Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 20
taugaóstyrk inn ( þreklegan axla- vöðvann, rétt neðan við öxlina. Hún hafði alltaf ólitið að þetta við- kæmi öryggi ríkisins. Kannske var það einmitt það, sem vakti viðbjóð hennnar gagnvart þessum fallega líkama. Kannske var það aðeins óttinn við skipulagninguna, sem þessi líkami vann fyrir. Hún lokaði augunum, þegar henni datt í hug, hver hann gæti verið og hvað hann gæti skipað, að gert yrði við hana. Hún flýtti sér að opna þau aftur. Hann gæti hafa tekið eftir því. En augun störðu sem fyrr, tóm upp I himininn. Nú — hún teygði sig í olíuflösk- un hennar í sambandi við líkama mannsins, sem hún var að nudda, var eins gott fyrir sólarró hennar, að hún vissi ekki hver hann hann var. Hið raunverulega nafn hans var Donavan Grant eða „Red" Grant. En síðastliðin tíu ár hafði það ver- ið Krassno Granitski og dulnefni hans var „Granit". Hann var aðal- böðull SMERSH aftökudeildar MGB og á þessarri stundu var hann að taka við fyrirmælum frá Moskvu, gegnum beinu línuna frá MGB. ANNAR KAFLI - SLÁTRARINN. Grant lagði heyrnartækið rólega hafði sett ( töskuna. Setti á sig úrið, stakk öðrum eigum sínum í vasana, tók töskuna og fór niður. Utidyrnar voru opnar. Hann sá varðmennina tvo tala við ökumann- inn í illa meðförnum ZIM fólksbíl. Bölvuð fíflin, hugsaði hann. Þeir eru sennilega að segja honum að s|á um að ég komist heilu og höldnu í flugvélina. Þeim getur sennilega ekki dottið í hug, hvernig útlend- ingur getur búið í þessu f|andans landi. Köld augu hvíldu á honum, þegar hann lagði töskuna frá sér á dyraþrepið og leitaði í frökkun- um, sem héngu á snögum við eld- húsdyrnar. Hann fann „einkennis- tvær þyrlur. Ökumaðurinn nam staðar, til að spyrja gallaklæddan mann, hvar flugvél Grants væri. i sama bili heyrðist járnrödd frá flug- turninum og hátalarinn gelti til þeirra: — Til vinstri, lengst til vinstri. Nr. V-80. Ökumaðurinn ók hlýðinn yfir flugbrautina, þegar járnröddin gjammaði aftur: — Stanz! Um leið og ökumaðurinn hopp- aði á bremsuna heyrðist ærandi hljóð yfir höfðum þeirra. Ósjálfrátt beygðu báðir mennirnir sig, um leið og fjórar MIG-17 komu eins og úr sólsetrinu og þeyttust rétt yfir þeim, tilbúnar til lendingar. Með ástarkveöju ffrá Rússlandi una — var komið að andlitinu. Fingur stúlkunnar höfðu varla snert andlit mannsins, þegar síminn tók að hringja inni í húsinu. Hljóð- ið barst í óþolinmæði út í þöglan garðinn. í sama bili var maðurinn kominn upp ó annað hnéð, eins og hlaupari, sem bíður eftir start- skotinu, en hann hreyfði sig ekki meir. Það var hætt að hringja. Það heyrðist í lágværri rödd. Stúlkan heyrði ekki hvað sagt var, en rödd- in var undirgefin, eins og verið væri að taka á móti fyrirskipun- um. Svo þagnaði röddin og annar þjónanna kom aðeins í svip fram í dyrnar, gerði bendingu og hvarf um leið inn í húsið. Áður en þjónn- inn hafði lokið bendingunni var nakti maðurinn þegar tekinn til fót- anna. Hún horfið á breitt bak hans hverfa í gegnum glerdyrnar. Það var eins gott, að láta hann ekki finna hana þarna, þegar hann kæmi út aftur — ekkert að gera, kannske að hlusta. Hún reis á fæt- ur, gekk þessi tvö skref að stein- steyptri brún sundlaugarinnar og stakk sér tígulega í vatnið. Þótt það hefði styrkt eðlisávís- á og sat og horfði á það. Varð- maðurinn með byssukúluhöfuðið stóð yfir honum og sagði: — Það er bezt fyrir þig að fara að koma þér af stað. — Gáfu þeir þér nokkra hug- mynd um verkefnið? Grant talaði ágæta rússnesku, en með miklum hreim. Hann hefði getað verið frá hverju Eystrasaltslandanna, sem var. Rödd hans var há og tilbrigða- laus, eins og hann væri að lesa eitthvað leiðinlegt upp úr bók. — Nei, aðeins að þú ættir að fara til Moskvu. Flugvélin er á leið- inni. Hún verður komin eftir um það bil klukkutíma. Svo þarf hálf- tíma til að taka bensín og svo þarf þrjá eða fjóra klukkutíma, eftir því hvort þið lendið í Kharkov eða ekki. Þú verður kominn til Moskvu um miðnættið. Farðu að setja niður, ég skal ná í bílinn. Grant reis á fætur. — Já. Það er rétt. En þeir sögðu ekki einu sinni hvort þetta væri aðgerð. Það væri betra að vita það. Línan er alveg örugg. Þeir hefðu getað gef- ið hugmynd. Þeir gera það yfirleitt. — Ekki í þetta sinn. Grant gekk hægt í gegnum gler- dyrnar út á flötina. Ef hann tók eft- ir stúlkunni við hinn enda laugar- innar, lét hann engan veginn sjá það á sér. Hann beygði sig, tók upp bókina og aðrar eigur sínar, gekk aftur irin í húsið og þessi fáu þrep upp í herbergi sitt. Herbergið var dauflegt og ekki búið öðrum húsgögnum en járn- rúmi, þar sem krumpað teppi hékk niður undir gólf, reyrstól, ómáluð- um klæðaskáp og ódýrum þvotta- standi með tinfati. Um gólfið var dreift brezkum og amerískum tíma- ritum. Á veggnum undir gluggan- um var hrúga af ódýrum vasa- brotsbókum. Grant beygði sig niður og dró illa með farna, ítalska, ferðatösku undan rúminu. Ofan í hana lét hann vel þveginn ódýr föt út úr skápn- um. Svo þvoði hann sér í flýti með köldu vatni og hinni óumflýanlegu rósailmandi sápu og þurrkaði sér á laki úr rúminu. Úti fyrir heyrðist í bíl. Grant klæddi sig í flýti í föt jafn ómerki- leg og óglæsileg og þau, sem hann búning" sinn, ræfilslegan regn- frakka og svarta, ofna húfu. Fór í hvorttveggja, tók töskuna og hélt áfram niður og klöngraðist upp í sætið við hlið óeinkennisklædds ökumannsins, og rak öxlina óþyrmi- lega í annan vörðinn um leið. Mennirnir tveir hörfuðu undan, sögðu ekkert, en litu hörkulega á hann. Okumaðurinn sleppti kúpl- ingunni, og bíllinn, sem hafði verið í gír, tók hratt við sér niður eftir rykugum veginum. Húsið var á suð-austurströnd Krímskaga, um það bil miðja vegu milli Feodosiya og Yalta. Þetta var eitt af hinum opinberu hvíldar datchas á þessari vinsælu fjall- lendisströnd, sem er hluti af rúss- nesku rivierunni. Red Grant vissi, að það voru forréttindi að fá að búa þar, í stað þess að vera komið fyrir í einhverju drungalegu húsi í úthverfum Moskvu. Meðan bíllinn fikraði sig upp fjöllin, datt honum í hug, að í rauninni væri farið eins vel með hann, og þeir hefðu vit á, jafnvel þótt umhyggja þeirra fyr- ir velferð hans væri beggja blands. Fjörutíu mílna aksturinn að flug- vellinum við Simferopol tók klukku- tíma. Það voru engir aðrir bílar á veginum og hinir örfáu hestvagnar frá vínekrunum, flýttu sér að aka út í vegarkantinn, þegar heyrðist í bílflautunni. Eins og allsstaðar annarsstaðar í Rússlandi táknaði bíll opinberan starfsmann, og opin- ber starfsmaður þýddi aðeins hættu. Alla leiðina voru rósir, heilir akr- ar af þeim skiptust á við vínekr- urnar. Limgerði af þeim meðfram veginum og við afleggjarann heim að flugvellinum var hringlaga reit- ur með rauðum og hvítum rósum, sem mynduðu rauða stjörnu á hvít- um feldi. Grant var dauðleiður á rósunum og þráði að komast til Moskvu, burt frá þessum sæta þef. Þeir óku framhjá afleggjaranum að borgaralega flugvellinum og um það bil mílu meðfram herflugvell- inum. Við hátt vírnetshlið sýndi öku- maðurinn tveim vélbyssuvopnuð- um varðmönnum vegabréf sitt og ók áfram inn á flugvöllinn. Fjöldi flugvéla var hér og þar. Stórar, dulbúnar herflutningavélar. Litlar tveggja hreyfla æfingavélar og Flugvélarnar snertu flugbrautina hver á eftir annarri og ský af blá- um reyk spændust undan nefhjól- unum, svo óku þær með öskrandi þrýstiloftshreyflum í áttina að flug- turninum og flugskýlunum. — Áfram! Um hundrað metrum lengra komu þeir að vél með einkennisstöfunum VIBO. Þetta var tveggja hreyfla llysuhin 12. Lítill aluminíustígi hékk niður úr stýrishúsinu og hjá honum nam bíllinn staðar. iEnn af áhöfn- inni kom í Ijós í dyrunum. Hann fikraði sig niður stigann og rann- sakaði vegabréf öukmannsins og Grants nákvæmlega. Svo gaf hann ökumanninum bendingu um að fara, en benti Grant að fylgja sér upp stigann. Hann bauðst ekki til að hjálpa honum með töskuna, en Grant bar hana upp stigann, eins og hún hefði ekki verið þyngri en bók. Flugmaðurinn dró stigann upp á eftir sér, skellti breiðri hurðinni aftur og hvarf fram ( flugstjórnar- klefann. Það var um tuttugu auð sæti að velja. Grant settist í það sem var næst útgöngudyrunum og festi sæt- isbeltið. Gegnum opnar dyrnar fram í flugstjórnarklefann, heyrði hann stutt orðaskipti við flugturninn. Svo tóku hreyflarnir tveir að urra, hósta og skjóta og flugvélin tók við sér með sama hraða og sportbíll, rann eftir flugbrautinni, sem lá norður og suður, og án frekari viðbúnað- ar sneri hún við og geystist upp í loftið. Grant leysti sætisbeltið, kveikti í Troika sígarettu í gullmunnstykki, hallaði sér aftur á bak til að renna huganum yfir fyrri afrek og velta fyrir sér nánustu framtíð. Donovan Grant var afieiðing mið- næturfundar þýzks atvinnulyftara og suður-írskrar þjónustustúlku. Fundur þeirra stóð í stundarf jórðung í röku grasi, bak við sirkustjald, utan við Belfast. Að honum lokn- um gaf fóðirinn móður hans half- a-crown, en móðirin gekk hamingju- söm heim í rúmið sitt í eldhúsi veit- ingastofu skammt frá járnbrautar- stöðinni. Þegar hún átti von á barn- inu, leitaði hún athvarfs hjá frænku sinni í Iitla þorpinu Aughmacloy, Flramhald á bls. 46. 2Q — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.