Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 47
Nýjasta gerð af BRILLO stálsvömp- um sem GLJÁFÆGIR potta og pönn- ur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. Já? Nei? Hvenær? I>úsundir kvenna um hcim allan nota nú C. D. INDICATOR, hi3 svissneska reikningstæki, scm reiknar nákvæm- lega út þá fáu daga í hverjum mán- uði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa ráðleggja C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er óskað sem við tak- markanir þeirra. SendiS eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki tU: C. D . INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavík. Sendið undirrit. upplýsingar yðar. Nafn ........................ Heimili ............................. (Vinsamlegast skrifið með bókstöfum). Frænkunni var nauðugur einn kostur að sjá um drenginn, og hann óx upp, og var líkamlega heilbrigð- ur og sérstaklega sterkur, en mjög þögull. Hann átti enga vini. Hann neitaði að blanda geði við önnur börn, og þegar hann langaði að fá eitthvað, sem þau voru með, þá tók hann það af þeim. í barnaskól- anum voru börnin hrædd við hann og forðuðust hann, en hann aflaði sér frægðar með hnefaleikum og slagsmálum á skemmtunum, þar sem blóðþyrstur ofsinn í árásum hans, ásamt meðfæddri kænsku veitti honum sigur yfir miklu eldri og stærri strákum. Vegna þessarra slagsmála komst hann í samband við leynihreyfing- una Sinn-Fin, sem notaði Aughma- cloy sem aðalmiðstöð fyrir ferðir þeirra norður eftir, og smyglarar staðarins notuðu þorpið í sama til- gangi. Þegar hann yfirgaf skólann var hann slagsmálahundur fyrir báða þessa hópa. Þeir borguðu hon- um vel fyrir verkið, en forðuðust hann eftir megni. Það var um þetta leyti, sem hann fór að finna til einkennilegrar og ofsalegrar ástríðu með fullu tungli. Þegar hann fann til „tilfinningarinnar" eins og hann kallaði það sjálfur, í fyrsta sinn, í október á sínu sextánda ári, fór hann út og kyrkti kött. Eftir þetta leið honum vel í heil- an mánuð. ( nóvember var það stór fjárhundur, og sem jólaglaðn- ing skar hann kú í fjósi nágrannans á háls. Þessar athafnir fylltu hann vellíðan, en hann hafði vit til að sjá, að brátt yrði farið að undrast slík dauðsföll í þorpinu, svo að hann keypti sér hjól og eina nótt í hverjum mánuði hjólaði hann út í sveitina. Oft varð hann að fara mjög langt til þess að finna það, sem hann var að leita að, og eftir að hafa orðið í tvo mánuði að láta sér nægja gæsir og kjúklinga, greip hann tækifæri, sem honum barst upp í hendur, til að skera sofandi flæking á háls. En það voru svo fáir á ferli á nóttunni, að hann fór að fara fyrr af stað. Hjólaði langt og lengi, svo hann kom að fjarlægum þorp- um í rökkurbyrjun, þegar fólkið var á leið heim frá ökrunum og stúlk- urnar á leið á stefnumótin. Þegar hann drap einhverja til- fallandi stúlku gerði hann henni „engan miska". Sú hlið málsins, sem hann hafði að vísu heyrt um, var honum óskiljanleg. Það var aðeins þessi dásamlega athöfn, að drepa, sem kom honum til að líða betur. Ekkert annað. Við lok sautjánda árs hans var hræðilegur orðrómur á reiki um allt Fermannagh, Tyrone og Arm- agh. Þegar kona var myrt um há- bjartan daginn, kyrkt og fleygt kæruleysislega í heystakk, varð orðrómurinn að skelfingu. Varð- sveitir voru myndaðar í þorpunum, lögregluliðið aukið og styrkt með lögregluhundum og sögur um „tunglmorðingjann", löðuðu blaða- mennina að. Oftsinnis var Grant stöðvaður á hjólinu sínu og spurð- ur spjörunum úr, en hann átti öfluga verjendur ( Aughmacloy og saga hans um að hann hjólaði til að þjálfa sig fyrir hnefaleikana var alltaf studd, því nú var hann stolt þorpsins og keppandi um meist- aratitil Norður-írlands í létt-þunga- vigt. Enn einu sinni, áður en það varð of seint, bjargaði eðlisávísunin honum undan því, að upp kæm- ist um atferli hans og hann yfirgaf Aughmacloy og fór tli Belfast, þar sem hann gekk í þjónustu fyrrver- andi hnefaleikaþjálfara, sem ætlaði að gera atvinnu-hnefaleikamann úr honum. Aginn í subbulegum íþrótta- salnum var harður. Þetta var næst- um fangelsi og þegar blóðið tók að ólga í æðum Grants, gat hann ekkert annað gert en að hálfdrepa æfingafélaga sína. Eftir að hafa tvisvar sinnum verið dreginn ofan af manni í hringnum, var það að- eins meistaratitillinn, sem kom í veg fyrir að þjálfarinn kastaði hon- um út. Grant vann meistaratitilinn 1945 á átjánda afmælisdegi sínum, svo tóku þeir hann ( herþjónustuna og hann varð ökumaður í merkjadeild hersins. Hann vitkaðist lítið eitt meðan á þjónustunni í Englandi stóð, eða varð að minnsta kosti varkárari, þegar hann fékk „til- finninguna". Nú tók hann að drekka í stað þess að drepa með fullu tungli. Hann fór með flösku af viskýi inn ( skógana, umhverfis Aldershot, drakk hana ( einum teyg og fylgdist með tilfinningum s(n- um, þar til hann missti meðvitund. Síðan staulaðist hann aftur til her- búðanna ( morgunsárið, aðeins hálffullnægður, en ekki hættulegur lengur. Ef varðmaður rakst á hann, fékk hann aðeins einn dag ( eld- húsinu, því yfirmaður hans vildi hafa hann góðan fram að meistara- keppni hersins. En flutningadeild Grants var send til Berlínar, þegar umferða- deilan við Rússa stóð sem hæst, og hann varð af keppninni. ( Berlín hafði hann ánægju af stöðugri hætt- unni og varð jafnvel enn gætnari og slægari. Hann drakk sig ennþá augafullan með fullu tungli, en þess utan var hann stöðugt að hugsa og ráðleggja. Honum gazt vel að öllu því, sem hann heyrði um Rúss- ana, ruddaskap þeirra, skeytingar- leysi gagnvart mannlegu lífi og kænku þeirra, og ákvað að leggj- ast á sveif með þeim. En hvernig? Hvað gat hann fært þeim að gjöf? Hvað langaði þá í? Það var BAOR- meistarakeppnin, sem loks rak endahnútinn á þetta. Fyrir tilvilj- un fór þessi keppni fram með fullu tungli. Grant barðist fyrir merkja- deildina, fékk viðvörun fyrir að halda keppinaut stnuim og slá of neðarlega, og var rekinn úr keppn- inni í þriðju lotu, fyrir að halda áfram Ijótum leik. Allir áhorfend- urnir púuðu á hann, þegar hann yfirgaf hringinn — háværustu mót- mælin komu frá hans eigin deild Fimleikabúningar - Fimleikabuxur Skúlagötu 51 — Sími 15005. INNOXA Heimur fegurð- ar í einu orði Mest selda steinpúðrið, sjö fallegir litir, Vel snyrt kona notar INNOXA VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.