Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 45
Þarna stóð hann og beið dauða síns. að á enni mér var komin hel|ar- mikil kúla og fór sífellt stækkandi. Vinur minn hló og sagði, að könguló hefði átt leið yfir ennið á mér með þessum afleiðingum. Mig hryllti við meira en orð fá lýst. Ég sef nefni- lega uppíloft með opinn munn! Þessi bólga þandist út allan þann dag og var að kvöldi einna lík- ust, — ja, ég veit ekki hverju. Þið munið eftir hausnum á honum Giss- uri Gullrass, þegar Rasmína er bú- in að beria hann í skallann með kökukeflinu. Ég held að höfuðið á mér hafi verið í enn verra ástandi. Kláðinn var óþolandi og höfuðleðr- ið stríkkaði svo, að hárin í hnakk- anum stóðu beint út í loftið. Lík- aminn var hlaðinn kaunum, eins og maður getur ímyndað sér Job í BibKunni. Meira að segja gat ég varla gengið nema á tánum, því kvikindin höfðu bitið á mér iljarn- ar svo þær stokkbólgnuðu og urðu skringilegar ásýndum. Gat ég kom- izt í skó? Nei, biddu fyrir þér. Svoleiðis lúxus var ekki fyrir hendi. Ég skældist um á Jesússöndulum með band upp á ristina, milli stóru táar og þeirrar nærstærstu. (Sú næststærsta var sú stærsta í nokkra daga, vegna þess að einhver maura- drottningin hafði kitlað hana rétt þar sem skilur nögl og eitthvað annað). Að ganga örna minna úti í nátt- úrunni eru þægindi, sem ég hefi aðeins getað leyft mér á íslandi með óblandinni ánægju. Það er betra að hætta sér ekki út í grasið í Texas. Eiturslöngur, snákar og alls lags kvikindi hlaupa þar um f fæðu- leit og bfta það sem er kjafti næst með lítilli vandfýsni. Sem betur fór þurfti ég ekki að læra af reynsl- unni á þessu sviði: Ég var varaður við. Mér var sagt að fara ekki út í skóg með óhulda bletti, til dæmis þýðir Iftið að ætla berfættur út f döggina þar, eins og á góðum sum- ardögum á íslandi. Sporðdrekarnir mundu spæna í sig tærnar með góðri lyst. Sporðdrekar. Þeir eru eitraðir og ófeimnir við að höggva með sfn- um fræga sporði, sem stendur upp og fram yfir haus eins og skaut á íslenzkum konum til forna. Vinkona mín var að koma á fætur einn morg- uninn um klukkan sjö. Hafði hún ekki spjör á kroppnum (nei, ég var ekki sjónarvottur), og gekk inn f baðherbergið með stfrurnar í aug- unum. Á gólfinu lá rautt hand- klæði f kuðli, svo hún beygir sig niður og tekur það upp með þeim afleiðingum, að sporð- dreki stekkur þar út og bítur hana í magann svo úr blæddi. Varð hún að leita læknis í skyndi til þess að fá móteitur. Sést af þessu að sporð- drekinn er hinn mesti fjandi. Einkar er mér þó illa við sporðdreka, sem sitja um vinkonur mínar naktar í baðherbergjum þeirra klukkan sjö að morgni. Ef þið komið einhvern tíma til borgarinnar Greenville f Texas, skuluð þið kaupa barðastóran mexíkanskan hatt áður en þið legg- ið af stað til að skoða borgina. Annars eigið þið á hættu, að pödd- ur geri á ykkur loftárás og komist niður um hálsmálið eða jafnvel lengra. Ég dvaldi í borginni eina helgi snemma í júní og fór út á kvöldin einn míns liðs til að skoða næturlífið. Ég leitaði að rúntinum en fann engan. Eftir að ég hafði gengið stundarkorn skildi ég hvers vegna menningarfyrirbæri eins og rúntur þrífst ekki á staðnum. Þetta var um það leyti þegar bjöllur, sem kallaðar eru júníbjöllur, kvikna í milljónatali yfir öllum Suðurríkjun- um. Þær bókstaflega héngu utan á húsunum og á öllum skiltum og Ijósastaurum í þvílíkri mergð að ég hefi aldrei vitað annað eins. Svo höfðu þær einstakt lag á því að detta einmitt á þvf augnabliki, þeg- ar ég gekk hjá. Þær eru með öllu meinlausar, en geysilega búkfeitar og ógeðslegar, og svo stórar, að Islendingi hrýs hugur við að sjá þær. Þegar ég loksins komst inn á hótel- íð, lafmóður og illa til reika, komst ég að raun um að tvær pöddur höfðu komið sér fyrir á utanverðu hálsmálinu og biðu efalaust eftir tækifæri til árásar. Pödduhræin voru á skónum eins og þegar maður hefur labbað á spariskónum yfir taðhaug upp í sveit. Texasbúar halda því fram, að pöddurnar þar séu þær stærstu í heimi. Er þessi saga sögð því til sönnunar: Tvær pöddur höfðu drepið hest sér til kvöldverðar. Þær voru staddar niður við Mexíkóflóa, ekki alltof langt frá Louisiana. Segir þá önnur: ,,l guðanna bænum komum okk- Hyítí ÍCT V USTrTíI LISTERINE TANN- KREM Gerir tennurnar skjannahvítar og ver tannskemmdum Hinar velþekktu THREE FLOWERS snyrtivörur ávallt fyrirliggjandi. CREAM of CACTUS fijótandi fegrunarkrem. CACTUS CLEANSER hreinsikrem. PRO TANNBURSTAR Allar þessar vörur fást í flestum snyrtivöruverzlunum og apótekum. Heildsölubirgðir: ÓLAFSSON & LORANGE, Klapparstíg 10, sfmi 17223 VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.