Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 4
Nýjasti samkvæmisdansinn nefnist La Postella — og bendir nafnið til þess
að hann sé ítalskur að ætt og uppruna. í Súlnasal Sögu og Lídó hefur þessi
dans verið iðkaður af miklu fjöri undanfarna mánuði. Ragnar og félagar urðu
fyrstir til að kynna La Postellu hér á landi sl. haust — og vakti dansinn þá
þegar fádæma kátínu, svo mikla, að jafnvel fótfúnustu menn töltu út á dans-
gólfið til þess að hoppa með. Báðir hafa þeir Ólafur og Ragnar húmor í
ríkum mæli til bess að stjórna þessum dans, en samkvæmt lýsingu þeirra
ber að dansa La Postellu sem hér segir:
Hoppa tvisvar á vinstra fæti, síðan jafn mörgum sinnum á hægra og þannig
til skiptis góða stund. Þegar dansstjórinn gefur merki, beygja allir sig niður,
setjast á haékjur, slappa algerlega af, segja brandara eða telja upp að 150,
þar til dansstjórinn gefur merki aftur, en þá hoppa allir hæð sína í loft upp
— og síðan endurtekur sagan sig.
Svona fjörkippi kunna gestir á dansstöðum vel að meta. Hljómsveitir
Ragnars og Ólafs eru með slíkum firnum skemmtilegar, að leita mætti langt
út í lönd til þess að rekast á annað eins.
EFTIR
etrm
Andrés IndriOason
Hljómsveit Olafs Gauks á hljóm-
leikum Sven Ingvars í Austurbæj-
1 arbíói. (Mynd: Sigurgeir).
Hlj ómsveitarstjó rarnir Ilagnar
Bjarnason og Reynir Sigurðsson
stinga saman nefjum. Reynir hefur
m.a. séð um útsetnirigar fyrir
hljómsveit Ragnars. Myndin er frá
þeim tíma, er báðlr léku með
hljómsveit Svavars Gests.
Sven liovars
í Revkiavík
Sven Ingvars stilltu sér upp fyrir
lesendur Vikunnar í Austurbæjar-
bíói/ og Sigurgeir Sigurjónsson
smcllti af. Ilöfuðpaurinn, Sven-
Erik Magnusson er annar frá
hægri.
Þannig sá ljósmyndarinn okkar
Sven Ingvars gegn um myndavéj
sína á hljómleikunum í Austur-
bæjarbíói.
Sven Ingvars, vinsælasla og um leið
dýrasta hljómsveit á Norðurlöndum,
kom til Reykjavíkui um miðjan marzmán-
uð sl. Fernir hljómleikar voru ráðgerðir og
voru þeir rækilega auglýstir í blöðum og
útvarpi.
Hvað gerist?
Fyrstu hljómleikana sóttu þrjú hundruð
manns. Fimm hundruð sæti í samkomuhús-
inu voru auð. Aflýsa varð öllum hinum.
Vegna ónógrar aðsóknar!
Því miður sáum við ekki Sven Ingvars á
hljómleikum í Austurbæjarbíói, og verður
því auðvitað ekki um neina umsögn að ræða.
Við komum að lokuðum dyrum. Það var látið
heita, að hljómleikunum væri aflýst vegna
veikinda.
Það var fyrirsláttur.
Þeim, sem stóðu að hingaðkomu hljóm-
sveitarinnar, þótti dapurlegt að horfast í
augu við sannleikann.
Það sagði okkur ljósmyndarinn okkar, að
aldrei hefði hann séð líflegri og skemmti-
legri pilta á sviðinu í Austurbæjarbíói.
Við áttum þess kost að kynnast Sven Ing-
vars á öðrum vettvangi. Það voru ánægjuleg
kynni. Ekki höfum við í annan tíma kynnst
prúðari og skemmtilegri hljómsveit erlendri
og hefur þó margar valinkunnar hljóm-
sveitir rekið hér á fjörur.
Þeir dvöldu hér í fimm daga. Komu í fyrra
lagi, því að þá langaði til að ferðast hér um.
Daginn áður en þeir komu kyngdi niður slík-
um firnum af snjó, að allar leiðir út úr höf-
uðborginni tepptust á augabragði. Það var
ekki einu sinni hægt að fljúga norður í land.
Þeir dvöldu á Hótel Loftleiðum. Svömluðu
í sundlauginni og hlustuðu þess á milti á ís-
lenzkar hljómplötur. Tvær íslenzkar hljóm-
sveitir hafa sem kunnugt er leikið lögin
þeirra á plötu. Vilhjálmur Vilhjálmsson söng
„Litla sæta Ijúfa góða“ með Hljómsveit Ingi-
mars Eydals. Þá hefur hljómsveit Ólafs
Gauks leikið á hljómplötu lagið „Sej inte náj
......“ sem auðvitað heitir: Segðu ekki
nei .... “
4 VIKAN
17. tbl.