Vikan - 30.12.1964, Page 18
Vinyl plastáklæði er eins praktiskt og nokkurt áklæði
getur verið. Það líkist mjög leðri, en þolir miklu betur
hverskonar hnjask en leður. Notkun á því færist mjög
í vöxt. Hér eru þýzk stálhúsgögn og „eggið" eftir Arne
Jakobsen, yfirdekkt með vinyl.
Að þessu sinni birtum við myndir af ýmsum erlendum
nýjungum í sófum og stólum. Það verður aldrei um neina
kyrrstöðu að ræða á þessu sviði, sífellt er verið að
reyna eitthvað nýtt. Helzta breytingin upp á síðkastið
er sú, að nú er lögð meiri áherzla á þægindi en áður
og það er ef til vill eilítið þyngra yfir hægindunum en
var fyrir nokkrum árum. En fjölbreytnin hefur aldrei
verið meiri. Hér að ofan er nýjasta nýtt frá Dönum:
Dúnmjúkir stólar, yfirdekktir með svörtu leðri, en grind-
in úr palisander. Sófaborð og fótaskemlar úr sams-
konar grind næst á myndinni.
Jg — VIKAN 53. tbl.