Vikan - 30.12.1964, Page 17
Þeir voru úrræðagóðir, þessir,
og gætu kannske margir farið
að ráði þeirra.
Þeir eru franskir, báðir — blaða-
menn. — Þeir urðu ekki á eitt
sáttir um einhverja nýútkomna
bók, og létu sér ekki nægja að
rífastá pappírnum, heldurtóku
þeir sér sverð í hönd og háðu
einvígi eftir öllum kúnstarinn-
ar reglum.
Mandy Rice Davies, — sú
sem lenti í skandalnum með
Christine Keeler forðum — ku
vera með hestadellu, og notar
hvert tækifæri sem hún getur
til að fó sér reiðtúr.
„Eg hef verið með hesta-
dellu síðqn ég var ellefu ára,"
sagði hún í Stokkhólmi um dag-
inn, þar sem hún hefur verið
í heimsókn og vakið mikla at-
hygli karlmanna þar í borg.
,,Ég seldi dagblöð þegar ég
var Iftil, til að geta keypt mér
hest". En nú þarf hún ekki að
kaupa sér hest lengur, því það
er sægur af karlmönnum, sem
gjarnan vildi lána henni eitt-
hvað til að sitja á. Og hver veit
nema einhver íslenzkur bóndi
væri til með að senda henni
reiðskjóta.
Annars heitir sá hamingju-
sami „Gay Peter" (Pétur káti)
•— það er að segja hesturinn
á myndinni . . .
„Eitt rif úr mannsins síðu ...“
Eitthvað virðast hlutföllin hafa
breytzt með tímanum. Til hægri
á myndinni sjáum við Venus
gömlu frá Milo, — hin er atóm-
aldar Venus. Eins og við sjáum
er þetta enginn eðlismunur, —
aðeins stigmunur.
Kjötkássa.
Ekki er öll vitleysan eins. f eina
tíð voru þeir allra mestir, er
gátu troðið sem flestum mann-
kertum inn í einn og sama bíl-
inn. En þegar sýnt þótti, að til
væri eitthvert lögmál varðandi
rúmrnál mannsskrokka og inn-
anmál bifreiða var að mestu
leyti horfið frá slíkum íþróttum.
Nýlega ætlaði hópur unglinga að
setja met í rúmlegu og það mun-
aði ekki um það. 50 manns höfðu
vart komið sér haganlega fyrir
á dívangarmi, þegar einn af þeim
neðstu tók að hrópa á hjálp.
Þegar þeir efstu höfðu pillað sig
niður kom í ljós, að fjórir þeir
neðstu, máttarstólpar kássunnar,
höfðu fallið í yfirlið, allir sem
einn maður, og einn þeirra kom-
iinn ískyggilega nálægt laíida-
mörkum lífs og dauða.
sýnd er á meðfylgjandi mynd-
um. Tveir veiðimenn arka um
bæinn með allfrumlega byssu-
tegund. Er þeir hafa komizt í
gott veiðisvæði hlunka þeir sér
niður, hleypa af og tvær kúlur
þjóta yfir dúfnaskarann, sem
þegar hefur sig til flugs. En kúl-
urnar draga á eftir sér net, sem
skiljanlega varnar þeim að fljúga
mjög hátt og innan stundar er
útséð um það, að litlu friðar-
postularnir fljúga ekki meira í
þessu lífi.
Stríð og friður.
Þótt dúfan sé víðast hvar tákn
friðar, er það þó ekki óvíða sem
yfirvöld borga og bæja hafa sagt
þessum meinlausu fuglum stríð
á hendur. En það er hættulegt
að elta þær með byssum inni í
þéttbýli. Nýlega varð banaslys í
Danmörku, er skot frá dúfna-
veiðara missti marks og hljóp
í dreng, er stóð þar nálægt. í
Frakklandi eru þeir farnir að
nota þessa snjöllu aðferð, sem
Monroe — Bardot — Cardinale.
Fyrst var það MM, síðan kom
BB og nú er það CC. Claudia
Cardinale er á stöðugri uppleið
og kvikmyndadómarar hafa sett
hana á lista yfir þá leikara, sem
enn verða á toppnum eftir tíu
ár.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
„Konan mín skilur mig ekki.‘‘
Sænski soldátinn, Leif Aldén,
sem sendur var í Gæzlulið Sam-
einuðu þjóðanna á Kýpur, hefur
eflaust búizt við að finna þar
tóma fjandmenn, sem hann gæti
svo lumbrað á. En annað varð
uppi á teningnum í hreppi Mak-
ariosar. Þar var fyrir 17 ára
grísk stúlka, Maria Paulou, sem
sigraði hug og hjarta hins
norræna hermanns, og innan
skamms opinberuðu þau trúlof-
un sína. -— En einn böggull fylg-
ir þó skammrifi; hvorugt þeirra
skilur annars mál, svo þau hafa
hingað til orðið að notast við
túlk.
VIKAN 53. tbl.
17