Vikan


Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 29
Geimfarinn að taka jarðvegssýnishorn. Apinn cr á flestum sviðum fyrirrennari mannsins, jafnvel úti í geimnum. l»eim er dengt niöur í fieytifull vatns- ker, og svo nákvæmlega mselt vatns- magnið sem yfir flýtur. velja; sum þeirra aðeins undir- stöðuatriði viðvíkjandi alhliða geimferðaáætlun, önnur til að kynna hin margvíslegu áform NASA um framkvæmdir í geim- ferðum. Undirstöðuatriðin eru: — stjörnufræði, eðlisfræði ytri gufuhvolfanna, flugvélafræði, veðurfræði, framknúning eld- flauga, heilbrigðissjónarmið geimferða, og fyrir þá sem til þess eru kjörnir að lenda eld- flaugum á tunglinu, jarðfræði. Tvo daga vikunnar eru æf- ingar undir berum himni, til upp- fyllingar því sem á vantar við kennslu innan dyra. Eina frá- vikning frá þessum reglum er þegar flugmennirnir fljúga þot- um, til að viðhalda þjálfun sinni sem þotuflugmenn. Helmingur kennaranna er frá starfsliði geimferðastöðvarinnar í Houston, en hinn helmingurinn eru prófessorar allsstaðar að úr Bandaríkjunum, sem halda fyrir- lestra, hver í sinni grein. Námið útheimtir mikinn lestur. Engar einkunnir eru gefnar, en það eru stanzlaus próf. Jarðfræðin tekur meira en fjóra mánuði, lágmark eru 112 stundir og það tekur oft átta mánuði. Dr. Ted H. Foss, yfir- maður jarðfræði og jarðefna- fræðideildarinnar, segir: — Það eru tvær ástæður fyrir því að við leggjum svona mikið upp úr jarðfræðinni. Sú fyrri er sú, að þótt menn séu þjálfaðir geimfar- ar, vita þeir svo lítið um tunglið, menn hafa aðeins þá takmörk- uðu þekkingu sem fengizt hefur gegnum stjörnufræði og rann- sóknir frá eldflaugum. Önnur er sú, að við viljum veita þessum mönnum eins hald- góða þekkingu og mögulegt er, svo þeir geti að einhverju leyti sinnt störfum jarðfræðinga á yf- irborði tunglsins. Við viljum að þeir séu dómbærir á það hvers leita skuli á tunglinu, hverju eigi að leita að og hverju skuli hafna, hvaða sýnishorn séu mikil- vægust. „Þeir eiga ekki eingöngu að spásséra út úr geimfarinu, — þeir eiga að fara mikilvægar rannsóknarferðir". Til viðbótar jarðfræðinámi í skólastofunni verða þeir geim- farar, sem þjálfaðir eru til tungl- flugs, að fara þriggja daga ferðir, tíu sinnum. Staðirnir sem valdir hafa verið fyrir þessar ferðir eru Grand Canyon í Arizona, Big Bend National Park í Texas, Valles Caldera í New Mexico. Pinacate Volcano, í Mexico. New- berry Volcano í Oregon, Valley of 10.000 Smokes í Mexico, Hawaii og fsland. Það er álitið að landslag á þessum stöðum sé líkast því sem gerist á tunglinu. — Líklega verður það efst á baugi hjá geimförum, þegar þeir koma til tunglsins, að svipast um eftir bergtegundum, svipuð- um þeim seip þeir þekkja frá jörfSinni, heldur Dr. Foss áfram. — Ef þeir finna kletta eða steina, sem tilorðnir eru við eldgos, gæti það gefið svar við mikilvægum spurningum um sköpunarsögu tunglsins, hvernig það er til orð- ið. Þá geta þeir safnað sýnishorn- um á kerfisbundinn hátt. Þeir geta aðeins tekið með sér 27 kíló svo það er mikilsvert að fá nógu fjölbreytt sýnishorn. Þessa fyrstu fjóra mánuði eru fyrirskipanir ekki reglulegar í geimfararskólanum, þar grípa oft inn í atburði sem gerast sam- tímis. Hver stund er áskipuð, álagið á flugmennina er ógnvekj- andi. Til viðbótar jarðfræðileiðöngr- um ferðast geimfararefnin víðar, t.d. til bækistöðvar NASA í Louisiana og Marshall geimflaug- stöðvanna í Huntsville, Alabama, til að kynnast geimflaugaskot- um. Þeir kynna sér hvernig eftir- litsstöðvarnar í Houston starfa, og sömuleiðis öll smáatriði til eftirlits. Þeir fá að fylgjast með hvernig Apolloflaugunum er stjórnað og gerð tungleldflaug- anna í Houston, og þeir fara til Kennedyhöfða til að kynnast undirbúningi geimskota. Svo er lika farið í stutt ferðalög til Wright—Patterson flugherstöðv- anna í Dayton, Ohio, þar sem geimfaraefnin fljúga einu sinni í þotu, sem er sérstaklega útbúin með þyngdarleysið fyrir augum. En»þá aðrar ferðir verða þeir Framhald á bls. 48. iT. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.