Vikan


Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 45
sjálfur að vera þar, og hann verður að vera þar þá. Það er þess vegna sem rithöfundurinn þarf ekki að hafa gott útsýni úr glugga sínum. Utsýnið er í huga hans,- við honum blasir nakinn veggur, en í huga hans birtast myndir, sem hann fest- ir á blað. Jafnvel þótt um sé. að ræða harmleik, til dæmis þegar vinur hans er myrtur á viðurstyggi- legan hátt, verður hann að afbera það og sökkva sér niður í hvert smáatriði. Og þar sem það er miklu seinlegra að skrifa en lesa, getur rithöfundurinn þjáðst í mörg ár. Snemma morguns, þegar ég hafði afhent handritið, hringdi ritstjórinn minn til mín. Hann hafði einnig verið ritstjóri Kennedys, og hann var greinilega ráðvilltur. ,,Ég lagði handritið frá mér og fór að hátta klukkan þrjú," sagði hann. „Ég gat ekki hætt að gráta, en ég gat held- ur ekki hætt að lesa. Svo að ég fór aftur á fætur." — Ég gat ekki sagt margt. Það var að renna upp fyrir honum Ijós: Frá fyrstu blaðsíðu for- málans til -síðustu línu eftirmálans hafði ég lifað í stöðugri martröð. Samt hefði ég ekki getað lagt penn- an frá mér. Það var aðeins ein undantekning, töf sem ekki varð hjá komizt. Allir þeir menn, sem einbeita sér til hins ýtrasta 03 ná góðum árangri, læra að þekkja á sjálfum sér ákveð- in einkenni þreytu. Gætni og heil- brigð skynsemi krefjast þess, að maður dragi í land, ofbjóði ekki sjálfum sér og taki sér hvíld frá störfum. Þegar nærri tvö ár voru liðin frá því að morðið var framið, varð ég var við þessi einkenni. í tvö ár hafði ég helgað hverja ein- ustu minútu miskunnarlausri rann- sókn á þeim dögum í lífi mínu, sem ég helzt vildi gleyma. Og álag- ið varð stöðugt þyngra með hverj- um mánuði sem leið. Ég hafði enga lyst — hvorki á mat né öðru. Ég svaf óreglulega; þegar ég sofnaði dreymdi mig Dallas. Ég hélt svo fast um Esterbrook-pennann minn, að það blæddi undan nöglinni á þumalfingrinum. Það kom illkynjun í þetta og varð að skera í það þrjsvar sinnum. Samt gat ég ekki hætt; ég vafði sárabindi um fingur- inn og skrifaði áfram og handritið var atað blóði. Ég vissi að þetta gat ekki gengið. í stuttu máli var kominn tími til að ég yfirgæfi víg- völlinn, meðan ég gat gert það með heiðri og sóma. Viðbrögð mín voru farin að sljógvast ískyggilega. Ég varð að hætta að aka bifreið; ég var ekki lengur öruggur við stýrið. Að lokum rann upp sá dagur, þegar penni minn nam staðar. Ég man greinilega eftir þessu. Ég var að reyna að segja: Oswald var myrtur í kjallara fangelsisins í Dall- as, umkringdur sjötíu lögregluþjón- um. En penninn hreyfðist ekki. Þetta var of mikið. Ég hikaði. Hvernig gat nokkur fullorðinn maður trúað slíkri fjarstæðu, hvað þá skrifað hana? Ég hafði stanzað llkt og úr sem gleymzt hefur að drag upp. Ég man ekki hversu lengi ég sat þarna. En ég man eftir erfiðum hádegisverði með Pat Moynihan þennan sama dag. Ég byrjaði að segja: „Oswald var myrtur . . ." og hætti. Pat vissi hvað klukkan sló. Hann var hinn eini sem hafði séð fyrir slysið í kjallara fangelsisins. Ég bað hann að hafa mig afsakaðan og fór til læknis, og 26. nóvember var ég lagður inn á sjúkrahús vegna of- þreytu. í tólf daga lá ég endilang- ur eins og ég væri dauður og velti því fyrir mér, hvernig Jack Ruby hefði komizt framhjá hinum öfluga hring varðmanna. Svarið var að sjálfsögðu í minnisblöðunum mín- um, og á þrettánda degi var ég aftur kominn á fætur og farinn að hripa niður á nýtt blað. Allt frá upphafi hafði ég viljað, að síðasti kafli bókarinnar yrði beztur. Nokkrir starfsbræður mínir kjósa heldur þann kafla, sem segir frá ferð forsetaflugvélarinnar frá Love-flugvellinum eftir morðið. Ég er ekki á sama máli, kannski af því að ég verð að trúa því, að jarðarförin 25. nóvember hafi verið eins konar útrás, — hreinsun, sem gaf hinu hræðilega fánýti liðinna atburða eitthvert gildi. Ef til vill er þessi þrá eftir mikilvægi veikleiki. Vera má að Sartre hafi haft rétt fyrir sér. Ef til vill var þetta allt saman existentialísk leiksýning í leikhúsi fjarstæðunnar. Ef til vill voru undrun mín og sálarkveljandi heilabrot yfir stjórnmálaástandinu í Dallas, hin vafasama aðgætni ör- yggislögreglunnar og síðast en ekki sízt kveljandi óvissa mín um hvort frásögn af hegðun einstakra manna tilheyrði sagnfræðiritun samtímans eða skyldi strikast burt úr handrit- inu — ef til vill var hugsanlegt að allar þessar áhyggjur mínar hefðu verið til einskis. Framhald í næsta blaði. 17. tw. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.