Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 37
MORÐ OG MÖMMULEIKUR Framhald af bls. 29. hana rétt óðan. Hann kvaðst ætla að skreppa til hennar og ræða eitt- hvað nánara við hana." Ég spratt á fætur. „Þá er mér ekki til setunnar boðið," sagði ég. „Segið honum ekki . . ." Bréfin runnu úr hendi hennar og féllu á gólfið. Þegar ég tíndi þau upp og rétti henni, varð mér litið á eitt kortið, póststimplað á írlandi seint í júlí. Á það var skrifað kvæði: Kæra Laura. Myrkvist sól sumur týnist frjósi fold og sær verður þó ást þín eldi heitari skini skærari . . . Sama kvæðið og ég hafði lesið í skólablaðinu um borð í þotunni á leiðinni til Reno, undirritað fanga- markinu: G.R.B. — George Roy Bradshaw. Þegar mér varð gengið inn í anddyri Brimgarðs, sá ég hvar móð- ir Helenu heitinar sat þar úti í einu horninu, alein og í svo þung- um þönkum, að hún tók ekkert eftir mér fyrr en ég ávarpaði hana. „Þér eruð seint á fótum, frú Hoff- man," varð mér að orði. „Ég er tilneydd," svaraði húri. „Það var frú Deloney, sem réði því að við tækjum þennan garðbústað á leigu, en nú hefur hún rekið mig á dyr um stundarsakir, til þess að hún geti rætt við kunningja sinn í einrúmi." „Þér eigið við Roy Bradshaw?" „Hann var nú kallaður George Bradshaw hérna á árunum, þegar hann var feginn að fá sér eitthvað í svanginn við eldhúsborðið hjá mér; ekki man ég betur." „Hvernig kynntust þér honum, frú Hoffman?" „Helena kynntist honum í menntaskólanum. Hann var talinn mjög vel gefinn, en hann var svo fátækur, að hann tók því fegins hendi þegar við gátum útvegað hon- um lyftuþjónsstarf þar sem við bjuggum, þó að launin væru sára- lág. Hann hélt því fram, að hann væri af auðugu fólki í Boston, en hefði strokið að heiman; ég hélt nú að hann segði það vegna þess að hann skammaðist sín fyrir fátækt sína — en það lítur helzt út fyrir að hann hafi sagt það satt. Mér er að minnsta kosti sagt að móð- ir hans sé vellrík." Og hún leit spyrjandi á mig. „Já, ég þekki hana. En kannizt þér nokkuð við konu að nafni Let- itia Macready?" „Frú Deloney vill víst ekki að ég tali um hana. Og ég óttast frú Del- oney, vegna þess tjóns, sem hún getur unnið manninum mínum." „Sem hún hefur þegar unnið hon- um. Hún og þetta pólitíska vald, sem stendur á bak við hana. Það hefur eitrað svo allt hans líf, að hann var neyddur til að þegja um ,'peb NOTIÐ: # HARPO 0 HÖRPU SILKI # HÖRPU JAPANLAKK 0 HÖRPU BÍLALAKK 0 HÖRPU FESTIR 0 Jícupa

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.