Vikan - 27.04.1967, Blaðsíða 6
Þessi heirnsfrægu merki mæla með sér sjólf:
Aqua Lung vörur fró U. S. Driver Co., U. S. A.
Poseidong Cyclon vörur fró Aqua Sport, SvíþjóS.
Scubapro vörur frá Sport Indurstries Inc., U. S. A.
Atvinnumenn, sportmenn, stærsta og bezta úrvalið í köfunarvörum
er hjá okkur.
f/iiimaí ch.f
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnofni: »Volver<( - $ími 36200
Útibú LAUGAVEG 33.
KVENNABÓSI
Kæra Vika:
Fyrir nokkrum vikum varð ég
fyrir því að kynnast ungum
manni á skemmtistað hér í bæn-
um. Fyrst í stað leizt mér vel
á þennan unga mann. Hann var
mjög snyrtilega til fara og
kurteis. Okkar kynni urðu síðar
nánari. Hann bauð mér út næstu
helgar á eftir og svo sóttist hann
eftir að koma heim með mér og
lét ég það gott heita. Þá kynnt-
ist ég náttúrlega betur högum
þessa manns. Hann sagðist vera
skilinn við konuna sína fyrir
nokkru síðan. Þá hætti mér nú
að lítast á blikuna. Ekki svo að
skilja, að það þurfi að vera nokk-
uð athugavert við það að fólk
skilji, heldur hversu illa hann
talaði um konuna sína. Mér
fannst það mjög óviðeigandi að
segja mér frá því, þar sem hann
þekkti mig sama og ekkert. Rétt
á eftir fór ég í afmæli til vin-
stúlku minnar. Þá tekur hún mig
á eintal og fer að segja mér, að
þessi maður, sem ég hafi verið
með undanfarnar helgar, sé gift-
ur og eigi ágætis heimili, konu
og börn og hvort mér finnist við-
eigandi að komast upp á milli
hjóna. Ég varð alveg steini lost-
in og fór að segja henni frá því,
sem hann var búinn að segja
mér. Þá segir hún: „Góða mín!
Láttu mig þekkja hann. Ekki
hefur hann svo sjaldan reynt við
mig. En hann er orðinn að at-
hlægi á þessum skemmtistað þar
sem hann heldur sig oftast. Þar
reynir hann við hinar og þessar
og maður sér það strax á hon-
um, hvað hann hugsar: Ég get
náð í hvaða stelpu sem er. Það
er óhætt að segja að hann hagi
sér eins og argasti kvennabósi."
— Eftir þetta var þessi maður
þurrkaður burt úr lífi mínu. Ég
fyrirlít hann og hef viðbjóð á
honum. En frekjan í honum er
svo mikil, að ég hef engan frið
fyrir honum. Meira að segja fór
ég úr bænum um páskana og
þangað hringdi hann. Hvað á að
gera við svona menn? Mér finnst
að refsilög eigi að ná yfir svona
framferði. Svona menn leggja
ekki aðeins heimili sín í rústir
og eyðileggja líf eiginkvenna
sinna, heldur eyðileggja þeir
líka þær stúlkur, sem þeir geta
logið sig inn á. Hvert er þitt
álit?
G.J.
P.S. Birtu bréfið fljótt. Ég er
í vandræðum!
Ja, ljótt er að heyra! Maður-
inn er bersýnilega argasti
kvennabósi og það af allra
verstu tegund. Það verður að
segja þér til hróss, að þú hefur
hegðað þér eins og siðaðri stúlku
sæmir og verið til fyrirmyndar.
En kvenfólki hefur nú hing-
að til tekizt að losna við þá
karlmenn, sem það vill ekki um-
gangast, og við trúum ekki öðru
en að þér takist það líka. Fyrst
og fremst verður þú náttúrlega
að segja þessum Casanova álit
þitt á honum og hans líkum, og
gerðu það svolítið hressilega.
Tvinnaðu saman öllum þeim
skammaryrðum, sem þér finnst
að hann eigi skilið að fá framan
í sig. Ætli hann gefist þá ekki
upp og snúi sér að næsta fórn-
arlambi sínu?
í ALVÖRU - Á AÐ GIZKA.
Heiðraði Póstur!
Hversu mörg prósent af bréf-
unum, sem þú birtir ætli séu
skrifuð í alvöru, sivona á að
gizka? HH.
Það er afar erfitt að svara
þessu, þar sem ekki er ævinlega
hægt að segja með fullri vissu,
hvort bréfin eru skrifuð í gamni
eða alvöru. Slíkum vafabréfum
svörum við oftast sem alvarleg
séu. En mikill hluti bullbréfanna
fer stytztu leið í bréfakörfuna. Af
þeim bréfum, sem nú liggja hér
myndum við telja að aðeins 5—7
% væru skrifuð af stráksskap.
Hann skemmdist ekkert mikið,
en ég held þú verðir samt að
koma með nýjan bíl.
6 VIKA.N
17. tbl.