Vikan - 30.12.1964, Side 29
prédikunarstóll úr útskornum vifii, og bak við hann var málverk, sem
sýndi Krist á krossinum. Maður í svartri skikkju með hvítt um háls-
inn og hvíta hárkollu sat við predikunarstólinn. Annar sat við hlið hans
með þykkan bunka af pergamentskjölum í höndunum. Þetta var borgar-
stjóri Parísar og skrifari hans.
Ein eftir aðra vom konurnar leiddar að borði, þar sem hirðritari
skrifaði niður nöfn þeirra. Það kom á Angelique þegar hún var spurð
nafns. Hún átti ekki lengur nafn. Að lokum sagðist hún vera kölluð Anne
Sauvert og tók sér þar með upp nafn þorps skammt frá Monteloup.
Dómurinn var kveðinn upp í fljótheitum. Það var mikið að gera i Chat-
ellet þennan dag. Það var ekki hægt að liggja yfir einhverju einu. Eftir
að hafa lagt nokkrar spurningar fyrir hverja um sig, las borgarritar-
inn upp dóminn og lýsti því yfir að allar „ofannefndar persónur væru
dæmdar til að hýðast opinberlega og yrðu síðan fluttar til aðalsjúkra-
hússins, þar sem heiðarlegar konur myndu kenna þeim að sauma og biðj-
til guðs“.
— Við sleppum billega, hvíslaði ein af skækjunum að Angelique. —
Aðalsjúkrahúsið er ekki eins og fangelsi. Það er vinnuheimili. Þú ert
flutt þangað með valdi, en svo er enginn vörður þar. Það er ekki va?ídi
að flýja þaðan.
Þessu næst voru um tuttugu konur fluttar inn í geysistóran sal á
neðstu hæð og varðmennirnir létu þær raða sér í röð meðfram veggnum.
Dyrnar opnuðust, og mjög hár grófgerður hemaður gekk inn. Hann var
með fallega, brúna hárkollu yfir rjóðu andliti, sem svart yfirskegg skipti
í tvennt. Blá skikkja hans strengdist yfir feitar axlirnar, breitt beltið
yfir ístruna, föt hans voru meir og minna brydduð með gulli og sverð
hans prýtt á sama hátt. Hann var ekki alveg ósvipaður Stóra Matthieu,
en vantaði glaðlyndi hans og léttleik. Djúpstæð augu hans undir loðnum
augabrúnunum voru lítil og hörð.
Hann var i háhæla stígvélum, og jók þannig enn við hrikalega hæð
sína. ■—■ Þetta er varðstjórinn, hvíslaði skækjan aftur að Angelique. —
Ó, hann er hræðilegur! Hann er kallaður mannætan.
Mannætan gekk meðfram kvennaröðinni og lét sporana dragast við
steingólfið.
— Jæja, truntur, þið skuluð aldeilis fá sólbað. Svona úr þessum jökk-
um. Og þær sem æpa of hátt, ættu að gæta sín, þær fá sérstakt högg
fyrir að öskra.
Þær kvennanna, sem fyrr höfðu kynnzt svipunni, fóru hlýðnar úr
blússunum. Þær, sem ekki voru í blússum, létu efri hluta klæða sinna
falla niður yfir pilsin. Varðmennirnir sneru sér að þeim, sem hikuðu,
og gerðu þær miskunnarlaust naktar að mittisstað. Einn þeirra reif
blússu Angelique um leið og hann reif frá baki hennar. Hún flýtti sér
að fara úr afganginum af tætlunum, af ótta við að upp kæmist um rýt-
inginn.
Varðstjórinn gekk fram og aftur og virti konurnar vandlega fyrir
sér. Hann staðnæmdist frammi fyrir þeim yngri og það brá fyrir glampa
í litlum, grísalegum augum hans. Að lokum benti hann á Angelique.
— Farið með hinar burt, sagði varðstjórinn. — Og dragið ekki af
ykkur. Hvað eru þær margar?
— Tuttugu Monsieur.
— Nú er klukkan fjögur. Verið búnir með þær, áður en sól er setzt
— Já, Monsieur.
Varðmennirnir smöluðu konunum út. Svo lokuðust dyrnar aftur. Ange-
lique var ein með varðstjóranum. Hún leit undrandi og spennt á hann.
Hversvegna var hún ekki látin deila örlögum með félögum sínum?
Átti að setja hana aftur í fangelsi?
Það var Iskalt I salnum, og veggirnir rakir af sagga. Þótt ennþá
væri dagskíma úti, var tekið að skyggja, og það hafði þegar verið kveikt
á kyndli inni í salnum. Angelique skalf og krosslagði handleggina yfir
brjóstin, ekki vegna kuldans, heldur til að skýla þeim fyrir gráðugum
augum mannætunnar.
Hann gekk nær henni með þungum skrefum og hóstaði.
— Jæja, kjúklingurinn minn, langar þig raunverulega til að láta flá
þetta fallega, hvíta bak þitt?
Þegar hún svaraði ekki, hélt hann áfram:
— Svaraðu mér! Langar þig til þess?
Angelique gat ekki með sanni sagt að hana langaði til þess, svo hún
ákvað að hrista höfuðið.
— Jæja, kannske við getum þá gert eitthvað í málinu, sagði varð-
stjórinn með sykursætri röddu. — Það var slæmt að skemma svona
fallegan kjúkling. Við gætum kannske náð samkomulagi?
Hann setti einn íingur undir höku hennar og lyfti upp höfðinu. Svo
blístraði hann af aðdáun.
— Pú! En falleg gægjugöt! Mamma þín hlýtur að hafa drukkið margar
fötur af absintu, meðan hún gekk með þig. Svona, brostu nú.
Með feitum fingrum strauk hann um háls hennar og ávalar axlir.
Hún hörfaði undan, og það fór um hana skjálfti. Hann skellihló. Græn
augu hennar störðu fast á hann.
— Eigum við ekki að semja? sagði hann. — Þú kemur með mér heim
til mín. Á eftir íerðu til hinna, en þú verður ekki barin.... Ertu ánægð?
Hann rak aftur upp skellihlátur og dró hana svo að sér með sterkum
handleggjum og tók að kyssa hana á andlitið blautum og gráðugum
kossum.
Þegar Angelique fann rakann munn hans, tók hún að brjótast um
til að losna úr faðmlaginu. Belti og bryddingar einkennisbúningsins
meiddu hana í brjóstin. Að lokum tókst henni að losa sig, og flýtti sér
að breiða rifna blússuna yfir axlir sínar eins vel og hún gat.
— Hvað er þetta? spurði risinn undrEindi. — Hvað hefur komið yfir
þig? Skilurðu ekki, að ég er að reyna að forða þér undan hýðingu?
— Ég þakka yður kærlega fyrir, sagði Angelique ákveðin. — Ég vil
heldur vera hýdd.
Munnur mannætunnar galopnaðist, yfirskeggið skalf og hann varð
eldrauður, eins og hálsvöðvar hans væru að kyrkja hann.
— Hvað — hvað ertu að segja?
— Ég vil heldur vera hýdd, sagði Angelique aftur. — Hans hágöfgi
borgarstjórinn i Paris hefur dæmt mig, og ég ætla ekki að koma mér
undan dómi.
Hún gekk ákveðin í átt til dyra. 1 einu skrefi var hann kominn til
hennar og þreif um háls hennar.
Góði guð, hugsaði Angelique. Aldrei skal ég aftur taka um hálsihn
á kjúklingunum, það er hræðileg tilfinning!
Varðstjórinn virti hana vandlega fyrir sér.
— Þú ert undarlegur kvenmaður, sagði hann dálítið andstuttur. —
Fyrir þetta, sem þú sagðir, gæti ég kaghýtt þig með flötu sverði mínu
og skilið þig svo eftir hér á gólfinu til að bíða dauða þíns, en mig lang-
ar ekki að meiða þig. Þú ert falleg og vel vaxin. Þeim mun meira, sem
ég horfi á þig, þvi hrifnari verð ég. Það væri kjánalegt, ef við tvö gætum
ekki komizt að samkomulagi. Eg get gert þér greiða. Hlustaðu, ekki
kjökra! Vertu góð við mig, og svo, þegar þú kemur aftur til hinna,
getur vel verið að verðirnir, sem fylgjast með ykkur, verði eitthvað
annars hugar....
1 svip kom Angelique auga á undankomuleið. Andlit Florimonds og
Cantors dönsuðu fyrir augum hennar.
Svo leit hún á ruddalega, rauða andlitið, sem hallaðist yfir hana.
Það var ómögulegt! Hún gæti aldrei gert það! Þar að auki var hægt
að komast út úr aðalsjúkrahúsinu. Hún gæti jafnvel reynt á leiðinni
þangað....
— Ég vil heldur fara á aðalsjúkrahúsið! hrópaði hún utan við sig.
— Eg vil heldur....
Um leið var eins og öllum árum vítis hefði verið sleppt lausum. Hann
hristi hana svo harkalega, að hún náði ekki andanum, og lét formæling-
arnar dynja yfir hana. Svo sá hún opnar dyr fyrir framan sig og fann,
að henni var fleygt í gegnum þær.
— Hýðið þessa helvítis meri, þangað til húð hennar hangir í tætlum,
öskraði varðstjórinn.
Svo skellti hann dyrunum svo fast, að allt lék á reiðiskjálfi.
Angelique lenti mitt í hópi varðmanna, sem voru að koma á nætur-
vaktina. Flestir voru friðsamir verkamenn og verzlunarmenn, sem að-
eins gengust undir þetta starf af kvöð. Þeir voru einmitt að draga fram
spilin sín og pípurnar, þegar þessari hálfnöktu stúlku var fleygt inn
í miðjan hóp þeirra. Varðstjórinn hafði öskrað skipun sina svo hátt og
snöggt, að enginn hafði gripið hana.
— Ein enn, sem okkar höfðinglyndi varðstjóri hefur refsað i einrúmi,
sagði einn þeirra. — Það væri synd að segja, að ástin gerði hann blíðan.
— Honum verður samt vel til kvenna. Hann er aldrei einmana um
nætur.
— Andskotinn vorkenni honum. Hann velur þær úr hópi fanganna
og lætur þær velja á milli fangelsisins og rúmsins hans.
— Ef borgarstjórinn vissi um þetta yrði hann ekki blíður á mann-
inn.
Angelique brölti á fætur. Hún var marin og hrufluð. Varðmennirnir
horfðu gáðlátlega á hana. Þeir tróðu í pípur sínar og stokkuðu spilin.
Hægt og hikandi gekk hún að dyrunum út úr varðstofunni. Enginn
hindraði för hennar. Svo var hún komin út í bogagöngin út að rue
Saint-Leufroy, milli rue Saint-Denis og Pont-au-Change.
Fólk kom og fór. Angelique skildi, að hún var frjáls, og tók til íót-
anna.
62. KAFLI
— Uss! Marquise des Anges — Bíddu! Farðu ekki lengra!
Rödd Marquise des Polacks stöðvaði Angelique, þegar hún nálgaðist
Nesle turninn. Hún snérist á hæl og sá stúlkuna í dimmu húsaskoti.
Hún gekk til hennar.
— Jæja, stúlka mín, andvarpaði hún. — Það er þokkalega komið
fyrir okkur!
— Af hverju hindrarðu mig í að fara til Nesle turnsins?
— Vegna þess, að Rodogone Egypzki og allur hópur hans er þar.
Angelique fölnaði. Marquise des Polacks hélt áfram.
— Þú hefðir átt að sjá, þegar þeir ráku okkur út! Við fengum ekki
einu sinni tíma til að taka fötin okkar! Samt heppnaðist mér að ná með
mér skrininu þínu og apanum. Það er hvorttveggja í rue-du Val d’Amour.
í húsi, þar sem Fallegi Strákur á vini og geymir stúlkurnar sínar.
— Hvar eru börnin mín? spurði Angelique.
— Það veit enginn, hvað hefur orðið af Calembredaine, hélt Marquise
des Polacks áfram. — Kannske að hann sé í fangelsi.... Kannske hann
hafi verið hengdur.... Sumir segjast hafa séð hann stökkva í Signu.
Hann getur hafa komizt út úr borginni.. ..
— Mig varðar ekki hætis hót um Calembredaine, sagði Angelique
milli samanbitinna tannanna.
Hún greip um axlir konunnar og gróf neglur sínar í hörund hennar.
— Hvar eru börnin mín?
Marquise des Polacks starði á hana með svörtum augum, svo leit hún
undan.
— Ég vildi ekki, að þeir gerðu það, ég segi það alveg satt.... en
hinir voru yfirsterkari....
— Hvar eru þeir, endurtók Angelique með hljómlausri röddu.
— Rotni Jean tók þá með öllum hinum börnunum, sem hann fann þar.
— Fór hann með þá til.... Faubourg Saint-Denis?
— Já, það er að segja, hann tók Florimond. Ekki Cantor. Hann sagði,
að hann væri of feitur til þess að Það þýddi nokkuð að leigja hann
betlurum.
— Hvað gerði hann við hann?
— Hann.... Hann seldi hann. Já, fyrir 30 sous.... Einhverjum bó-
hemistum....
— Hvar eru Þessir bóhemistar?
— Hvernig ætti ég að vita Það, sagði Marquise des Polacks og setti
upp þóttasvip. — Dragðu inn klærnar, kisa mín, ef þú ætlar ekki að
meiða mig.... Hvað á ég að segja Þér? Þetta voru bóhemistar. . .. og
þeir voru að fara. Þeir fengu nóg af orrustunni í nótt. Þeir urðu að yfir-
gefa París.
Framhald. á bls. 48.