Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 8
HOT WiIP FIRE A RING AC KERTI er eina kertiö, sem tiefur hreinan bruna og heitan odd til að auð- velda gangsetningu, auka eldneytisnýtingu og gera sjálf kertin endingarbetri. Þessir eiginleikar eru jafn áríðandi í nýjum bílum sem gömlum. AC-KERTI eru í öllum Opel-, Vauxhall- og Chev- K?$| VÉLADEILD rolet-bílum. Þad er sterkur Ieikur!! AÐ DREKKA JOHNSON & KAABER KAFFII KMFlilMIÐ í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Mynd þessi var tekin á áttræðisafmæli Helen Keller fyrir fjórum árum síðan. Herbert Hoover kallaði hana „hug- prúðustu konu jarðar.“ RÉTT fyrir síðustu aldamót var lítil, blind og heyrn- arlaus stúlka að leika sér fyrir utan heimili sitt í Bandaríkjunum. Hún hafði aldrei heyrt neitt talað orð, og gat ekki gert sig skilj- anlega við aðra á nokkurn hátt, því hún kunni heldur ekki að tala. Hún var stödd ásamt kennara sínum við vatnsdœlu í liúsagarð- inum, og svalt vatnið rann yfir hönd hennar. Kennarinn tók þá hina höndina og stafaði i liana orðið V-A-T-N, fyrst hægt en síðan Iiraðar. Allt í einu skildi litla stúlkan að þessi merki í hönd hennar gáfu hcnni til kynna hvað þetta furðulega, kalda efni var, sem rann yfir hönd hennar. Hún bej'gði sig niður og snerti jöðr- ina með hendinni, og krafðist skýringar, — og um kvöldið hafði hún lært þrjátiu orð.... Þessi litla stúlka varð síðan mikilvirkur rithöfundur og heimsfræg fyrir gáfur ag mikil- virkt starf að ýmsum mannúðar- málum. Helen Keller hét þessi unga stúlka, og fyrir nokkrum árum síðan kom liún hingað í heim- sókn til íslands. Hún er þekkt hér á landi sem og viðast ann- arsstaðar i heiminum, enda er ævi hennar einhver sú furðu- legasta, sem um getur. Þjóðleik- húsið sýnir um þessar mundir leikritið „Kraftaverkið“ sem er byggt á ævi hennar. Helen Keller fæddist fullkom- lega heilhrigð og hraust í fögru umliverfi í Alahamafylki i Bandarikjunum, en aðeins 19 mánaða gömul tók hún veiki er leiddi til þcss að hún var alger- Icga bjargarlaus, þar til hin unga kennslukona, Anne Sullivan tók hana að sér. Það verkefni tvítugrar stúlku, sem áður hafði sjálf þolað öm- urleik sjónleysisins, var erfitt, krafðist mikillar þolinmæði og þrautseigju og oft var ungfrú Sullivan gráti næst, því barnið var erfitt i umgengni. En vissu- lega skiptust á skin og skúrir og smátt og smátt tókst henni að kenna barninu að þekkja orð, og skilja merkingar þeirra. Frá þeim tíma, er litla stúlkan lærði að stafa sitt fyrsta orð tók hún miklum og örum fram- förum og tíu ára gömul var Helen Keller farin að geta talað við kennslukonuna, — á fingra- máli. Næstu árin sagði hún oft við ungfrú Sullivan, „Ég vil fara i háskóla,“ og það tókst lienni. 24 ára gömul útskrifaðist hún frá Radcliffe háskóla með hárri einkunn og hélt siðan áfram að mennta sig á eigin spýtur. Að þvi kom, að ungfrú Sullivan, sem hafði alla tið verið henn- ar hægri hönd, gifti sig, en það breytti engu þeirra í milli og þai- til kennslukonan lézt voru þær æ jafn handgengar hvor annarri. Helen Keller liefur ritað marg- ar hækur og sú fyrsta þeirra, „Saga lífs míns“ hefur verið þýdd á yfir 50 tungumál. Hún hefur fcrðazt víða um heiminn og starfað að mannúðarmálum og m.a. kom hún hingað til Is- lands fyrir nokkrum árum siðan og cignaðist hér marga vini og aðdáendur eins og alls staðar þar sem hún hefur komið. Stuttu fyrir dauða sinn sagði ritliöfundurinn Mark Twain, „Tvær merkustu persónur nítj- ándu aldarinnar eru Napóleon og Helen Keller.“ — Einkennileg samlíking, að visu, en eitt áttu þau þó sameiginlegt; bæði voru þau sigurvegarar. Napoleon

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.