Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 23
fellers hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir iðnvæðingu í Banda- ríkjunum. Hinar öru framfarir á sviði iðnaðar hefðu ekki getað átt sér stað án auðmyndunar einstaklinga og risastórra sam- steypa. Hér verður farið fljótt yfir sögu. Eftirleikurinn var allur auðveldari fyrir Standard Oil og John D. Rockefeller. Stand- ard Oil færði út kvíarnar eftir því sem færi gafst, án þess að leggja út í nokkra óvissu eða viðskipti, sem gátu talizt óeðlileg. Vegna ákvæða í bandarískum lögum um að félag, skráð í einu ríki, megi ekki eiga eignir í öðru bandarísku ríki, fundu lögfræðingar Standard Oil upp það, sem nefnt hefur verið TRUST. Þessi nýjung í skipulagsháttum stórra fyrirtækja og samtaka var tekin upp á mörgum sviðum, enda varð nú auðveldara að skapa einokunarsamtök í hinum ýmsu fram- leiðslugreinum. Afleiðingar þess voru anti-trust lögin, svo- nefndu, sem stefnt var gegn auðhringum og einokunarfélögum Samkvæmt þeim var Standard Oil síðar dæmt í háar sektir, og félagið leyst upp í smærri fyrirtæki. Andúð almennings á risum bandarísks fjármálalífs og völdum þeiri'a olli setningu þessarra laga. ÓVINSÆLL ÞRÁTT FYRIR STÓRGJAFIR SÍNAR. Enginn þessarra einstaklinga var óvinsælli en Rockefeller. Það er haft fyrir satt, mæður hafi stundum hrætt óþæg börn sín með því að segja: „Ef þú hagar þér ekki fallega verður þú seldur Rockefeller“. að breytti litlu um álit manna á Rockefeller að hann hafði alla ævi verið gjöfull í þágu mannúðarmála. Um 1892 var hann talinn gefa 1,3 milljónir dollara á ári til kirkna, skóla og góðgerðarfélaga. Skólar nutu sér- staklega góðs af þessarri starfsemi hans. Áður en hann gaf af fjármunum sínum gekk hann úr skugga um, að peningunum yrði viturlega varið. Til marks um það er eftir- farandi. Er Harvard-háskólinn, einn stærsti og frægasti háskóli Bandaríkjanna, ákvað að hefja fjársöfnun til ágóða fyrir um- fangsmikla byggingarstarfsemi á vegum skólans, var m.a. farið til Rockefellers og bankajöfursins Morgans. Þegar fulltrúar skólans báðu um viðtal við Morgan veitti hann það fúslega, en sagðist aðeins eiga fimm mínútur aflögu, Fulltrúarnir lögðu fyrir hann teikningar af byggingunum og spurðu hvað hann vildi gefa mikið til starfseminnai'. Morgan leit á teikningarnar, benti á nokkrar þeirra og sagði: Þessar vil ég byggja. Málið var afgreitt, en kostnaðurinn nam mörgum milljónum dollara. Rockefeller fór hins vegar öðru vísi að. Hann átti langar við- ræður við fulltrúa skólans og fékk síðan teikningarnar til nán- Oðalsetur Rockcteller-ættarinnar í New York. ari athugunar, en þeirri athugnu lauk ekki fyrr en að einu ári liðnu. Það er svo annað mál, að Rockefeller gaf skólanum ríf- lega af fé sínu. SONURINN TEKUR AÐ STARFA VIÐ HLIÐ FÖÐURINS. ar sem gjafastarfsemin tók mikinn tíma ákvað hann að ráða sér samstarfsmann er fjallaði eingöngu um góðgerðarstarfsemi hans. Jafnframt varð John D. yngri nú virkur þátttakandi í þessarri starfsemi. Hann hafði ekki mikinn áhuga á Standard Oil og viðskiptum þess, en þeim mun meiri áhuga á góðgerðastarfseminni. Sonurinn var frægur fyrir hlédrægni sína og lítillæti, sem jaðr- aði stundum við kveifarskap eða óeðlilega auðmýkt. Þessir eig- inleikar hans áttu eftir að fara í taugarnar á ungri konu hans, Abby Aldrick, dóttur frægs stjórnmálamanns í Bandaríkjun- um. En John D. yngri sótti í sig veðrið eftir því sem hann tók að starfa meira sjálfstætt, og fyrr en varði kom í ljós, að í honum var meiri töggur en menn höfðu reiknað með. Hins vegar frýði enginn honum vits. Til marks um hvorttveggja, er sagan af því þegar John D. yngri var sendur af föður sín- um til að hefja viðræður við J. P. Morgan, um sölu á jám- námum, sem Rockefeller eldri hafði komizt yfir. Morgan, mikil- úðlegur og yfirlætisfullur sagði: Hvað viljið þér fá mikið. Flest- ir jafnaldrar hans hefðu glúpnað, en hinn ungi maður svaraði aðeins: „Hér hlýtur að ríkja einhver misskilningur. Ég kom ekki hingað til að selja. Mér skildist, að þér hefðuð áhuga á að kaupa.“ f sameiningu skipulögðu þeir feðgar góðgerðastarfsemi, sem á ekki sína líka. Þeir komu fótunum undir víðfræga háskóla í Chicagó, komu upp rannsóknarstofnunum í læknisfræði, sem áttu eftir að vinna ómetanlegt starf, settu upp stofnun, sem vann að uppbyggingu menntastofnana, sem negrar í Suður- ríkjum Bandaríkjanna áttu eftir að njóta sérstaklega góðs af. Árið 1913 var svo stofnuð The Rockefeller Foundation, sem hef- ur síðan stutt vísindastarfsemi meðal allra þjóða veraldar, t.d. á íslandi, eins og getið var í upphafi þessarra þátta. BARDAGI í NÁMUM ROCKEFELLERS. John D. Rockefeller yngri fékk gott orð á sig um gervöll Bandaríkin fyrir góðmennsku og frjálslyndi. En atvikin hög- uðu því svo, að hið góða álit hans þvai’r því sem næst á einni nóttu. Til átaka kom í járnnámum í Colorado er aðallega voru í eign John D. eldri. Sonur hans sat í stjórn námafélagsins. Brátt geysuðu blóðugir bardagar á námasvæðinu og varð að kalla fylkisherinn til að skakka leikinn. John D. yngri hafði lítið fylgzt með rekstri námanna, en fulltrúar Rockefellers- feðganna við forstjórn námanna voru tveir Coloradobúar með úreltar hugmyndir um stöðu og réttindi verkalýðsins. Þeir höfðu sigað lögreglu námanna á verkamennina en þeir gerðu verk- föll og þannig gert neista að miklu báli, sem bjarmaði af um öll Bandaríkin, þegar fregnir tóku að berast af bardögunum. John D. yngri kvaddi sér til ráðuneytis sérfræðing í verka- lýðsmálum, MacKenzie King, frá Kanada, siðar forsætisráð- herra landsins. Þetta gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði samþykkt þær gerðir, sem leitt höfðu til stórátaka og vakið höfðu á honum reiði bandarísku þjóðarinnar. Hann ákvað síðan að heimsækja námurnar. Ferðin var farin til að bæta fyrir vanþekkingu og hirðuleysi, en um leið til að endurheimta þá virðingu, sem bandaríska þjóðin hafði áður borið fyrir honum. Hann ræddi við námamennina, kynntist kjörum þeirra og tókst að koma á viðunandi samningum við þá. Þetta var glæfraferð eins og ástandið var þá í námunum, en hún heppnaðist fullkomlega. ohn D. Rockefeller hafði þá að mestu dregið sig í hlé frá Standard Oil, eða þegar hann var á sjötugs aldri. Hann hafði gert Standard Oil að allsráðandi félagi á sínu sviði þegar hann var um fertugt. Hin miklu átök höfðu tekið á heilsu hans, sem hafði hrakað verulega upp úr því. Hann var raunar nær dauða en lífi upp úr fimmtugu, en náði sér á strik og tókst að ná fullri heilsu aftur. Hann varð glaðlyndari með árunum, góðvild hans, sem áður hafði verið dulin bak við strangan svip lians og kröfuhörku hans, kom nú betur í ljós en áður. Harm tók jafnvel upp á því að sækja leikhús og taka þátt í dansleikjum, sem var áður eitur í hans beinum. Aðeins Elli kerling gat komið honum á kné. Hann andaðist árið 1937, 97 ára gamall. FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI. VIKAN 39. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.