Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 18
007 bókaskápnum til þess að fara með út [ garð — The little Nugget eftir P. G. Woodehouse. Þarna var líka stórt og fyrirferðarmikið armbands- úr úr gulli með slitnu krókudíla- skinnsarmbandi. Þetta var úr af gerðinni Girard-Perregaux — sér- stakt módel handa þeim, sem hafa gaman af hlutum, sem eru öðruvísi en gerist, með stórum sekúnduvísi og tveim opum á skífunni, þar sem sjá mátti mánaðardaginn, mánuð- inn og stöðu tunglsins. Samkvæmt því var klukkan nú 2.30 hinn 10. júní og tunglið á síðasta kvarteli. framhalds- saga Eftir lan Flemming 1. hiuti Athugasemd höfundar. Það skiptir svo sem ekki máli, en allmikið af bakgrunni þessarrar sögu er sannleikanum samkvæmur. SMERSH, stytting á nafninu Smiert Spionam — dauði yfir njósnara — er til og er enn þann dag í dag leynilegasta deild sovétstjórnarinn- ar. í ársbyrjun 1956, þegar þessi bók er skrifuð, var liðsstyrkur SMERSH heima og erlendis um fjöru- tíu þúsund manns og Grubozaboys- chikoff, hershöfðingi, var þá yfir- maður stofnunarinnar. Lýsing mín á útliti hans er sannleikanum sam- kvæm. Árið 1963 voru aðalstöðv- ar SMERSH eins og ég lýsi þeim í kafla fjögur — í Sretenka litsa nr. 13 í Moskvu, fundarherberginu er nákvæmlega lýst og réttilega, og leyniþjónustuforingjarnir, sem þar hittast við fundarborðið, raunveru- legir opinberir starfsmenn, sem oft eru kallaðir til þessa herbergis í svipuðum tilgangi og þeim sem ég lýsi hér. lan Flemming. I. HLUTI - ÁÆTLUNIN I. KAFLI RÓSALAND. Nakti maðurinn, sem lá endilang- ur á grúfu við sundlaugina, gæti hafa verið dauður. Hann gæti hafa drukknað og verið dreginn upp úr lauginni og lagður til þerris í gras- ið, meðan kallað væri á lögregluna eða aðstandendur. Jafnvel litla hrúgan, sem lá í grasinu við höfuð hans, gætu hafa verið persónulegar eignir, sem hefðu verið teknar vand- lega saman og lagðar þar sem all- ir gætu séð þær, svo að enginn skyldi halda, að björgunarmaður- inn hefði stolið einhverju. Ef dæma hefði átt eftir hrúg- unni, hafði þetta verið eða var auðugur maður. Þar voru ýmsir þeir hlutir, sem auðugir menn bera gjarnan á sér — peningaklemma gerð úr Mexíkönskum fimmtíu doll- ara peningi með þykkum bunka af seðlum, Dunhill sígarettukveikjari úr gulli, flangt gullsígarettuveski með merkinu, sem sýndi augljós- lega, að það var frá Fabergé, og einmitt sú tegund skáldsögu, sem auðugur maður dregur fram úr Blágrænt fiðrildi kom út úr rósa- runnanum neðst í garðinum og flaug yfir manninum. Það hafði látið heillast af endurskini júnísólarinn- ar í Ijósu hnakkahári mannsins. Ör- lítil hafræna kom og bærði hárið. Fiðrildið beygði hræðslulega til hlið- ar, stanzaði yfir vinstri öxl manns- ins og leit niður. Grasstráin við op- inn munn mannsins hreyfðust lítið eitt. Stór svitadropi rann niður með holdmiklu nefinu og féll í grasið. Þetta var nóg. Fiðrildið þaut í burtu yfir runnana og glermulninginn á háum veggnum. Þetta gat svo sem verið ætilegt, en það hreyfðist. Garðurinn, sem maðurinn lá í, var um dagslátta á stærð. Slétt, vel hirt grasflöt, umlukin á þrjá vegu af þéttum rósarunnum, þar sem býflugurnar suðuðu stöðugt. Handan við róandi býflugnasuðið heyrðist ölduniður frá rótum klett- anna við neðri enda garðsins. Það sást ekki út á haf úr garðinum — það sást ekkert, nema himinninn og skýin, yfir tólf feta háum múrn- um. Raunverulega sást aðeins út yfir landareignina úr svefnherbergj- jg _ VIKAN 39. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.