Vikan - 30.12.1964, Síða 28
Framhaldssagan 29. hluti
eftir Serge og Anne Golon
Þegar Angelique fann rakan munn hans tók hún að brjótast um
til að losna úr faðmlaginu. Belti og bryddingar einkennisbúningsins
meiddu hana í brjóstin. Að lokum tókst henni að losa sig, og flýtti
sér að breiða rifna blússuna yi'ir axlir sínar eins vel og hún gat.
Hún sá í svip glitra á langan, mjóan rýting í hendi hans. Svo kom
vopnið þjótandi yfir dýrin á vellinum. Angelique stökk til hliðar og
dró Calembredaine með sér. Blaðið þaut nokkrum sentimetrum frá
hálsi hans og lenti í öðrum manni. aðurinn sveiflaði út höndunum og
skikkjan blakti eins og fiðrildisvængir. Svo hneig hann til jarðar.
Þetta var neistinn, sem olli sprengingunni á markaðninum við Saint-
Germain.
61. KAFLI
Um miðnæturskeiðið var Angelique varpað í fangelsið í Chatelet,
ásamt tug annarra kvenna. Tvær þeirra voru úr hópi Calembredaine.
Þegar þungu dyrnar skullu á hælum hennar, fannst henni hún enn
heyra hrópin i mannfjöldanum, ópin í betlurunum og bölvið i glæpa-
mönnunum, sem engdust spriklandi í þéttriðnu neti lögreglumanna
og hermanna, sem höfðu komið svo vagnhlössum skipti niður á mark-
aðssvæðið.
— Nú sitjum við glæsilega í því, sagði gömul skækja. — Er það ekki
eftir heppninni minni! 1 eina skiptið, sem ég fer burt frá Galtigny, og
um leið nappa þeir mig! Mér kæmi ekki á óvart, þótt þeir settu mig
í gapastokkinn, fyrir að hafa ekki verið á mínum stað.
— Er sárt að vera settur í gapastokkinn? spurði telpuhnokki.
— Drottinn minn! Ég er ennþá blá og bólgin eftir það. Og þegar
böðullinn setti mig i hann, hrópaði ég: — Góði Jesú! Heilög María!
Hafið miskunn með mér!
— Þeir settu holað horn ofan í mig og helltu i það nærri sex kötlum
af köldu vatni, sagði önnur. — Ef það hefði nú aðeins verið vín! Ég
hélt að ég myndi springa! Svo drösluðu Þeir mér og settu mig fyrir
framan eldinn i Chatelet til að reyna að lífga mig við aftur.
Angelique hlustaði á raddirnar, sem komu út úr illa þefjandi myrkr-
inu. Sú hugmynd, að hún yrði ef til vill að þola pyndingar, hvarflaði
ekki einu sinni að henni. Það komst ekki nema ein hugsun að: Dreng-
irnir mínir, hvað verður um þá? Hver ætli líti eftir þeim? Kannske
þeir gleymist í turninum. Og rotturnar éti þá. . . .
Þó það væri ískalt og rakt í svartholinu, bogaði svitinn af enni henn-
ar. Hún sat á gólfinu sem aðeins var hulið með gömlum hálmi, og hall-
aði sér upp að veggnum; vafði handleggjunum utan um hnén og reyndi
að skjálfa ekki, meðan hún leitaði að einhverju, sem gæti róað huga
hennar. Einhver kvennanna hlýtur að lita eftir þeim. Þær eru kæru-
lausar og hirðulausar, en þær muna að gefa börnum sínum brauð.
Þær hljóta að gefa mínum líka. Og ef Marquise des Polacks er þar,
kemur ekkert fyrir þá....
En hafði ekki Nicholas náðst líka? Angelique minntist aftur þessara
skelfilegu andartaka, þegar hún þaut frá einum staðnum til annars,
til þess að losna úr blóðugum bardaganum, en rakst allsstaðar á vegg
hermanna og lögregluliða.
Hún reyndi að sannfæra sig um, að Marquise des Polacks hefði yfir-
gefið markaðssvæðið, áður en ósköpin dundu yfir. Þegar hún sá hana
síðast, var Marquise des Polacks að draga með sér ungan sveitadreng í
áttina að bökkum Signu. En þau gætu hafa stanzað einhversstaðar á
leiðinni, kannske i búð, kannske til að fá sér glas á einhverri kránni.
Með því að beita öllu sínu viljaþreki, tókst Angelique að sannfæra
sjálfa sig um, að Marquise des Polacks hefði ekki náðst, og Þessi hugsun
róaði hana lítið eitt. Úr djúpum sálar hennar kom lítil bæn, sem að lok-
um náð: til varanna, og gleymd bænarorðin komu ósjálfrátt fram í hug-
ann á ný:
— Góði guð, miskunnaðu þeim! Gættu þeirra, heilög María. Ég sver.
að ef drengirnir minlr bjargast, skal ég rlfa mig upp úr skltnum. Ég
skal forða mér frá þessum félagsskap þjófa og glæpamanna. Ég skal
reyna að vinna fyrir mér og drengjunum minum með mínum elgin
höndum....
Hún minntist blómasölukonunnar og gerði nýjar áætlanir. Henni
fannst tíminn ekki eins lengi að líða.
Um morguninn hringlaði í lyklum og lásum, og dyrnar opnuðust. Varð-
stjórinn beindi kyndilljósi í áttina til þeirra. Dagsljósið, sem kom í
gegnum kýraugað á sex feta þykkum veggnum, var svo dauft, að varla
sást handaskil í klefanum.
— Hér hafið þið nunnurnar, piltar minir, hrópaði lögregluliði kampa-
kátur. — Komið hingað, stúlkur. Þetta lítur út fyrir að vera góð upp-
skera.
Þrir varðmenn í viðbót komu inn og stungu blysinu í hring á veggn-
um. — Komið nú, stúlkur minar, og verið þið nú þægar. Einn mann-
anna dró skæri fram undan skikkju sinni.
— Taktu af þér frolluna, sagði hann við stúlkuna sem stóö næst dyr-
unum.
— Uss! Grátt hár! Allt í lagi, við getum alla vega fengið nokkur sous
fyrir það. Ég þekki rakara yfir á Piace Saint-Michel, sem notar grátt
hár í ódýrar hárkollur fyrir gamla skrifstofumenn.
Hann klippti af henni gráa hárið, batt utan um það snærisspotta og
fleygði því í körfu. Félagar hans rannsökuðu höfuð hinna kvennanna.
— Það er ekki til mikils að klippa mig, sagði ein þeirra. Þið rökuðuð
allt af mér fyrir aðeins stuttu.
— Já, það ert Þú, sagði glaðklakkalegi vörðurinn. — Ég man eftir
þér, hi, hí, hí! Það er eins og þú sért hrifin af þessu gistihúsi!
Einn þeirra nálgaðist Angelique. Hún fann hrjúfa hönd gripa eftir
hári hennar.
— Hæ, strákar! hrópaði hann. — Hér ber vel í veiði! Komið með
blysið svolítið nær, svo við getum séð þetta betur.
Östöðugur blysloginn varpaði gullnum bjarma á hár Angelique, sem
féll laust um herðar hennar, þegar varðmaðurinn leysti af henni höfuð-
búnaðinn. Varðmennirnir blístruðu af ákafa.
— Þetta er alveg ljómandi. Þetta getum við selt Maitre Binet á rue
Saint-Honoré. Hann er ekki smásmugulegur með verðið, en hann er
smásmugulegur með gæðin. Farðu með þetta bölvað rusl, segir hann
oftast nær, þegar ég kem með hár til hans. Ég geri ekki koilur úr orm-
étnu hári. En að þessu sinni getur hann ekki sett sig á háan hest.
Angelique greip báðum höndum um höfuðið. Þeir gátu ekki ætlað að
klippa af henni hárið. Það var ómögulegt!
— Ó, nei! Gerið það ekki! sagði hún. En harðir hnefar slógu hendur
hennar frá.
— Jæja ,stúlka min, þú hefðir þá ekki átt að koma til Chatelet, ef þú
vildir halda þessum lagði þinum. En við verðum líka að lifa eða hvað?
Og vægðarlaust klipptu skærin lokkana, sem Barbe hafði burstað af
svo mikilli nákvæmni fyrir aðeins stuttu síðan. Þegar varðmennirnir
voru farnir, strauk hún skjálfandi hendi yfir nakið höfuð sitt. Það
virtist allt í einu svo undarlega lítið og létt.
— Fástu ekki um það, sagði ein kvennanna. — Það sprettur aftur.
Það er að segja, ef þú gætir þess að láta ekki ná þér aftur. Þvi þessir
varðmenn eru andskotans smásmugur. Hár er selt á góðu verði núna í
París, þegar allir vilja hafa hárkollur.
Unga konan hnýtti höfuðfatið á sig án þess að svara. Félagar hennar
héldu að hún væri að gráta vegna þess að hún sæi svona eftir hárinu.
En hún hafði gleymt því. Það skipti ekki máli. Það eina, sem máli skipti,
voru örlög barnanna.
Klukkustundirnar læddust hjá með óþolandi hægð. Klefinn, sem þeim
hafði verið smalað inn í, var svo lítill, að þær gátu varla dregið and-
ann. Ein kvennanna sagði, að það væri góðs viti, að þeim var hrúgað
inn í þennan klefa. Þessi klefi var kallaður „millibilið". Hann var not-
aður til þess að hýsa Þá, sem óvíst var hvort ætti að halda föngnum
eða ekki.
— Þegar allt kemur til alls, vorum við ekkert að gera af okkur, þegar
við vorum teknar. Við vorum á markaðinum eins og allir aðrir. Og
tókuð þið eftir því, að þeir leituðu ekki á okkur? Það er vegna þess
að kvenverðirnir I Chatellet voru einnig á markaðinum til að skemmta
sér.
— Það var lögreglan líka, sagði önnur skækja fýlulega.
Angelique snerti hníf Rodogone Egypzka undir blússu sinni.
— Það var heppilegt að þeir skyldu ekki leita á okkur, sagði konan
aftur.
— Þeir eiga áreiðanlega eftir að gera það, vertu viss, hreytti hin út
úr sér.
Fæstar kvennanna voru bjartsýnar um örlögin. Þær sögðu sögur af
föngum, sem höfðu verið lokaðir inni í tíu ár, án þess að nokkur hefði
munað eftir þeim. Og þær, sem voru kunnugar i Chatellet, lýstu hinum
ýmsu deildum fangelsisins. Þar var svarthol, sem kallað var „Endir
þægindanna", fullt af óhreinindum og skriðdýrum, þar sem loftið var
svo fúlt, að ekki var einu sinni hægt að láta loga á kerti. „Sláturhúsið",
sem svo var kallað vegna þess, að það var alltaf fullt af ógeðslegri lykt-
inni frá sláturhúsinu, sem var við hliðina. „Hlekkjasalurinn", stór
salur, þar sem fangarnir voru hlekkjaðir hver við annan, og þar fram
eftir götunum.
Það vottaði enn fyrir daufri dagsbirtunni inn I gegnum kýraugað
með rimlunum. Það var ómögulegt að geta sér til um, hvaða tími dags-
ins væri. Gömul kona fór úr gauðslitnum skónum sínum, reif naglana
úr sólanum og stakk þeim I gegnum sólann hinum megin frá, með odd-
ana niður. Hún sýndi félögum sínum þetta vopn og ráðlagði þeim að
gera eins, svo Þær gætu drepið rotturnar, sem kæmu fram úr fylgsnum
sínum um nóttina.
Um miðdegisleytið voru dyrnar hinsvegar opnaðar og fangarnir
leiddir í gegnum endalausa ganga að stórum sal, klæddum bláum vegg-
teppum, skreyttum með gulum blómum.
Fjarst 1 salnum, á palli, sem var hálfhringur að lögun, var einskonar