Vikan


Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 18
Þeir byggja margir veglega vestur á fjörðum ekki síður en hér við Faxa- flóa og gott dæmi um það er nýtt íbúðarhús Boga kaupfélagsstjóra á Patreksfirði. Kjartan Sveinsson hefur teiknað þetta glæsilega hús sem stend- ur nokkuð utan við kauptúnið, og horfir fram á fjörðinn. Á myndinni til vinstri sést að húsið er ekki síður veglegt að innan en utan; þarna stendur Kaupfélagsstjórinn sjálfur í stofunni sinni sem er i alla staði fram- úrskarandi vegleg og smekklega unn- in. Þarna er frístandandi arinn á miðju gólfi, hlaðinn með hellugrjóti. Málverk kaupfélagsstjórans á gafli stofunnar er að sjálfsögðu eftir Kára Eiriksson. Hér er nýi barnaleikvöllur- inn á Patreksfirði; börnin róla sér og renna í friði og spekt, því hér er enginn ærandi skarkali og umferð, aðeins rólegt gjálfur öld- unnar við ströndina. Hand- an fjarðarins gnæfir brött nýpa, þar er Örlygshöfn og þaðan er ekið suður yfir fjallið til Hvallátra og Látra- bjargs. Á tanganum sem sést á myndinni eru elztu húsin á Patreksfirði. Hér eru leifar gamla timans á Patreksfirði, gamalt hús upp í hliðinni þegar ekið er inn í kauptúnið. Það er varla mikið meira en tuttugu fermetrar og hefur liklega þótt ágætis vistarvera á sinni tíð- 18 YIKAN "•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.