Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 27
ir kaupsýslumann í Dallas, var ég
spurður í þaula af þremur lögreglu-
mönnum FBI á staðnum. Þar sem
ég sá fram á, að ég mundi lenda
í útistöðum við lögregluna, (ég
hafði sent skilríki mín á undan mér
til Jesse Curry lögreglustjóra, en
ekkert svar fengið), þá bað ég
Jacqueline Kennedy, í fyrsta og
síðasta sinn meðan á rannsókn
minni stóð, að senda kynningar-
bréf á undan mér, sem auðveldað
gæti mér starfið. Þrátt fyrir það
var Curry of önnum kafinn til þess
að tala við mig [ síma. Að lokum
heimsótti ég hann á skrifstofu hans.
„Ég býst við, að frú Kennedy
hafi skrifað yður um mig," sagði
ég.
„Gerði hún það? Gerði hún
það?" Hann blaðaði í flýti f gegn-
um bunka af skjölum. Til allrar
hamingju kom ég auga á bréfs-
efnið hennar með svörtu röndun-
um, en svo sá ég mér til vonbrigða
undirskriftina. Bréfið var samt ekki
frá henni sjálfri. Það var undir-
skrifað af einhverjum lítt þekktum
starfsmanni hennar. Þetta er gott
sýnishorn af því, hversu „opinbert"
starf mitt var. Enda þótt hún hefði
beðið mig að takast það á hendur,
þá man ég aðeins eftir þremur
dæmum þess, að hún greiddi götu
mína við starfið, og í ekkert skiptið
var það mikilvægt. Vafalaust hafa
margir rætt við mig, af þvf að Bob
hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis,
að ég væri söguritari morðsins, en
ég hygg, að flestir þeirra hefðu
viljað ræða við mig hvort sem var.
Þegar allt kom til alls var ég eng-
inn nýgræðingur f starfi mínu. Ég
hafði mín eigin sambönd, og tengsl
mfn við Kennedy forseta voru þeg-
ar vel kunn í Washington áður en
ég hafði nokkurn tíma hitt ekkju
hans.
I borginni, þar sem hann var
veginn, gátu menn sýnt tómlæti
eða beinlínis fjandskap, þegar
nafn hans var nefnt. Eitt sinn þurfti
ég að setja minn velsólaða skó
milli hurðar og stafs til þess að
komast inn á skrifstofu Currys lög-
reglustjóra, og öðru sinni bar það
við f úthverfi Dallas, að maður sem
hafði orðið vitni að morðinu, sagði
mér, að hann myndi ekki svara
spurningum mínum, fyrr en John F.
Kennedy bókasafnið hefði greitt
honum 5000 dollara! Mér varð
hverft við og þá tuldraði maður-
inn, að hann mundi kanski geta
sætt sig við 3000 dollara.
„Fyrir hvað?" spurði ég undr-
andi.
„Fyrir allar þær áhyggjur sem
ég hef haft, "sagði hann. „Ég get
sagt yður, að ég hef í raun og veru
hugsað um þetta morð" — rétt
eins og hundruð milljóna samlanda
hans hefðu harmað það og sfðan
gleymt því!
Hann bað um peninga frá John
F. Kennedy bókasafninu. Hann lét
sig ekki dreyma um, að ég gæti
greitt honum. ( Texas jafnt sem f
Washington var álitið, að Dauða
forseta yrði illa tekið af almenn-
ingi. Meira að segja frú Kennedy
áleit það. „Ég hélt," sagði hún við
mig síðastliðið sumar, „að bókin
yrði bundin í svart band og sett
hátt upp í hillur bókasafnanna."
Að undanskilinni fjárkúgunartil-
raun mannsins, sem hafði hugsað
(blóðpeningarnir voru aldrei greidd-
ir, og samt leysti hann frá skjóð-
unni) voru nærri allir sem ég leit-
aði til fúsir til samvinnu. Flestir voru
þeirrar skoðunar, meira að segja
var skilningur þeirra sá, eins og
minn þegar ég tók að mér að skrifa
bókina, að það væri skylda þeirra
að leggja sitt af mörkum til þess að
hún yrði sönn og rétt. Eins og
Dwight D. Eisenhower sagði við
mig: „Eitthvað þessu líkt hefði átt
að gera eftir dauða Lincolns."
Fjölmargir aðrir tóku í sama streng.
Enginn ímyndaði sér hins vegar,
að samtímamenn Lincolns hefðu
haft áhuga á að lesa bók sem bar
titilinn Dauði forseta — aprfl 1865.
Jafnvel mér virtist þetta senni-
legt. Hvers vegna skyldi nokkur
hafa löngun til að lesa um það
sem gerðist í nóvember 1963, þeg-
ar jafnvel að tala um það var svo
sársaukafullt? Oft og iðulega var
kveljandi fyrir fórnardýr mín að
rifja upp þessa válegu atburði.
Karlmenn grétu jafnoft og konur;
eini munurinn var þessi: Grátur
gat orðið konunni til hjálpar, en
karlmaðurinn skammaðist sfn fyrir
hann, þar sem hann hefur verið
alinn upp í þeirri trú, að það sé
ókarlmannlegt að láta tilfinningar
sínar í Ijós. Sumum tókst að harka
af sér með hetjulegri áreynslu. Ted
Sorensen stóðst geysilanga yfir-
heyrslu á Cape Cod með því að
hætta alltaf öðru hverju. „Þetta er
orðið of erfitt, við skulum anda
svolítið léttara", sagði hann, og
siðan ræddum við um einhverja fá-
nýta hluti á meðan hann jafnaði
sig. George Burkley var einkalækn-
ir forsetans, og það var ofurlítið
smáatriði sem setti hann, eins og
svo marga aðra, úr jafnvægi. Það
var atvikið um hina b'óði drifnu rós
á Parkland sjúkrahúsinu. f fullar
þrjár mínútur sat hann hreyfingar-
laus, sneri sér undan og greip svo
fast um borðröndina, að hnúarnir
hvítnuðu. Þegar hann ætlaði að
hefja aftur máls, brást röddin hon-
um, varð hás og sargandi eins og
þjöl.
Ríkisstjórinn, John B. Connally,
yngri, átti skelfilega stund. Hann
hafði verið að lýsa fyrir mér
ástandinu f forsetabflnum, þegar
Lee Oswald hafði hleypt af sfðra
skotinu. Hann endaði á þessari
setningu: og loftið var meng-
að blóði
Það varð þögn; en skyndilega
þegar lögð hafði verið fyrir hann
tilfallandi spurning, nefndi hann f
ógáti nafnið „Carlos Estrada". Og
sfðan brauzt fram í einu vettfangi
saga úr bernsku hans, saga um
föður hans, Connally eldri. Þegar
hann hafði verið leiguliði, rakari,
kaupmaður og strætisvagnastjóri á
leiðinni San Antonio — Corpus
Christi, og misheppnazt í öllum
þessum störfum, varð hann að ger-
ast slátrari til þess að bægja frá
algerri neyð. Þegar eigendur nauta-
búa þurftu að láta slátra grað-
ungum, var John gamli fenginn til
að vinna það sóðalega verk. Sú
bernskuminning, sem hafði greipt
sig hvað dýpst f hug ríkisstjórans,
var einmitt það, þegar hann var
látinn hjálpa föður sínum við þetta
viðurstyggilega blóðbað. Connally
eldri ók gamla svarta og skellótta
Fordinum sínum; Carlos Estrada,
mexikanskur vinnumaður hans, sat
fram í með hnífa og söx; hinn átta
ára gamli John yngri sat aftur í og
hélt á beyglaðri vatnsfötu í hönd-
unum. Það var hans verk að bera
vatn til mannanna tveggja, sem
fláðu og hjuggu; og þar sem
„heilastappa" var eftirlætismatur
eigandans, þá mundi hann sérstak-
lega vel, hversu varfærnislega þeir
meðhöndluðu heilann, — hinn dýr-
mæta, Ijósbláa heila.
Þegar hann hafði lokið frásögn
sinni, sem hann hafði sagt fram
með tilbreytingarlausri rödd, svitn-
aði hann og reykti tvær sígarettur
samtlmis. Það var eins og mér
hefði tekizt að Ijúka upp leyndum
dyrum, sem lágu að sársaukafull-
um minningum úr bernsku hans.
Eftir langa þögn reyndi ég að víkja
talinu aftur að hinni sundurslitnu
bílaröð forsetans, en einhvern veg-
inn hélt þessi skýra, en óhugnan-
lega mynd áfram að standa okk-
ur fyrir hugskotssjónum.
Um helmingurinn af svaramönn-
um mínum (svo að ég taki upp
hið viðtekna slanguryrði, sem við
notuðum f VFW-húsinu) sýndu
merki djúps saknaðar, meðan þeir
ræddu við mig. Mér tókst að verj-
ast gráti meðan á því stóð. Það
kom oft fyrir, að menn depluðu
augunum í sífellu, nöguðu á sér
varirnar eða létust snýta sér í vasa-
klút — hin löngu kvöld með Jacque-
line Kennedy voru einna verst i
þessum efnum — en mér fannst
það ekki sæma stöðu minni og vera
ófyrirgefanlegt, ef þrek mitt brysti
meðan ég var að yfirheyra vitni.
Öðru máli gegndi, þegar ég var
orðinn einn. Á næturnar, syðst f
Washington eða á gistihúsi í Texas,
grét ég líka.
Starf rithöfundar er aldrei auð-
velt; eins og Hemmingway sagði
einU sinni þurrlega: „Það á ekki
að vera auðvelt og hefur aldrei
verið það." Enda þótt ég hefði haft
mjög lítil kynni af Kennedy-fjöl-
skyldunni í heild, hafði ég þekkt
forsetann, og þegar ekkja hans
bað mig að skrifa um dauða hans,
varð mér í fyrstu hverft við. (Hvern-
ig get ég neitað frú Kennedy?
spurði ég einkaritara minn, þegar
ég hafði lagt tólið á. „Þú getur
það ekki," sagði hún. Ég gat það
heldur ekki.) Ég mundi eftir hinu
nístandi föstudagskvöldi, þegar hin
skýlausa yfirlýsing hafði komið frá
Dallas og hvernig ég hafði yfirgefið
knattspyrnukappleik og ætt í blindni
um ókunnan skóg, af því að ég
gat ekki hugsað mér að líta framan
f nokkurn mann.
Ég mundi vel, þegar ég fór f
flýti til heimaborgar minnar og
hvernig hún var, á sama hátt og
raunar Ameríka öll, eins og risa-
stór kirkja. Þessar vikur eftir að
harmleikurinn gerðist, glaðvaknaði
ég á nóttunni og heyrði enn þá úr
draum mínum uggvænlegt, slitrótt
og dauft hljóðið í trumbunum á
Pennsylvania Avenue. Mér fannst
eins og vonir heillar kynslóðar hefðu
brunnið til ösku á hæðinni í Arling-
ton. Tvisvar sinnum fór ég að gröf-
inni eftir að sálumessan hafði verið
sungin í St. Matthews-kirkjunni, og
í bæði skiptin leitaði á hug minn
tilvitnun frá Hugh Latimer, sem ég
hafði fest í minni einn bjartan
morgun 1961, þegar Kennedy vann
embættiseið sinn: „Á þessum degi
skulum við með guðs hjálp kveikja
á kerti Ijós, sem ég trúi, að aldrei
muni slokkna." Nú var þetta Ijós lífs
okkar slokknað, og ég var skilinn
einn eftir til þess að þreifa mig
áfram í myrkri fortíðarinnar.
Sorg er erfiðast að bera, þegar
ekki er hægt að deila henni með
öðrum. Næstu tvö ár áttu eftir að
verða einmanalegustu ár ævi minn-
ar, því að mér hafði verið trúað
fyrir mjög persónulegum einkamál-
um; svo vandasöm og viðkvæm
voru sum þeirra, að ég gat ekki
einu sinni sagt eiginkonu minni frá
þeim. Einu manneskjurnar, sem ég
gat rætt við um þau, voru tveir
Kennedyar, sem þegar vissu um
þau. Ég stofnaði til kynna við ann-
an þeirra; eftir níu mánaða sam-
skipti og kurteislega strfðni af hálfu
ekkjunnar, fór ég að kalla hana
„Jackie". En þvf dýpra sem ég
sökkti mér niður f starf mitt — ég
vann 12, 15 og stundum 20 tíma
á sólarhring — því minni tíma hafði
ég fyrir dægrastyttingu. Bókin hafði
gagntekið hug minn; ég var allur
á valdi hennar. Ég var orðinn eins-
kvæðis-maður og Bob og Jackie
vildu ekki hlusta á kvæði mitt.
Skiljanlega þurftu þau að fá tíma
til þess að jafna sig. Þau gátu ekki
afborið að segja frá hræðilegustu
stundum lífs þeirra, og starfsfólk
ekkjunnar ráðlagði mér f vaxandi
mæli að leggja ekki fyrir hana ó-
þægilegar spurningar. Ég átti að
leita svars við þeim eftir öðrum
leiðum, var mér sagt; hvernig ég
færi að því væri undir sjálfum mér
komið. Hvað sem þvf liði mætti ég
alls ekki valda frú Kennedy óþæg-
indum.
Sumarið 1964 var orðið nærri
ógerningur fyrir mig að ná við-
unnandi sambandi við þetta fyrir-
fólk — og það einmitt fólkið, sem
hafði beðið mig að slfta mig frá
Nýja Englandi og takast á hendur
þetta einstæða erfiði. Þetta gerðist
venjulega með þessum hætti: Ég
hringdi á skrifstofu Jacqueline
Kennedys á Park Avenue, þar sem
Framhald á bls. 37.
n. tw. VIKAN 27