Vikan


Vikan - 30.12.1964, Side 14

Vikan - 30.12.1964, Side 14
ÉG HEF EKKI TRÚ Á SKOT- VOPNUM EFTIR ROBERT EDMOND ALTER ÚRVALSSAGA VALIN AF HITCHOCK ÞÝDING: LOFTUR GUDMUNDSBON MANNSLÍFIÐ ER HEILAGT, EN ÞEGAR MANNESKJAN ER EKKI ANNAÐ EN SKÁLKASJÖL FRUMSTÆÐUSTU VILLIMENSKU - HVAÐ ÞÁ? ... Hann var gamall einstæðing- ur, sem hafði aðsetur sitt úti ( skógarfeniunum við fljótið; bor- inn og barnfæddur þarna í Oke- fenokee og hafði aldrei borg augum litið, ekki einu sinni kom- ið í þorp, sem vert væri að nefna því nafni. Hann só sjón- varp í fyrsta skiptið, þegar kosn- ingabarótta þeirra Lyndon John- son og Goldwaters var að hefj- ast; það var í búðraholunni hjó lendingarstaðnum við fljótið, og að hans dómi át hvor þeirra úr sínum poka, ekki nokkur leið að gera upp á milli þeirra. — Þú segir það, varð feita kuapmanninum, Joel Stutt, að orði. — Hvorn þeirra hugsar þú þér þá að kjósa, Jube sæll? Þá brosti Jube gamli sínu milda, breiða brosi og hallaði undir flatt. — Hvorugan, held ég, svaraði hann, mér finnst það ekki sitja á mér, að gera nokkuð það, sem styggt gæti annanhvorn þeirra eða sært; þetta eru sjálfsagt öðlingsmenn, báðir tveir. Það gat verið örðugt að átta sig á honum Jube gamla Wiggs. Það var eins og kaupmaðurinn sagði á stundum við snörufang- arana, skytturnar og krókódíla- veiðimennina og konurnar þeirra, þegar sá mannskapur var staddur í búðarholunni hans í viðskiptaerindum, eða þó kannski fyrst og fremst til að rabba saman stundarkorn. — Maður getur aldrei vitað með vissu, hvort þetfa er alvara hans og að hann sé þá eins heimsk- ur og hann sýnist, eða hvort hann er í rauninni að gera gys að manni. Meðal þeirra, sem þekkfu Jube gamla nokkuð að ráði, munu þeir þó hafa verið í meiri- hluta, sem álitu, að honum væri full alvara með orðum sínum, og væri hann þó ekki eins heimskur og hann virtist í fljótu bragði. Og hjartagóður var hann, ekki var að efast um það; það var maður, sem svo sannar- lega vildi engum mein gera. En Joel kaupmaður hafði nú samt nokkrar áhyggjur af Jube gamla. Honum féll við karlskar- ið, og hann gat ekki litið svo á, að það væri forsvaranlegt að svona aldraður einbúi hefð- ist við þarna úti í skógarfenj- unum, fjarri allri byggð, jafn- vel þó að hann hefði búið þar alla ævi og faðir hans einnig. Afi hans reyndar líka, að minnsta kosti mestan hluta æv- innar. . . það var Wiggs, afinn, það þráablóð, sem lét svo um mælt, þegar hann kom heim úr borgarastyrjöldinni, að hann vildi ekkert meira hafa við þenn- an heim saman að sælda, hann mætti fara til fjandans sín vegna. — Ég er staðráðinn í að taka mér bólfestu einhvers stað- ar þar sem ég þarf aldrei að líta lifandi Norðurríkjamann eða uppreisnarmann augum á með- an ég tóri, og farvel Franz. Svb má sjálfur neðribyggðarforing- inn hirða lýðinn . . . — En athugaðu það, Jube sæll, sagði Joel, þá sjaldan gamli maðurinn lét sjá sig í búðar- holunni við lendingarstaðinn. Þeir, hann afi þinn og hann fað- ir þinn, þeir höfðu báðir að minnsta kosti byssu að vopni. Sérðu það ekki, maður, að þetta getur verið stórhættulegt! Að hafast einsamall við þarna úti í skógarfenjunum, langt frá allri byggð, innan um slöngur og krókódíla — og hafa ekki einu sinni byssu! Það er ekki nokkurt vit, maður! Það fer varla hjá því, að þú Ijúkir ævinni ann- aðhvort í slöngubúk eða krókó- dílskjafti! En Jube gerði einungis að halla undir flatt. — Byssu, já, sagði hann. Það er nú einu sinni sfsvona, að sá sem hefur byssu við hend- ina, hann hleypir af henni skoti fyrr eða síðar. Afi gamli skaut margan manninn í borgarastyrj- öldinni, faðir minn skaut og skaut á þá í átökunum við Crane Crick, og svo var drengurinn minn skotinn þarna í Okinawa. En ég er þannig gerður, að ég vil ekki vinna neinum manni mein. Ég mundi ekki geta litið til sólar, þegar skaparinn léti hana upp renna, morguninn eftir að ég hefði orðið mannsbani. Skaparinn var í þann veginn að láta sól sína ganga undir, þegar Jube gamli reri kænunni sinni inn á síki, sem rann út í Suwanneefljótið, úr dálitlum fenpolli, umgirtum hávöxnu skógarþykkni. Fugl lét til sín heyra uppi í liminu og björn, sem sat og sleikti lirfur af fölln- um trjástofni, lyfti hausnum og hnusaði, þegar hann fann þef- inn að Juba gamla. Stórvaxin vatnaslanga hlykkjaðist undan, þegar báturinn nálgaðist, og skrifaði hvert a-ið af öðru á myrkan flöt pollsins. Bakkar pollsins voru eitt fúa- fen, að svo miklu leyti sem þeir voru sjáanlegir fyrir hávöxnu sefinu, slútandi greinum og fljót- andi trjábolum, og yfir þá gnæfði svo þéttur og hávaxinn frumskógurinn, allf um kring, eins og leiktjöld á sviði. Og Jube reri yfir þveran pollinn að bakkanum. Þar gat að líta híbýli hans. Gamlan og grautfúinn húsbát, sem lá bundinn við miklar og kræklóttar trjárætur. Þarna á pollinum, undir myrku laufþak- inu, var dvalarstaður hans að þessu sinni. Hann flutti nefni- lega húsbátinn úr stað öðru hverju,- það fór eftir því hvar fengvænlegast var að leggja gildrurnar í það og það skiptið. Það var mesta str'it að færa hús- bátinn; Jube gamli varð að binda hann aftan ( kænuna, og þá varð þungur róðurinn, eins og húsbáts skriflið var vatnssósa orðið. Hann hafði aldrei haft þau peningaráð, að hann gæti keypt sér utanborðshreyfil, og þó að það hefði kannski verið vinnandi vegur að spara saman fyrir hreyflinum, þá hefði hann eytt þessum ósköpum í bensín, að það var ekkert viðlit. Jube var ekki sem ánægð- astur með staðinn, þar sem hús- báturinn lá að þessu sinni. Þarna var nefnilega krökt af krókó- dílum allt um kring. Krókódíla- mæðurnar hreiðruðu um sig inni í sefinu, og þær voru ekki lamb- ið að leika sér við um meðgöngu- tímann og fyrstu vikurnar eftir að þær gutu. En það var gnægð loðdýra í skóginum þarna ( grennd við bakkana, og það var honum í rauninni ærumál að viðhalda erfðavenjunni og hafa veiðigildrurnar þarna þá mánuðina, sem þær gáfu mest- an feng. Gamli maðurinn lagði kæn- unni að húsbátnum og batt hana með kaðalspotta. Síðan dró hann pokana með niðursuðudós- unum upp úr kænunni um borð í bátinn og dröslaði þeim aftur á veröndina. Þar var verksfæðið hans, ef svo mátti að orði kom- ast. Þar stóð fláningarborðið hans og grindurnar, þar sem hann strengdi skinnin. Jube gamli gekk út á landgöngubrúna á stjórnborða. Tveggja metra langur krókódíll lá í sefinu og starði á hann köldum glyrnum. Krókódílunum þótti matur í dýra- skrokkunum, sem Jube fleygði fyrir borð, þegar hann hafði flegið af þeim skinnið, en eigi að síður fór fjarri að þeir auð- sýndu honum nokkurt þakklæti. Þessi glennti til dæmis upp efri skoltinn, svo að sá í oddhvassa tanngarðana og rauðan tungu- hnubbinn, og hvæsti illyrmis- lega. — Ojæja, greyið, mælti Jube gamli mildum rómi, ekki veit ég til að ég hafi gert þér neitt, svo að ekki hefur þú neina ástæðu til að láta sísvona. — VIKAN 53. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.