Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 26
BARÁTTAN UM BðKINA
óaðfinnanleg, þegar viðmælandi
minn tók ó móti mér. Þar sem
vinnudagur minn var langur — all-
an maímónuð vann ég fró 6 ó
morgnana til miðnættis, og viti
minn ó leiðinni heim var Ijósið, sem
logar ó Þinghúsinu til merkis um,
að Ijósberar borgaralegra réttinda
sækja enn fram — reyndist þessi
þjólfun mikilsverð fyrir heilsuna.
Hún var prýðilegur undirbúningur
fyrir komandi daga, þegar ég
reikaði um fimm mílna leið bíla-
lestarinnar í Dallas, og leitaði að
sjónarvottum. Einu örin, sem ekki
vilja hverfa eftir þessa reynslu, eru
að líkindum inngróið hatur á æðis-
gengnum flaumi umferðarinnar í
Washington.
Eg stóð í einum, tímabundnum
vanda. I lok þessa fyrsta ágúst-
mánaðar hafði ég létzt um 10 kíló
og hafði ríka þörf fyrir þjónustu
klæðskera. Á Hickory Hill sá ég
stundum, að Ethel Kennedy horfði
forvitnislega á mig. Hún var of vel
að sér til að nefna það, en mig
grunaði, að hún væri að velta því
fyrir sér, hvers vegna fötin pokuðu
svona á mér. (Hún getur líka hafa
verið að brjóta heilann um, hvers
vegna hárið á mér væri jafnvel
úfnara en á eiginmanni hennar.
Sama ástæðan: Enginn tími.) Ég
minnist líka gleðilaust málsverðar-
fundar með Arthur Schlesinger jr.
,,Við erum starfsbræður á ritvell-
inum," sagði hann rökvís. „Við
skiptum með okkur reikningnum."
Svo pantaði hann steik. Þjónninn
sneri sér að mér. „Ostborgara"
(hamborgarsteik með osti), sagði
ég kæruleysislega. Ég minnist
einnig með sérstöku þakklæti
kvöldsins, sem Toni og Ben Bradlee
buðu mér á fínasta veitingastað
Georgetown og héldu mér veizlu.
Og svo var það kvöldið sem ég
kom heim til Bill Waltons eftir sér-
staklega átakanlegt viðtal. Hann
virti mig vandlega fyrir sér; svo
hellti hann í glas handa mér væn-
um skammti af lyfinu viskí, en án
þess held ég, að ég hefði ekki lif-
að af viðfal mitt við hann.
Það er lítil skemmtun fyrir for-
sjármann fjölskyldu að horfa á
sparifjárinnstæðuna rýrna jafnt og
þétt. En menntunarlegt sjálfstæði
mitt var óendanlega mikilvægt. Ég
neitaði meira að segja að minnast
á aðstoð frá Kennedyunum; þegar
við komum á lögmannsskrifstof-
una til að ræða endanlega samn-
inga varðandi verkið, hvíslaði ég
að ráðunaut mínum: „Segðu ekk-
ert, ég er ekki að gera þetta til
fjár." Og hann, bezti vinur minn,
engdist af vanmáttka vonleysi.
Nízkan entist mér þar til ég hafði
sett síðustu kommuna f lokahand-
ritið. Ég skrifaði sjálfur öll mín
bréf, yddaði blýantana mína, las
Arthur Schlesinger.
sjálfur úr hraðritunartáknum mín-
um og hélt mína eigin spjaldskrá
í óvistlegu kjallaraherbergi í Þjóð-
skjalasafninu, inn af anddyrinu
gegnt hressingarsölunni og salerni
karla.
Síðar flutti hinn góðgjarni, hug-
ulsami skjalavörður, Herman Kahn,
mig til skrifstofu á fjórðu hæð við
hliðina á skrifstofu Evelyn Lincoln.
Evelyn var einkaritari Johns
Kennedy frá 1953; hún var í bíla-
lestinni 22. nóvember; ég hafði
þekkt hana árum saman. Þarna
norðanvert í Þjóðskjalasafnshúsinu
höfðum við Ijómandi útsýni yfir
Pennsylvania Avenue. Daginn sem
Lyndon Johnson sór forsetaeiðinn
1965, var hún kyrr heima; beiskj-
an var enn ekki rokin. Mér varð
á að stara á skyttur leyniþjónust-
unnar á húsaþökum nágrennisins
og öryggisverðina sem klúktu aft-
an á SS 100 X — og ígrunda, eins
og svo oft áður, hvar þeir hefðu
verið þann heiða föstudag utan við
Námsbókaútgáfuna í Texas.
Skrifstofan mín var vistleg,
Evelyn góður félagi; og nú hafði
ég flutt fjölskyldu mína frá Nýja
Englandi í grámuskulegt hús á
Lowell Street, bak við dómkirkjuna
í Washington. Því miður var ég
ekki mikið þar. Þar til þau komu,
var mest af starfi mínu helgað
Washington, því ég hafði heitið for-
seta Hæstréttar því, að ég skyldi
ekki fara til Texqs fyrr en forsetinn
hefði viðurkennt skýrslu hans. Þess
vegna voru flest stefnumótin á
dagatali mínu fyrir 1964 innan
seiiingar þótt óskiljanleg væru
leikmanni — ég notaði dulmál
leyniþjónustunnar, þegar mér þótti
það henta: „Lace/N" stendur á
dagatalinu, „Eunice/Timberlawn"
„Freedom/Carpetland," „RFK/4700
Chain Bridge," „Tiger/Angel,"
„Victoria/Crown", „Dazzle/Tre-
asury". Jafnvel stefnumót norður
af Washington („Gailbraith/ Vt.",
„Cushing/Commonwealth Ave.",
„Rose/Cabin One") voru ekki nema
steinsnar að heiman frá mér.
En nú fylgdi ég hrapaðri stjörnu
út fyrir sjóndeildarhring í vestri.
Ég var kominn í framandi land,
einn míns liðs á óravíddum hins
mikla suðvesturs. Heimilisföng mín
voru við óþverralegar götur ( ryk-
ugum borgum og olíustoltum stöð-
um víðs vegar um flatlendi Texas:
í Temple, Austin, San Antonio,
Houston, Forth Worth, Irving og
— um eilífð, að mér fannst — í
Dallas.
Fyrir mörgum árum, áður en
ímyndardýrkendurnir vörpuðu Stet-
songráum álögum sínum yfir þá
mesta ríki Bandaríkjanna, sögðu
tækifærisræðumenn iðulega litla
sögu af Philip H. Sheridan hers-
höfðingja, sem árið 1867 var sett-
ur yfir Fimmta hersvæðið. Fyrsta
Evelyn Lincoln.
embættisverk hans var að kanna
mexíkönsku landamærin. Hann
lagði kátur af stað, en hann var
aldrei snjall að fást við kort og
hafði ekki minnstu hugmynd um,
hve langa ferð hann átti fyrir hönd-
um. Miðsvegar til Rio Grande varð
hann vindlalaus. Svo tók sólin að
brenna. Því næst fúlnaði vatnið.
Eftir að hrelld lestin hafði dregizt
yfir Einstirnissléttuna í meira en
viku, rak fréttaritari hausinn inn í
aftanvert tjaldið á vagni hershöfð-
ingjans og spurði: „Jæja, hershöfð-
ingi, þér hafið nú séð væna skák
af Texas. Hvernig lízt yður á?"
Samkvæmt sögunni svaraði Sheri-
dan af hita: „Ef ég ætti Texas og
Helvíti, myndi ég selja Texas og
búa í Helvíti."
Skömmu síðar var hann fluttur
til Missouri; óánægðir íbúarnir
höfðu kvartað yfir því til Washing-
ton að hann skildi þá ekki, ef til
vill höfðu þeir rétt fyrir sér. Dómur
hans var kveðinn upp í fljótræði.
Ég hef alltaf kunnað vel við ríkið,
og þegar allt kemur til alls, hafa
ferðir mínar þangað eftir forseta- í
morðið styrkt þá tilfinningu. Það
er eitthvað við þetta sólbakaða
hálfþróaða land, veðraða búgarð-
ana, hávaxna, hrekklausa mennina í
upplituðum gallabuxunum, að sjá
og kenna þefinn af hjörðunum í
Ijósaskiptunum. Borgirnar eru ekki
eins aðlaðandi, þó búa þær flest-
ar yfir einhverskonar persónuleika.
Austin hefur líflegan þokka; San
Antonio smitandi latneska hrifn-
ingu,- Houston óvæntan Ijóma; Fort
Worth óheflaðan þrótt.
Dallas er undantekning frá þessu,
Hið sígilda svar Willie Suttons við
því, hvers vegna hann rændi banka,
á við mig í þessu tilliti („Af því að
peningarnir eru þar"). Ég varð að
fara til Dalias vegna þeirra upp-
lýsinga, sem þar var að fá. En ég
gat aldrei látið mér geðjast að
henni. Að sjálfsögðu eru óteljandi
einstaklingar undantekning frá
þessari skoðun minni. Bók mín
hefði aldrei orðið til, án samvinnu
við þá borgara í Dallas, sem höfðu
elskað og enn þá syrgðu John
Kennedy. Hins vegar hef ég aldr-
ei komizt í kynni við borg, sem
haldið er I jafn miklum heljar-
greipum jafn fárra manna. Boston,
Baltimore og Philadelphia hafa
sína hæversku embættismenn. Hins
vegar er vald þar að mestu leyti
uppgerðarvald. f Dallas er það
hins vegar uggvænlega raunveru-
legt, nakið og hrokafullt. Það er
eitthvað nærri tevtónskt við þá
efnishyggju, sem ríkir í Dallas og
þá virðingu sem þar er borin fyrir
vöðvastyrk manna. Stofnanir borg-
arinnar eru undarlega gamlar af
vestrænni borg að vera, og ég
hef gaman af að ímynda mér, að
blaðamaðurinn sem Phil Sherdian \
snupraði, hafi verið starfsmaður
við Morning News í Dallas.
Ég komst að raun um, að morð-
ið hafði ekki breytt pólitískum að-
stæðum mikið. Tengsl mín við hinn
látna forseta öfluðu mér fárra vina;
vinir hans virtust þar enn þá í
greinilegum minnihluta. í höfuð-
borginni hafði vegabréf mitt frá
Hvíta húsinU verið viðurkennt af
Öryggislögreglunni, CIA og fleiri
aðilum, en þegar ég hafði lagt
nokkrar saklausar spurningar fyr-
26 VIKAN 17-tbl-