Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 37
bergi mömmu hennar og pabba. flest þessi heiti eða öll virðast í
Hún opnaði hvíta skrautgripasafn-
ið ó nóttborðinu, leitaði milli perlu-
festa og annarra skrautgripa, en
fann engan giftingarhring. Þó vissi
hún hvar hún ótti að leita, — undir
mjúkum stafla af bindum og nótt-
fötum, í litla silkipokanum, þar sem
móðir hennar geymdi hornspangar-
gleraugu föður hennar og lykla-
festina með mexikanska sólguðin-
um. Hún tók hringinn upp, fleygði
sér svo upp í rúmið, og grét ókaft.
Það var svalt og dimmt í her-
berginu, þegar hún loksins hætti
að gróta. Hún lyfti höfðinu fró
koddanum og só tunglið, umvafið
þunnu, fjólublóu skýi. Það var að-
eins hólft. Og núna vissi hún að
pabbi hennar gat ekki gert við
tnunglið. Framvegis yrði hún sjólf
að sjó um allar viðgerðir.
Hún stóð upp og setti hringinit
varlega á sinn stað, í silkipokann.
Svo gekk hún út að glugganum og
þrýsti enninu að kaldri rúðunni. —
Mamma, hvíslaði hún, — fyrirgefðu
mér, ég gleymdi að óska þér góðr-
ar skemmtunar . . .
☆
„Mál er að nefna
mannaheiti.“
Framhald af bls. 11.
Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi
hagstofustjóri tók saman og fjallar
um nafngiftir þriggja óratuga hér-
lendis, 1921—1950, sýnir og sann-
ar, hvað ónefni eru algeng ó ís-
landi, þrótt fyrir áminnzt lög og
tilgang þeirra. Hún er órækt vitni
þess, að umbóta sé þörf. En sú
framkvæmd verður að einkennast
af gætni og forsjálni, en ekki valds-
mannslegum fyrirmælum úr opin-
berri skrifstofu. Nafnval er oft og
tíðum ærið tilfinningamál, og að því
ber að hyggja. Hér þarf jákvæða
reglu, en ekki neikvæða.
Málfræðinga og bókmenntamenn
greinir á um, hver nöfn séu fögur
og rétt að lögum fslenzkrar tungu.
Það má ráða af bók Hermanns
Pálssonar, „Islenzk mannanöfn",
sem er annað merkilegt heimildar-
i it um þetta efni. Hann tilgreinir
sér ógeðfelld aðskotanöfn og tfnir til
sitthvað, sem furðu gegnir. Helztu
dæmi: Adam, Ágúst, Bertel, Bóas,
Dúi, Edvarð, Elías, Emil, Felix, Gúst-
af, Hinrik, ísak, Jens, Karvel, Níels,
Ottó, Róbert, Samúel og Viggó,
Alma, Bríet, Emma, Eva, Klara,
Magnea, Olga, Rut, Sara og Stella.
Hins vegar sættir Hermann sig við
önnur heiti, sem þó munu líkt til
komin, svo sem aðkomunöfn eins
og Andrés, Anton, Benedikt, Davíð,
Eggert, Guðni, Hannes, Hermann,
Jakob, Jón, Kristinn, Lárus, Markús,
Magnea, Olga, Rut, Sara og Stella.
Símon, Stefán og Tómas, Agnes,
Anna, Elín, Erna, Fanney, Fjóla,
Hulda, Inga, Kristín, Margrét, María,
Rósa og Vilborg. Hermann Pálsson
gerir hér upp á milli þess, sem hlýt-
ur að teljast smekksatriði, þvf að
góðu gildi. Nöfn geta verið íslend-
ingum harla samboðin, þótt fengin
séu að úr öðrum málum. Heiti eins
og Dúi, Eggert, Guðni, Hermann,
Númi, Páll, Anna, Erna, Hulda,
Kristín og Margrét gætu fegurðar
sinnar vegna hæglega verið sótt í
fornsögurnar, þótt yngri dæmist.
Og svo er mikið vafamál að taka
upp þúsund ára gömul nöfn nú á
dögum. Myndi nokkurt foreldri velja
nýfæddum syni nafn eins og Agni,
Áli, Bjálfi, Bófi, Bósi, Fálki, Grís,
Hrani, Kálfur, Klaufi, Ljótur, Nagli,
Refur, Uxi eða vilja láta skíra unga
dóttur Herkju, Jóru, Kráku, Ljót,
Rjúpu, Torfu, Tófu, Ögn? Þorsteinn
á Hringbrautinni og Gunnar í Ás-
garði hafa að vonum annan smekk
í þessu efni en Þorgrímur að Stað
og Hrútur Herjólfsson og samtíðar-
menn þeirra í fornöld.
Sá tilgangur laganna um manna-
nöfn frá 1925 að útrýma ónefnum
en tryggja íslenzkum borgurum
framtíðarinnar fögur og rétt heiti
orkar ekki tvímælis, þó að svo bág-
lega hafi til tekizt að gerbreyta
verði ákvæðum þeirra. Alþingi ber
að endurskoða þau fyrr en síðar
og fela menntamálaráðuneytinu að
gefa út skrá, eftir tillögum heim-
spekideildör háskólans éða annarr-
ar dómbærrar stofnunar, yfir þau
mannanöfn, er nú eru uppi og hæf
þykja. Skal hún send öllum prest-
um landsins og þeim heimilt að
skíra börn samkvæmt henni, en því
aðeins önnur heiti, að leyfi ráð-
gjafaraðila komi til. Síðan sé skrá-
in gefin út á hverjum 10 ára fresti
að lokinni útgáfu hins almenna
manntals og þá bætt við þeim nöfn-
um, sem þegar hefur verið á fall-
izt eða ákveðið verður, að upp
skuli tekin. Þessi framkvæmd lag-
anna er naumast áhorfsmál. Hún
tryggir festu og skipulag í stað
handahófs og tilviljunar.
Vissulega er undrunarefni, að
nefnd lög skuli hafa verið í gildi
óbreytt fjóra áratugi. Deilan um
ættarnöfnin og heiti nýrra ríkisborg-
ara kemst á dagskrá öðru hvoru,
en hitt ákvæðið liggur f þagnar-
gildi. Mér finnst alþingi ósæmandi
að banna ættarnöfn og því fremur
að þvinga nýja ríkisborgara að
leggja niður heiti sín. Um það verða
hins vegar skiptar skoðanir á al-
þingi og með þjóðinni, en þann
ágreining ber að ræða af frjáls-
lyndi og sanngirni. Ákvæðið, sem
átti að tryggja fögur og rétt skírnar-
nöfn að lögum íslenzkrar tungu,
eins og komizt er að orði, fær hins
vegar ekki staðizt, hvernig sem á
málið er litið. Reynslan hefur dæmt
það óhæft. Greinargerð Þorsteins
Þorsteinssonar um fslenzk manna-
nöfn áraskeiðsins 1921—1950 sann-
ar þá niðurstöðu ótvírætt. Og sök-
inni verður hvorki komið á presta-
stéttina né heimspekideild háskól-
ans, þó að hlutur klerkanna sé
raunar aumur. Hún felst í sjálfri
lagasetningunni. Þar var farið í
öfugan enda.
Framhald á bls. 39.
DANISH
GOLF
Nýr stór! gódur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF
er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kaupid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
i7. tbi. VIKAN 37