Vikan - 30.12.1964, Page 24
gera svo vel og koma. Við skulum
fara heim til mín. Það þarf margt
að gera. Hann gekk fram á gang-
inn og beið þar og sneri baki að
þeim og horfði út yfir teinana..
Þegar stúlkan kom út, gekk hann
niður eftir ganginum án þess að
líta um öxl. Bond fylgdist með stúlk-
unni, bar þungu töskuna og litlu
skjalatöskuna sína.
Þau gengu niður eftir lestarpall-
inum og inn á járnbrautarstöðina.
Þegar út kom hinum megin, opn-
aði maðurinn afturhurðina á hrör-
legum Morris Oxford saloon. Sjálf-
ASTARKVEBJU
FRA
ROSSIANDI
Framhalds-
sagan
Eftir
lan
Fleming
15. hluli
MaSurinn fór í innaná-
vasann á jakkanum
sínum og kom meS
slitiS veski, sem virtist
geyma mikiS af
peningum. Hann dró
upp úr því nafnspjald
og rétti Bond. Þar
stóS Captain Norman
Nash og í vinstra horni
aS neSanverSu, Royal
Automobile Club.
Nú sat hún og var hrædd. Hrædd
við netið, sem hún var flækt í.
Hrædd við, hvað gæti hafa legið
bak við lýgina, sem hún hafði ver-
ið fyllt af í Moskvu — framar öllu
öðru hrædd um, að hún myndi tapa
þessum manni, sem svo skyndilega
hafði komið með Ijós inn í líf henn-
ar.
Það var barið að dyrum, Bond
reis á fætur og opnaði. Frísklegur
og glaðlegur maður, með hin bláu
augu Kerims og ógreiddan hár-
makka yfri brúnu andliti, ruddist
inn í klefann.
— Stefán Trempo, yður til þjón-
ustu, sagði hann og stóra brosið
náði til þeirra beggja. — Venjulega
er ég bara kallaður Tempo. Hvar
er foringinn?
— Fáið yður sæti, sagði Bond.
Ég mætti svo sem hafa vitað það,
sagði hann við sjálfan sig, þetta
er enn einn af sonum Darkos.
Maðurinn horfði hörkulega á þau,
hvort um sig. Svo settist hann var-
lega á milli þeirra. Á andliti hans
var ekkert að sjá. Björt blá aug-
un störðu á Bond og í þeim vott-
aði fyrir ótta og tortryggni. Hann
renndi hendinni, eins og af til-
viljun, ( frakkavasa sinn.
Þegar Bond hafði lokið máli sínu
stóð maðurinn upp. Hann spurði
engra spurninga. — Þakka yður
fyrir, sir, sagði hann, — Viljið þið
ur settist hann undir stýri. Hann ók
eftir hálfauðum götunum, þar til
þau komu að stórri íbúðarblokk.
Hann vísaði þeim upp tvo stiga og
ilmur Balkanskagans umlukti þau.
Lyktin af mjög gömlum svita, sígar-
ettum, reyk og hvítkáli. Hann opn-
aði íbúðardyrnar með lykli og vís-
aði þeim inn í tveggja herbergja
íbúð með hlutlausum húsgögnum
og þungum og fyrirferðarmiklum
rauðum plussgluggatjöldum, sem
dregin voru til hliðar svo út um
gluggann sást glugginn í næsta
húsi.
Á hliðarborði stóð bakki með
nokrkum óuppteknum flöskum,
glösum og diskum með ávöxtum og
kexi — hressing handa Darko og
vinum Darkos.
Tempo bandaði með hendinni (
áttina að bakkanum. — Gerið þér
svo vel, sir. Reynið að láta fara
vel um yður og Madame. Það er
baðherbergi hérna. Ég efast ekki
um, að þið viljið bæði komast (
bað. Viljið þið hafa mig afsakað-
an andartak, ég þarf að hringja.
Hökrusvipurinn á andlitinu var að
24 — VIKAN 53. tbl.