Vikan - 30.12.1964, Síða 6
Póstsendum
SIÐIR OG
STUTTIR
KJÓLAR,
FJÖLBREYTT
ÚRVAL.
þingholtsstræti 3 simi 11987
ÁVALLT UNG
Hrukkur myndast á daginn. Þær myndast vegna þess,
að hörundið fær ekki nægan raka. Daglega verður hörundið
að þola veðurbreytingar, regn, vind, sólskin og kulda.
Það er því hlutverk dagkremsins að vernda andlitið
og hálsinn og mynda holla undirstöðu fyrir það make up,
sem hentar hörundinu. LANCASTER dagkrem
er til fyrir allar húðgerðir og þér getið valið um 6 mis
munandi liti.
ÚTSÖL.USTAÐIR, -
REYKJAVÍK: Tlbrá,
Gjafa- og snyrtivörubúSln,
Orion, Holts-Apótek, Tjarnar-
hárgroiðslustofan. —
AKUREYRI: Verzlunin Drífa.
PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó.
Jóhannessonar.
/anWer
SÍNUM AUGUM LÍTUR HVER Á
SILFRIÐ.
Hr. ritstjóri!
Nú má ég til að láta þig vita
mitt álit á framhaldssögunni
Angelique. Hún er leiðinleg lang-
loka og ógeðsleg úr hófi fram.
Þið hefðuð átt að auglýsa hana
meira! Ég er aldeilis ekki ein um
þetta álit. Látum nú vera að hafa
svona töffa-sögu um James Bond,
ef önnur góð framhaldssaga væri
með. Það vefst fyrir mér að
skilja, hvernig sá ritstjóri, sem
skrifar aðra eins ágætis leiðara,
og eru í Vikunni, leyfir svona
söguval, því þriðja flokks eru
þær báðar, því verður ekki á
móti mælt.
Og heyrðu, af því þú varst nú
einu sinni að tala um dönsk
vinnukonublöð, fyrir hvers konar
intelligensa heldurðu að mynda-
sagan Júlla Jóns sé birt? Ekki
þekki ég eina einustu vinnukonu
nógu vitlausa til að hafa ánægju
af þeirri endaleysu. Gætuðu þið
ekki fengið 91 Karlsson í stað-
inn, ég ætla nefnilega að halda
áfram að kaupa Vikuna í þeirri
von að Angelique verði á enda
áður en krakkarnir mínir fara
að geta stafað sig fram úr henni.
Vertu blessaður,
Frú á Austfjörðum.
---------Leiðinlegt aff þér skuli
ekki falla framhaldssögurnar,
kæra frú. Það mætti kannski
bjóða þér eitthvað í ætt við „Hold
og hjarta“ eftir Magneu frá
Kleifum. Eitthvað um lækna og
læknissyni. Eða kannski citthvað
um andalækna. Fyrst það vefst
fyrir þér að skilja, hvers vegna
þessar sögur voru valdar, þá
vefst væntanlega líka fyrir þér
að skilja niðurstöður skoðana-
könnunar blaðsins, sem gaf þá
vísbendingu, að þetta væru vin-
sælustu framhaldssögurnar, sem
birzt hefðu í blaðinu. Og það
vefst sennilega líka fyrir þér að
skilja, að Angelique hefur náð
allt að því dæmalausum vinsæld-
um sem framhaldssaga í erlend-
um blöðum. Eða þá hitt, að f jöldi
svonefndra intelligensa, inn-
Iendra sem útlendra, hefur bent
á Fleming sem uppáhaldshöfund
sinn, þar á meðal var Kennedy
heitinn Bandaríkjaforseti. Það
sem þykir gott í Washington,
hlýtur að vera brúklegt á Eski-
firði. Að endingu þakka ég vin-
samleg ummæli um leiffarana.
GS.
VISSU EKKERT UM BÍLINN.
Kæra Vika.
Ég kaupi oft Vikuna vegna
þess að þið eruð með ágætar
greinar um bíla. Nú ætla ég að
segja ykkur svolítið, sem fyrir
mig bar og sýnir þjónustuna,
sem við njótum hjá sumum þess-
ara svokölluðu umboða. Ég hef
lesið talsvert mikið um þessa
nýju „fastback" útgáfu af Valí-
antinum. Þeir kalla hann Barra-
cuda. Ég fór um daginn í umboð-
ið til þess að fá upplýsingar og
myndir af Barracuda, en það var
ekki aðeins að þeir hefðu hvorki
myndir né upplýsingar, heldur
höfðu þeir enga hugmynd um,
að það væri til neinn bíll með
þessu nafni. Þeir vissu sem sagt
ekki að hann væri til.
Með kveðju, Sig. K.
--------Barracuda kom á mark-
að I Bandaríkjunum á útmánuð-
um í fyrravetur og var m.a. sýnd-
ur á Heimssýningunni í New
York, þar sem hann vakti mikla
athygli. En það er nú svo langt
til Ameríku, kæri Sig. K., að það
er bara ekki víst að þeir séu bún-
ir að fá póstinn sem fór með vor-
skipinu.
í GUÐANNA BÆNUM, EKKI
HÆTTA . . .
Góða Vika!
Oft er ég búin að skrifa og
senda peninga til að reyna að
fá mínar kvartanir birtar, en
engan árangur borið. Ég reyni
einu sinni enn og ef það ber ekki
árangur, hætti ég að kaupa Vik-
una. Á engin danshljómsveit að
koma fram á miðvikudagskvöld-
um í útvarpinu í vetur, nema
hljómsveit Svavars Gests? Hvers
vegna? Hljómsveitin hans er ekki
góð núna, eða mætti vera betri,
og söngurinn er ekki góður.
í öðru lagi: Getur ekki útvarp-
ið sleppt Heiðari Ástvaldssyni
við plötuvalið á sunnudagskvöld-
um? Það er ekki hægt lengur,
að bjóða hlustendum þetta eilífa
cha-cha-cha.
Hlustandi.
— -—- — Ég birti bréfið bara til
þess að gera þig ánægðan, hlust-
andi góður. Ekki vegna þess að
mér finnist það svo stórkostleg
g — VIKAN 53. tbl.