Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 14
Herbergið, sem í ljós kom, átti
ekkert skylt við brjálæðislega,
rauða herbergið, sem hún hafði
gert handa Ralph Sampson, þetta
var stór stofa og glaðleg, jafnvel
um nótt bak við fyrirdregin
gluggatjöld. Vönduð miðstéttar-
stofa með natúraliskum mál-
verkaeftirprentunum á veggjun-
um, innbyggðum bókahillum með
bókum í, útvarpsgrammófón og
plötuskáp, gljábrenndu, hlöðnu
eldstæði með stórum, íbjúgum
sófa fyrir framan. Það eina, sem
var ofurlítið ankanalegt var á-
klæðið á sófanum og armstólnum
undir lampanum: skærgrænar
hitabeltisplöntur með hvítum
eyðimerkurhimni í baksýn og eitt
og eitt auga gægðist fram, milli
laufblaðanna. Munstrið hreyfðist
þegar ég leit á það. Augun hurfu
og komu í ljós. Ég settist á öll
þessi augu.
Hún var við innbyggða barinn
í horninu við hliðina á eldstæð-
inu. — Hvað viljið þér að
drekka?
Hún færði mér glasið. Helm-
ingurinn af innihaldinu gutlaðist
upp úr á leiðinni og skildi eftir
dökka slóð yfir ljósgrænt gólf-
teppið. Hún settist við hliðina á
mér og sökk djúpt í bólstraða
sessuna. Dökkt höfuð hennar
hneig út á öxl mína og lá þar
kyrrt. Ég sá fáein grá hár, sem
hárgreiðslukonan hafði skilið eft-
ir í hári hennar, svo það liti ekki
út fyrir að vera litað.
— Ég gat ekki upphugsað
neitt, sem mig langaði til að
drekka, sífraði hún. — Láttu mig
ekki detta.
Ég lagði annan handlegginn
um axlirnar á henni, sem voru
næstum eins breiðar og mínar.
Hún hallaði sér þugnt að mér.
Ég fann að andardráttur hennar
varð smám saman hægari.
— Reyndu ekki að gera neitt
við mig elskan. Ég er dauð í nótt!
Einhvern tíma seinna .. . Röddin
var mjúk og ekki langt frá að
vera ungpíuleg, en óskýr. Óskýr
eins og daufir æskuneistarnir
í augum hennar.
Augun lokuðust. Ég sá ofur-
lítinn æðaslátt við gagnaugun.
Dökk bráhárin voru leifar af
æsku og fegurð og gerðu það að
verkum, að niðurlag hennar virt-
ist endanlegt og miskunnarlaust.
Það var auðveldara áð vorkenna
henni, þegar hún svaf.
Til að vera viss um, að hún
svæfi, setti ég fingurinn varlega
á annað augnlok hennar og lyfti
því. Augað starði hvítt eins og
marmari á ekkert. Ég færði
handlegginn af öxlum hennar og
lét hana síga niður í sófann.
Brjóst hennar héngu á svig. Hún
var með kálfsfætur. Hún fór að
hrjóta.
Ég fór inn í næsta herbergi og
lokaði dyrunum á eftir mér og
kveikti. Ljósið glampaði í ljósu
maghoníborði með gerviblómum
á miðjunni, og sex þunglamalegir
stólar stóðu upp við veggina. Ég
slökkti Ijósið og fór fram í eld-
hús, snyrtilegt og vel útbúið.
Ég velti því fyrir mér andar-
tak, hvort ég hefði dæmt konuna
rangiega. Tíl voru heiðarlegir
stjörnuspámenn — og fjöldinn
allur af meinlausum drykkju-
mönnum. Hús hennar var eins
og hundruð þúsund önnur í Los
Angeles og nágrenni, næstum of
dæmigert til að vera sannferðugt,
fyrir utan stóra bílskúrinn og
blóðhundinn sem gætti hans.
f baðherberginu voru veggirn-
ir klæddir fölbláum flísum og
baðkarið var jafnt á alla kanta.
Skápurinn yfir vaskinum var
troðfullur af allskonar ilmefnum
og almenningslyfjum, kremi og
málningu, púðri luminol, nem-
butal, veronal. Móðursýkismeð-
alaflöskur og krúsir stóðu eins
og tolldu á vaskinum, á þvotta-
kassanum og klósettkassalokinu.
Fötin í þvottakassanum voru öll
kvenmannsföt. Það var aðeins
einn tannbursti í haldayanum,
rakvél, en ekkert rakkrem né
önnur merki um karlmann.
Svefnherbergið við htiðina á
baðherberginu var blómum
skreytt og bleikt eins og róman-
tísk von frá því fyrir stríð. Á
náttborðinu voru bækur um
stjarnfræðileg efni. Fötin í skápn-
sum voru öll kvenmannsföt og
mikið af þeim. Undirfötin og
náttkjólarnir í skúffunum voru
ferskjugullit og ungbarnabláir og
svartir knipplingar.
Ég leit undir sokkahrúguna í
annarri skúffu ofan frá og fann
það dularfulla við þetta hús. Þar
var röð af bögglum með gúmmí-
teygjum utan um. Bögglamir
innihéldu peninga, atlt í seðlum,
eins dollara seðlum, fimm doll-
ara sðtum og tíu dollara seðlum.
Flestir seðlarnir voru gamlir og
lúðir. Ef allir bögglarnir voru
eins og sá, sem ég skoðaði, var
botnfyllin í skúffunni átta eða
tíu þúsund.
Ég settist á hækjur mér og
horfði á alla þessa peninga.
Skúffa í svefnherbergisskáp var
tæpast nógu góður staður fyrir
fólk, sem gat ekki talið fram
tekjur sínar.
Símhringing rauf þögnina eins
og tannlæknisbor. Hún hitti taug
og ég kipptist við. Ég lokaði
skúpnum áður en ég fór fram í
anddyrið þar sem síminn var.
Það heyrðist ekkert hljóð frá
konunni í setustofunni.
Ég brá bindinu fyrir munninn
til að breyta röddinni: — Halló?
— Herra Troy? þetta var kona.
— Já.
— Er Fay þarna? Hún talaði
snöggt og klippt. — Þetta er
Betty.
— Nei.
— Hlustið, herra Troy. Það
var verið að rekja garnirnar úr
Fay á Valerio fyrir um það bil
klukkustund. Maðurinn, sem hún
var með, getur hafa verið leyni-
lögrglumaður. Hann sagðist ætla
að fylgja hnni heim. Þú vilt,
vænti ég ekki, hafa hann þar,
þegar trukkurinn kemur? Og þú
veizt, hvernig Fay er, þegar hún
er full.
— Já, sagði ég. Og svo tók ég
áhættuna: — Hvar ertu núna?
— Á píanóinu, auðvitað.
— Er Ralph Sampson þar?
Svarið var undrunarhljóð. Hún
þagnaði andartak. Ég heyrði í
gegnum símann óminn af manna-
röddum og glamra í mataráhöld-
um, sennilega í veitingastofu.
Svo fann hún röddina aftur:
— Hversvegna spyrja mig? Ég
hef ekki séð hann nýlega.
— Hvar er hann?
— Ég veit það ekki. Hver er
það sem talar? Herra Troy?
— Já. Ég skal sjá um Fay. Ég
lagði á.
Handfangið á framdyrunum
hreyfðist hægt fyrir aftan mig.
Ég stirðnaði með höndina á sím-
anum og horfði á útskorinn krist-
alhúninn, um leið og hann hreyfð-
ist hægt, og það glitraði á hann
af ljósinu úr setustofunni. Allt í
einu sveifluðust dyrnar upp á
gátt og maður í léttum rykfrakka
stóð í gættinni. Silfurhvítt höfuð
hans var hattlaust. Hann kom
inn með hreyfingum eins og leik-
ari, sem gengur inn á svið, og
lokaði dyrunum varlega á eftir
sér með vinstri hendij. Hægri
höndin var í frakkavasanum,
vasinn benti á mig.
Ég sneri mér að honum. —
Hvert ert þú?
— Ég veit, að það er ekki
kurteisi að svara einni spurningu
með annarri. Suður-Englands
málhreimur hans, nú langa leið
að heiman, mildaði röddina ofur-
lítið. — En hver eruð þér?
— Ef þetta er árás . . . hlutur-
inn i vasa hans beindist þögull
að mér. Hann varð ákveðnari í
bragði. — Ég spurði yður ein-
faldrar spurningar, félagi. Gefið
mér einfalt svar.
— Ég heiti Harper, svaraði ég.
— Notið þér blátt, þegar þér
þvoið á yður hárið? Ég átti
frænku, sem sagði að það væri
afar áhrifaríkt.
Andlit hans breyttist ekki,
hann kom upp um reiðina með
því að tala skýrar. — Ég er á
móti ónauðsynlegu ofbeldi. Gerið
svo vel að gera það ekki nauð-
synlegt.
Ég gat horft niður á höfuðið á
honum og sá skína í skallann í
gegnum vandlega greitt hárið.
— Þér skelfið mig, sagði ég.
— ítalskur Englendingur er djöf-
ullinn holdi klæddur.
En byssan í vasa hans var lítið,
áhrifamikið kælikerfi, sem kældi
allt anddyrið. Augu hans voru
þegar orðin að ísi.
— Og hvernig vinnið þér fyrir
yður, herra Harper?
— Ég sel tryggingar. í tóm-
stundum stend ég frammi fyrir
byssumönnum. Ég seildist í vesk-
ið mitt til að sýna honum kortið,
sem kynnti mig sem sölumann
fyrir „hverskonar tryggingar".
— Nei, hafið hendurnar þar
sem ég get séð þær, og hafið gát
á tungu yðar.
— Með mestu ánægju. Ég skal
ekki reyna að selja yður trygg-
ingu. Þér eruð of mikil áhætta,
svona ráfandi með byssu um Los
Angeles.
Orðin fóru yfir höfuð hans án
þess að raska ró þess.
— Hvað eruð þér að gera hér,
herra Harper?
— Ég fylgdi Fay heim.
14 VIKAN 17 tbl