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þaut svo í áttina að matarborðinu og rétti ungu konunni einhverskonar alls- herjarmeðal, sem hún flýtti sér að láta ofan í sig. Monsieur var ennþá að láta heyra til sin og munnur hans herptist af illsku. —■ Ég fullvissa yður, vinir minir, að þessi kona hefur glatað skynsemi sinni. Þið vitið öll, að eiginmaður hennar er nú sem stendur í Bastill- unni, vegna hræðilegs glæps: Vegna galdra. Þessi vesalings kona, sem lenti í höndum þessa hryililega manns, hefur verið að reyna að sanna sakleysi hans, sem mun reynast henni erfitt. Hans hágöfgi, konungur- inn reyndi í dag að fullvissa hana, þegar hann veitti henni viðtal af mildi sinni.... — Ó! Mildi konungsins! Mildi konungsins! hrópaði Angelique, viti sínu fjær. — 1 dag var hún svo allt í einu gripin djöfulæði. Illir andar búa í henni. Konungurinn sendi þegar eftir ábóta Ágústínusarklaustursins, til þess að róa hana með guðsorðalestri, en henni heppnaðist að komast undan. Til þess að forða henni frá því hneyksli, að vörður konungsins veitti henni eftirför, bað hans hágöfgi mig um að reyna að finna hana og kyrrsetja hana um sinn. Mér þykir það leitt, Henríetta, að hún skyldi trufla samkvæmi yðar. Ég hygg, að það væri bezt fyrir ykkur öll að fara inn í næsta herbergi með spilin yðar, meðan ég lýk hér því verki, sem bróðir minn trúði mér fyrir. Angelique sá eins og í leiðslu raðir fyrirmanna og kvenna þynnast í kringum hana. 1 ákefð sinni að þóknast bróður konungsins gegndu allir orðum hans. Angelique lyfti hendinni og tók um fald klæðanna, sem hún gat ekki haldið. — Madame, sagði hún tónlausri röddu. — Þér ætlið ekki að láta mig deyja ? Prinsessan hikaði. Hún leit grunsemdaraugum á frænda sinn. — Hversvegna, Henríetta, mótmælti hann dapurlega, — treystið þér mér ekki? Við höfum þegar heitið hvort öðru trúnaði og verðum bráð- um tengd helgum böndum. Henríetta drúpti ljóshærðu höfði sínu. — Treystið Monsieur, vina min, sagði hún við Angelique. — Ég er viss um, að hann vill aðeins hjálpa yður. Svo flýtti hún sér burt. I eins konar leiðslu og vonlausum ótta sneri Angelique,, sem enn lá á hnjánum á gólfinu, sér í áttina að dyrunum, sem hirðmennirnir höfðu svo greiðlega horfið 1 gegnum. Hún sá d’Andijos og Péguilin de Lauzun, sem stóðu þar náfölir og gátu ekki fengið sig til að yfirgefa herbergið. —■ Jæja, herrar minir, sagði Monsieur d’Orléans með sinni skræku röddu: — Skipanir mínar ná einnig til yðar. Á ég að segja konunginum, að þér leggið fremur eyrum eftir óráðshjali brjálaðrar konu en orðum bróður hans? Menninir tveir litu hægt undan og yfirgáfu herbergið. Uppgjöf þeirra endurreisti baráttuvilja Ángelique. — Ræflar! Ræflar! Bölvaðir ræflar! hrópaði hún. Hentist á fætur og flýtti sér bak við bólstraðan stól í ósjálfráðri vörn. Henni tókst að bregða sér undan sverðshöggi Chevalier de Lorraine. Næsta högg hitti hana í öxlina, og það tók þegar að blæða. — D’Andijos, Péguilin, Gasconar! Bjargið mér frá Norðlendingunum! Dyrnar á næsta herbergi opnuðust skyndilega. Lauzun og d’Andijos markgreifi geystust inn með brugðin sverð. Þeir höfðu beðið eftir merkí hinum megin við dyrnar, og nú gátu þeir ekki lengur efazt um fyrir- ætlanir Petit Monsieur og elskhuga hans. Með einu höggi sló d’Andijos sverðið úr höndum Philippe d’Orléans og særði úlnlið hans. Péguilin de Lauzun og Chevalier de Ix>rraine skylmdust af miklum ákafa. D’Andijos þreif í hönd Angelique. — Fljót! Hann dró hana eftir ganginum. Allt í einu rákust Þau á Clément Tonnel, sem hafði ekki tima til að grípa til byssunnar. D’Andijos stakk sverðsegginni i háls Tonnels. Sá síðarnefndi féll í gólfið og blóðbunan stóð úr hálsi hans. Markgreifinn og unga konan þutu áfram, eins hratt og þau gátu. Bak við þau hljómaði kvenmannsrödd Petit Monsieur. — Verðir! Verðir! Grípið þau! Gangarnir fylltust af fótataki hlaupandi manna og sverðaglamri. — Stóri kjallarinn, sagði d’Andijos móður og másandi. — Til Tulieries, til hesthúsanna, hestanna! Svo út á land —1 hólpin.... Þrátt fyrir ístruna hljóp d’Andijos léttilegar en Angelique hafði nokk- urn tíman órað fyrir að hann gæti. Hún hafði ekki við honum lengur. Hún fann sárlega til í öklanum og verkjaði í öxlina. —- Ég er að detta! stundi hún. Ég er að detta! I sama bili fóru Þau framhjá stóra stiganum, sem lá út I garðana. — Farið þarna, sagði d’Andijos, — og felið yður eins vel og þér getið. Ég skal reyna að leiða þau eins langt burt eins og ég get. 1 æðisgengnum flótta hljóp Angelique niður steinþrepin. Þegar hún kom niöur, sá hún glóðina i stóru eldfati. Hún hikaði við, svo féll hún um koll. Harlequin, Columbine og Pierrot drógu hana inn I athvarf sitt og földu hana eins vel og þeir gátu. Um langa hríð sveifluðust grænir og rauðir Framhald á bls. 48. VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.