Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 4
Vafalaust halda flestir, sem sjá þessa mynd, að hún sé tekin á einhverju glæsilegu gisti- húsi, þar sem sumars og sólar nýtur við meirihluta ársins. Líklega sé húsið einhversstaðar uppi í fjöllum, og að milljónamæringur búi þarna í vellystingum praktuglega. Sennilega er það rétt, að eigandi hússins sé í það minnsta vel stöndugur, en að þarna njóti yfirleitt sólar og sumars — það er ekki rétt. Þessi mynd er nefnilega tekin neðan- jarðar, á ,,svölum“ neðanjarðarhúss, sem bandarískur arkitekt hefur byggt algjörlega und- ir yfirborði jarðar, svo að aðeins reykháfurinn stendur uppúr. Hann hefur auðvitað séð fyrir tilbúnu sólskini og þægilegri veðráttu þarna niöri, alveg að eigin hentugleikum. Þarna við svalirnar hefur hann ræktað lítinn garð, en í baksýn er aðeins málað landslag, til að gera útsýnið eðlilegxa. Með allskonar ljósabreytingum getur hann svo haft tunglskin eða miðnætursól, eftir því sem óskað er. ÁstæSur fyrir þessu uppátæki hans eru va'aiaust margar, en aðalástæðuna segir hann vera að sýna fólki hvernig það geti lifað neðanjarðar í fulikomnu öryggi fyrir allskonar sprengjuárásum, veðurhamförum og slíku — og haft pað jafnframt gott og þægilegt. Húsio hefur tíu herbergi og öll þægindi, og kostar aðeins rúmar þrjár milljónir ísl. kr. Rígaþorskur Það var í vor, að allur sjórinn við sunnan- vert landið fylltist af rígaþroski, svo „elztu menn muna ekki annað eins.“ Sigurjón Jó- hannsson gekk sér til heilsubótar niður á höfn einn morguninn, þegar veiðiglaðir sjó- arar voru að koma að með afla sinn, og tók þessar myndir, sem hér fylgja með. Hér er knár sjómaður — hreint ekki svo smávax- inn — með eina þorskskepnuna, sem slagar hátt í meðalmann að stærð. Á hinni myndinni er ferðlúinn þorskur að gá að því, hvort ekki verði bráðum farið í land. Fyrsti kvikmynda- kossinn Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Milljónir ungra stúlkna myndu eflaust vilja standa í sporum hennar. Hún heitir Pia Lind- ström, er elzta dóttir Ingrid Bergman og fetar í fótspor móðurinnar. Hér fær hún sinn fyrsta filmstjörnukoss, og gagnaðilinn er enginn annar en hálfguðinn Marcello Mastroianni, sem allir bíógestir kannast við.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.