Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 36
varir yðar undur fagrar Yardley varalitirnir eru dásam- lega mjúkir og kremkenndir. Gefa vörum yðar töfrandi útlit. í hinu fjölbreytta Yardley lita- úrvali með nýjustu tízkulitunum, er liturinn yðar. Með því að nota Yardley varalit verður bros yðar yndislega bjart. YARDLEY VARALITUR J Það tók hana áreiðanlega nærri klukkustund, en að því loknu tók hún til við að snyrta negl- urnar. Richald sat og át harð- soðin egg. Skip Ward og konu hans har að. Liz er að reyna að lijálpa þeim að átta sig á hlutunum. » Puerto Vallarta, 18. október Það rignir hérna í dag. Við sitjum liérna sum í veitingasalnum, drekkum og bíðum þess að hald- ið verði til Mismaloya og kvik- myndatökunni haldið áfram þar. Matselja T.iz og bílstjóri, Rich- ardsonhjónin, komu liingað frá Englandi. Vonandi kunna þau að matreiða byggsnúða. Ég horfði á Elizabeth sporðrenna sjö, þegar hún sat hérna í fyrri- nótt. Mismaloya, 19. október. Fyrst að ég hafði það af að komast hing- að, er ég viss um að mér er ekk- ert ómögulegt. Tvær ferjur eru í gangi á milli Puerto Vallarta ogMismaloya. Út að ferjunumvar okkur róið i eintrjáningsbátum, og maður verður að taka lagið og stökkva um borð, áður en brimskaflinn gleypir hann. Þeg- ar kemur upp undir Mismaloya, blasir við mjó fjörurönd og nokkrir strákofar — Tndiána- ])oi'p, þar sem innan við hundr- að Tarascan-Tndíánar hafast við — einu innbyggjar Mismaloya- skagans, áður en ITuston kom þangað með föruneyti sínu. Ströndin er stórgrýtt, og þar hafa verið reist stór auglýsinga- spjöld, Óviffkomandi bannaður aöganqur". Fyrir ofan fjöruna tckur við snarbrött fjallsbrekk- an, og þegar sleppir veginum, sem verkamenn Hustons hafa rutt — harin hefur látið reisa gistihús þarna, vegna kvik- myndatökunnar, — er ekkert nema myrkur og þéttur frum- skógurinn. Til þess að komast upp þangað, sem íbúðarhúsin, 2fi að tölu, hafa verið reist handa léikurunum og öðru starfsliði, verður maður að klifa upp snar- brött þrep, 137, beint upp. ekki eftir nema nokkra metra á staðinn, en ég fór of langt út á vegarbrúnina í beygju. Brúnin lét sig og langferðabíllinn tók að síga á hlið. Við Burton og kenrislukonurnar skreiddumst út, þorðum ekki einu sinni að flýta okkur, en bíllinn vóg salt á brúninni. Þegar við vorum öll úr hættu, klappaði Burton á bakhlutann á áminningarstúlk- unni. „Mig langaði bara til að ganga úr skugga um að við vær- um hæði lifandi,“ sagði hann. Puerto Vallarta, 13. október. Hjá mér fór sunnudagurinn í að drekka bjór með Liz og Burton, sem komu liingað til að synda og liöfðu dóttur Liz, Lizu Todd ineð sér, en hún er sex ára. Liza er mjög bráðþroska og veit ber- sýnilega ekki livað uppeldis- agi er, en ákaflega falleg. Þegar I.iza kom niður á slröndina, sagði hún við telpu, sem þar var: „Sástu „Umhverfis jörðina á 80 dögum“?“ Telpan kvað nei við þvi. Liza sagði: „Sú kvikmynd var eftir fyrsta pabba minn. Annar pabbi minn býr líka til kvikmyndir, og Richard býr líka til kvikmyndir og eina mamman, sem ég á býr til kvik- myndir’." Mér til mikillar undrunar dró Elizabetli allt í einu stóran stækkunarspegil upp úr tösku sinni, þar sem lnin sat við bar- inn og tók að snyrta andlitið. Mismaloya, 20. október. Deborah Kerr vann með okkur i fyrsta skiptið i dag, og nú er mér ljóst hversvegna allir álita hana fram- úrskarandi leikkonu. Þetta var mjög auðvelt atriði. Hún kemur fótgangandi ásamt liálfáttræðum afa sínum, Cyril Delavanti, til Costa Verdi gistihússins, þar scm Ava Gardner ræður ríkjum. Þau eru á sífelldu flakki á milli gististaða og draga fram lífið á þeim fáu aurum, sem Deborah innvinnur sér við að teikna mynd af gestunum. Afi hennar cr Ijóðskáld. Ég mun aldrei gleyma örvæntingunni, sem henni tókst að tjá með fyrstu setningunum, sem hún sagði: ,,Ég lield að þér hljótið að hafa heyrt okkar getið. Það hefur ver- ið skrifað vinsamlega um okkur i blöðin.“ Hún segir þetta við Övu, í þeirri von að hún hýsi þau ókeypis. „Afi minn er elzta núlifandi skáld, sem enn yrkir. Hann les upp Ijóð. Ég geng liægt og hljóð- lega um meðal gestanna, þegar þeir sitja að snæðingi. Ég klæð- ist málaraslopp, með litarskell- um, til þess að þetta verði allt listrænna....“ Og þannig heldur hún áfram og reynir að telja gistihússtýruna á að veita þeim húsaskjól. Mismaloya, 21. október John ITuston, blessunin, lagði mér setningu í munn í dag. Við kennslukonurnar erum að þrasa við Burton fyrir að hafa fengið okkur gistingu á þessum hrör- lega stað, og ég hrópa framan i hann: „Þú með þína þokkalegu fortíð, eða hitt þó heldur!“ Ég þurfti ekki að endurtaka setning- una nema þrisvar áður en Hust- on var ónægður. Mismaloya, 22. október. Við kenn- ararnir, tókum þátt í atriði, sem kvikmyndað var í gistihúsinu i dag, þar sem mest reynir á Övu. Hún virtist dálítið taugaspennt. Þetta var langt atriði, þar sem stöðugt reyndi ó leik og fram- sögn hennar, en hún var stór- kostleg. Hún varð að ýta á und- an sér cocktailkerru, lilaðinni drykkjarvörum, alla leið upp að kvikmyndatökuvélinni og tala um leið án aflóts; stöðva kerr- una þegar hún var i þann veginn að rekast á myndatökumanninn. Undir kvöldið var Burton orð- inn alldrukkinn. Hann las upp Ijóð. Síðan sagði liann: „Tungu- málið er hið eina, sem er nokk- urs virði i lífinu — ekki ástin eða nokkuð annað.“ Liz varð gripin angurværð og fór að skæla yfir því hvað blaðamenn- irnir i Montreal hefðu verið ó- svifnir, þegar þeir spurðu hana hispurslaust um samband hennar og Burtons. Siðan settist hún út i horn á veröndinni hjá ljós- myndaranum, .Tosli Wainer, sem er ókaflega rólyndur maður. Hann neri fætur liennar og ró- aði hana. Á meðan hún sat þar, varð Burton að orði: „Það er heimskulegt að kvænast eða biiida sig á nokkurn hátt, þvi að þá finnur maður til tjóður- bandsins og vill slíta sig lausan; ef maður hins vegar vcit, að hann er frjáls ferða sinna, horf- ir það allt öðruvísi við. Ég ætla inér ekki að kvænast Liz — vit- anlega hef ég ekki sagt henni það enn.“ Að svo mæltu hóf hann að leita hennar um allt. ITann vék sér að ritara sínum, Jim Benton og spurði: „Hvar er ég eiginlega?" Benton svaraði: „ Mismaloya." Og Burton sagði: „Guð hjólpi mér.... nei!“ Framhald i næsta blaði. gg — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.