Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 48
— óg næsta morgun sendi yfirmað- ur deildarinnar eftir honum og sagði honum kuldalega, að hann hefði orðið merkjadeildinni til skammar og yrði sendur heim við fyrsta tæki- færi. Enginn félagi hans, af öku- mönnunum, vildi vinna með honum, svo hann var fluttur yfir í hina vinsælu og eftirsóttu mótorhjóla- deild. Flutningurinn hefði ekki getað hentað Grant betur. Hann beið nokkra daga, og svo, kvöld nokk- urt, þegar hann hafði tekið við póstinum, sem ótti að fara fró aðal- stöðvum leyniþjóstu hersins ó Reichskanzlerplatz, fór hann beina leið að rússnesku landamærunum, beið með vélina í gangi, þangað til brezka eftirlitshliðið var opnað til að hleypa leigubíl í gegn, en þó þaut hann í gegnum hliðið, sem var að lokast, ó fjörutíu mílna hraða og snarstanzaði við steinsteypt varðhúsið við rússneska hliðið. Þeir drösluðu honum ruddalega inn í varðstofuna. Liðsforingi, með andlit eins og skorið í tré, spurði hvað hann vildi. — Eg vil sovézku leyniþjónust- una, svaraði Grant blótt ófram. — Yfirmann hennar. Liðsforinginn starði kuldalega á hann. Svo sagði hann eitthvað á rússnesku. Hermennirnir, sem höfðu flutt Grant inn, lögðu af stað með hann út aftur. Grant hristi þá létti- lega af sér. Annar þeirra lyfti vél- byssunni sinni. Grant tók aftur til máls og tal- aði hægt og af þolinmæði: — Ég er með mikið af leyniskjölum. Uti. í leðurtöskunum á mótorhjólinu. Hann fékk innblástur: — Þér lendið í miklum vandræðum, ef þau kom- ast ekki til leyniþjónustu yðar. Liðsforinginn sagði eitthvað við hermennina, og þeir færðu sig frá. — Við höfum enga leyniþjónustu, sagði hann á stirðlegri ensku. — Setjizt niður og fyllið út þetta eyðu- blað. Grant settist niður og fyllti út stórt eyðublað með spurningum fyr- ir þá, sem óskuðu að heimsækja austursvæðið — nafn, heimilisfang, erindi, og svo framvegis. A meðan talaði liðsforinginn lágt og stutt- aralega í síma. Þegar Grant hafði lokið sér af, komu tveir aðrir hermenn, liðsfor- ingjar án herdeilda, inn í herberg- ið. Liðsforinginn við skrifborðið rétti öðrum þeirra eyðublaðið, án þess að líta á það, og þeir fóru með Grant út, settu hann og mótor- hjólið hans inn í lokaðan bíl og læstu dyrunum að utanverðu. Eftir þjösnalegan akstur í um það bil stundarfjórðung, nam vagninn stað- ar, og þegar Grant steig út, komst hann að raun um, að hann var í húsagarði, bak við stóra, nýja bygg- ingu. Það var farið með hann inn í bygginguna og upp í lyftu, og þar var hann skilinn eftir einn i gluggalausum klefa. [ klefanum var ekkert nema járnbekkur. Eftir klukkustund, meðan þeir voru að fara gegnum leyniskjölin, að hans — VIKAX 39. tbL áliti, var farið með hann inn i þægi- lega skrifstofu til liðsforingja, með þrjár raðir af heiðursmerkjum og gullmerki offursta. Á skrifborðinu var ekkert, nema vasi með rósum. Tíu árum síðar sat Grant og horfði út um flugvélargluggann nið- ur á iðandi Ijósin 20 þúsund fetum neðar, og gat sér til, að þetta væri Kharkov. Hann brosti kátínulaust í spegilmynd sína í óbrjóanlegu gluggaglerinu. Rósir. Frá þessu andartaki hafði líf hans ekkert verið nema rósir. Rósir, rósir, eilífar rósir. 3. KAFLI - FRAMHALDSNÁM. — Svo þér mynduð vilja vinna í Sovétríkjunum, mr. Grant? Þetta var um hálftíma seinna, og MGB liðsforinginn var orðinn leiður á viðtalinu. Hann hélt, að hann hefði þegar kreist upp úr þess- um ógeðfellda Brefa öll þau hern- aðaratriði, sem nokkurn áhuga gætu vakið. Nú var aðeins eftir að segja nokkur kurteisleg orð, til að þakka manninum öll þessi leyndarmál, sem komið höfðu upp úr töskunum, en síðan gæti hann farið aftur í fanga- klefann, þangað til hann yrði send- ur til Vorkuta, eða í aðrar vinnu- búðir. — Já. Ég vil vinna fyrir ykkur. — Og hvað getið þér unnið, mr. Grant? Við eigum meira en nóg af ólærðum verkamönnum. Við höf- um ekki þörf fyrir vörubílstjóra, og — ofurstinn brosti lítillega — ef þarf að berja einhvern, eigum við fullt af mönnum, sem geta stund- að þá hnefaleika. Meira að segja tvo mögulega Olympíumeistara þeirra á meðal. — Ég er sérfræðingur í að drepa fólk. Ég geri það mjög vel. Mér þykir gaman að því. Ofurstinn sá rauða bjarmann, sem brá fyrir eitt andartak bak við vatnsblá augun, undir sandljósum augnahárunum. Maðurinn meinar þetta, hugsaði hann. Auk þess að vera leiðinlegur, er hann brjálaður. Hann leit kuldalega á Grant, og velti því fyrir sér, hvort hann væri þess virði að gefa honum að éta í Vorkuta. Kannski væri betra að láta skjóta hann. Eða kasta honum aftur inn á brezka hernámssvæðið og láta hans eigin menn hafa áhyggjur af honum. — Þér trúið mér ekki, sagði Grant óþolinmóður. Þetta var ekki réttur maður. Þetta var ekki rétt deild. — Hverjir sjá um skítverkin fyrir ykkur hér? Hann var viss um, að Rússar höfðu einhverskonar morðdeild. Það sögðu allir. — Lát- ið mig tala við þá. Ég skal drepa einhvern fyrir þá. Hvern sem þeir vilja. Núna strax. Ofurstinn leit fýlulega á hann. Ef til vill var bezt að gefa skýrslu um þetta. — Bíðið hér. Hann reis á fætur og fór út úr herberginu. Hann skildi dyrnör eftir opnar. Vörður kom og stillti sér upp í dyra- gættinni og horfði á bakið á Grant, með höndina á byssunni. Ofurstinn fór inn í næsta her- bergi. Það var mannlaust. Það voru þrír símar á borðinu. Hann tók upp tólið á MGB beinu línunni til Moskvu. Þegar skiptiborðið svaraði, sagði hann: — SMERSH. Þegar SMERSH svaraði, bað hann um framkvæmdastjórann. Eftir tíu mínútur setti hann tólið aftur á. En sú heppni. Einföld, af- drifarík lausn! Hvernig, sem mála- lyktir yrðu, gæti þetta ekki farið nema vel. Ef tilraunin heppnaðist, væri það Ijómandi gott. Ef mann- inum mistækist, myndi það valda miklum óþægindum á vestursvæð- inu — óþægindum fyrir Bretana, vegna þess að Grant var þeirra maður, óþægindum við Þjóðverj- ana, vegna þess að tilraunin myndi hræða marga af njósnurum þeirra, óþægindum við Bandaríkjamenn, vegna þess að þeir lögðu fram mest af fjármagninu fyrir Baumgarten- hringinn, og myndu nú álíta, að öryggisráðstafanir Baumgartens væru einskis verðar. Ánægður með sjálfan sig fór ofurstinn aftur inn í skrifstofuna og settist gegn Grant. — Meinið þér það, sem þér vor- uð að segja? — Auðvitað. — Er minni yðar gott? — Já. — Á brezka hernámssvæðinu er Þjóðverji, sem gengur undir nafninu Baumgarten. Hann býr í íbúð nr. 5 við Kurfúrstendamn nr. 22. Vitið þér, hvar það er? — Já. — I kvöld verðið þér og hjólið yðar sett aftur inn á brezka her- námssvæðið. Númeraplötunum yðar verður breytt. Yðar menn eru sjálf- sagt að svipast um eftir yður. Þér eigið að fara með umslag til dr. Baumgarten. Á því stendur, að það eigi að afhendast persónulega. I einkennisbúningi yðar og með þetta umslag, munið þér ekki eiga í nein- um erfiðleikum. Þér eigið að segja, að skilaboðin séu svo persónuleg, að þér verðið að hitta dr. Baum- garten einan. Svo drepið þér hann. Ofurstinn þagnaði. Hann lyfti augnabrúnunum: — Já? — Já, svaraði Grant þrár. — Og ef ég geri það, ætlið þið að láta mig hafa meira að gera? — Það er mögulegt, svaraði ofurstinn kæruleysislega. — Þegar þér hafið lokið ætlunarverki yðar og komið aftur til sovézka her- námssvæðisins, getið þér spurt eftir „Boris ofursta". Hann hringdi bjöllu, og maður í borgaralegum klæð- um kom inn. Ofurstinn benti í átt- ina til hans og sagði: — Þessi maður gefur yður að borða. Seinna mun hann láta yður hafa umslagið, og beittan hníf af amerískri gerð. Ljómandi gott. Góða ferð. Ofurstinn teygði fram höndina, tók rós úr vasanum og andaði að sér ilmi hennar. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 15. borðar búnaðar þeirra fyrir augum ungu konunnar, áður en hún féll í djúpan, draumlausan svefn. 35. KAFLI Grænt, milt ljós, lék um Angelique. Hún hafði einmitt í þessu opnað augun. Hún var í Monteioup, undir laufskrúðinu niður við ána, þar sem sólin náði henni aðeins i gegnum limþakið fyrir ofan hana. Hún heyrði bróður sinn Gontran segja: — Græni liturinn í þessum plöntum er svolítið, sem ég ræð aldrei við. Ég get náð svipaðri áferð, en aldrei þessari þykku, ógagnsæu, grænu hulu. Rödd Gontrans var orðin dýpri og rámari, samt þekkti hún aftur hljómfallið, sem hanri notaði ævinlega, þegar hann var ekki ánægður með málverk sín og myndir. Hve oft hafði hann ekki horft inn í augu systur sinnar og muldrað: Þessi græni litur er nokkuð, sem ég ræð aldrei við. Skerandi sársauki í kviðarholinu greip Angelique. Þá mundi hún hvað gerzt hafði. Góði guð, hugsaði hún. Litla barnið mitt er dáið! Hann var áreiðanlega dáinn. Hann gat ekki hafa þolað svona margar skelfingar. Hann hlaut að hafa dáið, þegar hún stökk út um gluggann, niður í dimma óvissuna, eða þegar hún þaut í gegnum ganga Louvre.. .. örvænting eltingarleiksins var enn hið innra með henni, og henni fannst eins og hjarta hennar væri tómt. Hún neytti allra sinna krafta og heppn- aðist að hreyfa aðra höndina og leggja hana á kviðinn. Þegar hún þrýsti, fann hún léttan mjúkan titring. — Ó! Hann er þarna ennþá! Hann er lifandi! Sá er svei mér seigur! hugsaði hún með stolti og ástúð. Barnið hreyfði sig í móðurlífi hennar, eins og lítill froskur. Hún fann ávala höfuðsins undir fingrum sér. Skilningarvit hennar voru smám saman að vakna og henni varð Ijóst, að hún lá í stóru rúmi með undnum stólpum og sægræna ljósið, sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.