Vikan


Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 30.12.1964, Blaðsíða 33
Þorp vonleysisins Framhald af bls. 23. Bitið er svo sórsaukalaust, að fórn- ardýrið gerir sér sjaldnast Ijóst, að það hafi verið bitið. Óafvitandi nudda þeir samt yfir staðinn sem bitinn var, klæjar kannske smá- vegis, og hjálpa þannig sýklinum að komast inn í blóðið. Annað hvort fer sýkillinn því beina leið inn þar sem bitið var, eða kemst ( augnakrókinn og á þar greiða leið inn f æð. Sýkillinn æxlast með skiptingu, mjög svo ört. Innan viku hefir hann fyllt og brýtur nú af sér það byrgi, sem hann hafði í fyrstu hreiðrað um sig í. Og nú fara fyrstu einkenni sjúkdómsins að koma í Ijós. Bólga í kringum augun, oft svo svæsin að augnalokin lokast alveg. Sótthiti og svimaköst koma þar á eftir. í sumum tilfellum, sér- staklega þegar um börn er að ræða, fær sjúklingurinn áráð og innyflin bólgna mjög. Á þrem til fjórum vikum hefir sýkillinn grafið sig inn í hajrtavöðvana og veldur skæðum hjartasjúkdómi sem Mycar- ditis nefnist. Dr. Carlos Chagas jr. er próf- essor í lífeðlisfræði við Háskóla Brasilíu. Faðir hans var hinn kunni sýklafræðingur er fann orsök sjúk- dóms þessa árið 1909. Dr. Chagas segir: „Þetta er mjög hættulegt tímabil sjúkdómsins. Um það bil 15 af hundraði sjúklinganna deyja á þessu tímabili." Meirihluti sjúklinga kemst þó lifandi gegnum þetta stig sjúk- dómsins, og næst tekur við, það sem sérfræðingar kalla hið lang- vinna, eða „króniska" stig. Bólg- an hjaðnar, og hitinn hverfur. Samt sem áður halda sýklarnir áfram að skipta sér, (æxlast) inni í líkamanum. Smám saman, hægt og bítandi veikja þeir líkamann, þeir ráðast á og eyðileggja fínar taugar meltingarfæranna, enda- þarmsins og hjartans. Að lokum, jafnvel 10 til 15 árum eftir að „rakarinn" réðst fyrst á fórnardýr sitt, þrýtur öll líkamsmótstaða. Dauðinn kemur snögglega og er sársaukalaus. Þegar sá er þetta ritar, og Ijós- myndarinn, John Bryson, flugu til norðurs frá Rio de Janeiro, og stefndu til borgarinnar Montes Claros, komu okkur í hug orð læknis nokkurs: „Það er ekki svo hættulegt að fara til Itacambira, svo fremi þið gætið ykkar vel," sagði hann. „Nuddið ykkur ekki utan í veggi moldarkofanna, og umfram allt, haldið ykkur utan dyra eftir að dimmt er orðið." Farartæki okkar frá Montes Clar- os til Itacambira var jeppi, og veg- urinn var sá versti sem ég hefi komizt í kynni við. Þegar við nálg- uðumst þorpið sáum við fyrst rað- ir af kofum með stráþökum, og glitraði mjög sérkennilega á jörð- ina í sólskininu. Árið 1698 þegar portúgalskir landkönnuðir fyrstir manna komu til þessa ónumda lands, héldu þeir sig þarna hafa fundið smaragða og gimsteina. „En sjáið", sagði leiðsögumaður okkar, „þetta eru aðeins gljástein- ar." Við aðalgötu þorpsins stóð heimili bóndans Manuel Ribeira. Er við komum þar inn sat hann á bekk. Hann var hávaxinn, þunn- leitur maður, skeggjaður og ber- fættur, og snjáð skyrtan hans var óhneppt niður í mitti. Hann sagð- ist álíta að hann hefði orðið fyrir biti. Hann var þegar orðinn þreytt- ur, og kvaðst ekki hafa neina löng- un til að yrkja jörð sína, a.m.k. ekki um hádaginn. Um leið og hann talaði gotraði hann augun- um öðru hvoru út í horn þessa hálf dimma herbergis, þar sem fjögur af níu börnum hans léku sér í moldinni og skítnum. Já, það var ekki ólíklegt að þau hefðu þegar orðið fyrir biti, en ekki vissi hann það með vissu. Um skeið hafði hann kveikt á kertum við rúm- stæði barnanna á kvöldin, til þess að hræða burt „rakarana", en nú voru öll kerti upp urin. Samt vildi Manuel ekki yfirgefa þorpið. „Þetta er góður staður," sagði hann. Og svo bætti hann við, að því er virt- ist áhugalaus með öllu: ^Það mundi kosta stórfé að fara." Segja má að fjölskyldur Manuel Ribeira, Lucio Bemquerer og Seb- astio Amaral séu nokkurskonar fangar í þessu umhverfi sýkingar- hættunnar, fangar fátæktar, sinnu- leysis, og einhverrar undarlegrar átthagaástar, sem bíða þolinmóðir sinna örlaga, sem segja má að séu þegar ráðin og verði vart nema á einn veg. En það eru ekki aðeins íbúar þessa þorps. Ótölu fjölda íbúa annarra smáþorpa í Brasilíu eru búin sömu örlög. Árið 1960 gat Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin sér þess til að um sjö milljónir Suður-Ameríkubúa (þeirra á meðal 4 milljónir Brazilíubúa) hafi þegar tekið veiki þessa, og þeir bæta því við að tala þeirra sem átt geti á hættu að sýkjast nálgist 35 milljóinr. Nokkurra til- fella Chagas-veikinnar, en svo hef- ir hún stundum verið nefnd, hefir jafnvel orðið vart í suðvestur hluta Bandaríkja Norður-Ameríku. Rann- sóknir hafa nýlega leitt í Ijós, að tíu tegundir þessara sýkilbera, allt „skyldfólk" rakarans" og álíka hættulegir, geta sem bezt þrifizt í Texas, Arizona og California. „Þessi sjúkdómur er eitt mesta heilbrigðisvandamál Suður-Amer- íku", segir dr. Chagas. „Ef hann Ef þér viljið veita yður og gestum yðar úrvals máltíð- ir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ r r nyari I iJ VIKAN 53. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.