Vikan


Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 21
Hnífsdalur stendur króaður í skjóli hárra fjalla. Brúin sú arna sem sjálfsagt man fífil sinn fegri, er í miðju plássinu. Hnífsdalur er einn hinna fáu staða hér á landi, sem orðið hefur hart úti af völdum snjóflóðs og nú í vetur kom tragidían í þetta þorp; heij skipshöfn fórst í sjó. Nálægðin við náttúruöflin er sterk og áþreifanleg þarna og fólkið er þróttmikið og beint í baki eins og’ gamla konan á myndinni. Er þetta ekki friðsældin sjálf, fjarri öllum skarkala, ys og þys og þó er þetta deyjandi ú þorp að því að sagt er: Súðavík. Það leynir sér ekki að þar er ekki sama uppbygging og á mörgum öðrum stööum á Vestf jörðum, en strákarnir láta það ekki á sig fá og eru ekki gamlir þegar þeir fara að veiða og bátum er ýtt á flot svo framarlega að strákarnir séu svo stórir að þeir hafi orku til þess. Sjórinn verður frá blautu barnsbeini hluti af lífi þeirra. Handan Djúpsins sést Snæfjallaströndin í móðu, en þar er nú byggð komin i eyði. Ú Þessi sérstaka og alkunna þrenning, báturinn vindan og hjallurinn, standa við ísafjarðardjúp á leiðinni frá ísafjaröarkaupstað til Súða- víkur. Allt er veörað og slitið af mikilli notkun allt er þetta gegnsósa af seltu og orðið líkt og hluti af náttúrunni sjálfri. í baksýn sést Ós- hlíðin, snarbrött í sjó fram, en undir henni liggur vegurinn frá ísafirði til Bolungavíkur. Unga kynslóðin á Súðavík var að leika sér á eftirlætisleikvanginum: í fjörunni. Þeir stukku upp á rekaviðarhlaðann til þess að ljósmynd- arinn gæti tekið af þeim mynd. Þeir trúðu því tæplega þegar þeim var sagt, að kannski kæmu þeir í Vikunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.