Vikan - 27.04.1967, Page 18
Þeir byggja margir veglega vestur á
fjörðum ekki síður en hér við Faxa-
flóa og gott dæmi um það er nýtt
íbúðarhús Boga kaupfélagsstjóra á
Patreksfirði. Kjartan Sveinsson hefur
teiknað þetta glæsilega hús sem stend-
ur nokkuð utan við kauptúnið, og
horfir fram á fjörðinn. Á myndinni
til vinstri sést að húsið er ekki síður
veglegt að innan en utan; þarna
stendur Kaupfélagsstjórinn sjálfur í
stofunni sinni sem er i alla staði fram-
úrskarandi vegleg og smekklega unn-
in. Þarna er frístandandi arinn á miðju
gólfi, hlaðinn með hellugrjóti. Málverk
kaupfélagsstjórans á gafli stofunnar er
að sjálfsögðu eftir Kára Eiriksson.
Hér er nýi barnaleikvöllur-
inn á Patreksfirði; börnin
róla sér og renna í friði og
spekt, því hér er enginn
ærandi skarkali og umferð,
aðeins rólegt gjálfur öld-
unnar við ströndina. Hand-
an fjarðarins gnæfir brött
nýpa, þar er Örlygshöfn og
þaðan er ekið suður yfir
fjallið til Hvallátra og Látra-
bjargs. Á tanganum sem
sést á myndinni eru elztu
húsin á Patreksfirði.
Hér eru leifar gamla timans á Patreksfirði, gamalt hús upp í hliðinni
þegar ekið er inn í kauptúnið. Það er varla mikið meira en tuttugu
fermetrar og hefur liklega þótt ágætis vistarvera á sinni tíð-
18 YIKAN "•