Vikan


Vikan - 30.12.1964, Síða 47

Vikan - 30.12.1964, Síða 47
í hinum enda gangsins skelltust dyr. Það heyrðist ekkert fótatak, en allt í einu sveiflaðist rautt og gullið andlitið í glugganum. — Fyrirgefið mér. — Gætuð þér lánað mér eldspýtu? — Ég nota nú kveikjara. Bond dró upp gamla Ronson kveikjarann sinn og rétti honum. — Ennþá betra. — Þangað til þeir bila. Bond horfði [ andlit mannsisn, bjóst við brosinu, sem venjulega fylgdi þessum barnalega leik. Það vottaði fyrir brosi um þykk- ar varirnar, en í fölbláum augun- um var ekkert Ijós. Maðurinn var farinn úr regn- frakkanum sínum. Hann var í göml- um, rauðbrúnum tweedjakka við flannelbuxurnar, fölgulri Viyella sumarskyrtu með hið dökkbláa og rauðröndótta hálsbindi brezkra verkfræðinga. Það var bundið [ Windsorhnút. Bond vantreysti öll- um sem bundu hálsbindið sitt með Windsorhnút. Það sýndi of mikið pjatt. Það var oft merki um heiguls- hátt. En Bond ákvað að sleppa öll- um hleypidómum. Signethringur úr gulli glitraði á litla fingri hægri handar, sem hélt um handriðið á járnbrautarganginum. Hornið á rauðum vasaklút stóð upp úr brjóst- vasa mannsins. Á vinstra úlnlið var gamalt silfurarmbandsúr með gamalli leðuról. Bond þekkti þessa manngerð — fyrst í gagnfræðaskóla — og svo í stríðið. Svo vissi hann ekkert, hvað hann átti að gera, svo hann hafði ílengzt í hernum. I fyrstu var hann í herlögreglunni. Síðan, þegar æ fleiri sneru baki við hernum og sneru til annarra starfa, fylgdi stöðuhækkun í kjölfarið. Svo hafði maðurinn siálfsagt verið fluttur til Trieste, þar sem hann stóð sig vel. Þar vildi hann vera, til að forðast gauraganginn heima í Englandi. Sennilega átti hann vinkonu hérna eða hafði kvænzt ítalskri. Leyniþjón- ustan hafði þurft á manni að halda á litlum stöðum, eins og Trieste hafði orðið eftir stríðið. Þessi mað- ur var á lausu og þeir tóku hann. Hann gerði þessi nauðsynlegu störf — átti upplýsingamenn í ítölsku og júgóslavnesku lögreglunni og hjá leyniþjónustum þessara landa. Hann lifði góðu lífi og enginn gerði ráð fyrir neinu miklu frá honum. Svo hafði þetta komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Honum hlýtur að hafa brugðið, þegar hann fékk skeytið. Líklega var hann svo- lítið feiminn við Bond. Hann hafði undarlegt andlit. Það var einhvers- konar briálæði ( augunum, en þannig urðu þessir menn, sem unnu fyrir leyniþiónustuna erlendis. Það þurfti vissan skammt af briálæði, til þess að taka það að sér. Áreið- anlegur náungi, kannske svolítið heimskur, en gagnlegur í sínu starfi. M hafði tekið þann sem næstur var, til að fylgia honum eftir í lestinni. Allt þetta þaut í gegnum huga Bonds, um leið og hann virti fyrir sér manninn, föt hans og almenna framkomu. Svo sagði hann: — Gaman að sjá þig. Hvernig gerðist þetta? — Fékk skeyti. Seint í gærkvöldi. Persónulega frá M. Mér brá, get ég sagt þér, gamli minn. Undarlegur hreimur? Hvað var þetta? Vottaði fyrir írskum hreim — óvönduðum írskum hreim. Og eitthvað meira, sem Bond var ekki viss um hvað var. Ef til vill kom það af því að búa lengi erlendis og tala stöðugt erlend tungumál. Og þetta hræðilega „gamli minn", í endann. Það stafaði af feimni. — Eg get trúað því, sagði Bond í hlut- tekningartón. — Hvað stóð? — Hann sagði mér bara að fara á Austurlandahraðlestina á morgun og setja mig í samband við mann og stúlku, sem væru á leiðinni alla leið í gegn. Það var svolítil lýsing á því hvernig þið lituð út. Svo átti ég að fylgjast með þér og sjá um að þið kæmust alla leið. Það er allt og sumt, gamli minn. Var einhver vörn í röddinni? Bond gaut augunum útundan sér. Föl augun snerust og mættu hans. Það vottaði fyrir snöggri rauðri glóð í þeim. Það var eins og ör- yggisdyr á eldstó hefðu opnazt. Svo dó eldurinn út. Dyrnar innan í manninum höfðu skellzt aftur. Nú voru augun aftur ógagnsæ — augu mannsins, sem alltaf horfir inn i sig. Mannsins, sem aldrei horfir út í heiminn, heldur fylgist með öllu hið innra með sér. Jú, hann er brjálaður, hugsaði Bond og brá nokkuð við. Sprengjuáfall kannske eða Schizophrenia. Vesalings strák- urinn, með svona góðan skrokk. Einn góðan veðurdag fer hann áreiðanlega alveg yfir um. Brjálæð- ið tekur völdin. Það væri vissara fyrir Bond að vara yfirmann starfs- liðs við. Það væri rétt fyrir þá að láta framkvæma nákvæma læknis- skoðun á honum. Og hvað skyldi hann annars heita? — Jæ|'a, það er gott að þú ert kominn. Sennilega ekki mikið fyrir þig að gera. Við lögðum af stað með þrjá rauðliða á hælunum á okkur. Við erum lausir við þá. En það geta verið fleiri í lestinni. Eða komið fleiri. Og ég verð að koma þessari stúlku til London, án þess að lenda í vandræðum. Ef þú vildir bara vera svona á ferli í kring. 1 nótt er sennilega bezt fyrir okkur að vera saman og skipta vöktum. Þetta er síðasta nóttin, og ég vil ekki tefla á neina hættu. Meðal annarra orða. Ég heiti James Bond. Ferðast sem David Sommerset. Og það er Caroline Sommerset, sem er þarna inni. Maðurinn fór í innanávasann á jakkanum sinum og kom með slitið veski, sem virtist geyma mikið af peningum. Hann dró upp úr því nafnspiald og rétti Bond. Þar stóð Captain Norman Nash og í vinstra horni að neðanverðu, Royal Auto- mobile Club. Um leið og Bond stakk nafn- spjaldinu í vasa sinn, renndi hann Ferðaveski með Roll-on After Shave, talkumi og herrasápu. -O Hair-Cream, Talkum, Roll-on After Shave og „Close Shave" froSa. Krem Cologne fyrir herra, Roll-on After Shave, Hárkrem, Deodorant, Talkum og „Close-Shave" handa bezta vininum. -O Roli-on After Shave og Talk- um. v Krem Cologne fyrir herra, Roll-on After Shave og Talkum. O PRINCE GOURIELLI i ■•m Eu de Cologne krem — After Shave Lotion og Tonic Hair Groon í flöskum með málmhettum. <Z> After Shave Lotion í flöskum með málm- hettum. <zy After Shave Lotion og herrasápa í ferðahylki. VIKAN 53. tbl. — ^rj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.