Vikan


Vikan - 16.11.1967, Page 7

Vikan - 16.11.1967, Page 7
lífstykki hinnar hversdagslegu meðalmennsku og lyfta því upp í hæðirnar . . . HLÁTURINN OG MENNINGIN. Vika mín góð, þú ert svo fróð! Viltu nú ekki segja mér nokk- uð: Hvers vegna er lítillækkandi og lágkúrulegt að hafa gaman af að hæja? Mér skilst á menning- arvitum, að ekkert geti verið menntandi eða sálarlega göfgandi, nema það sé drepleiðinlegt og sorglegt. Sé það skoplegt eða hlægilegt er það lágkúra sem engu hæfir nema menningar- snauðu lágstéttarfólki. Það er sama í allri list: Það er eins og ekkert sé list nema það sem er svo fáránlegt og afkáralegt að það sé helzt ekki hægt að skilja það. Enda fer þá árangurinn eft- ir, þetta er eins og nýju fötin keisarans, það er búið að telja fólkinu trú um að keisarinn sé í fötum og þá þorir enginn annað en lofsyngja þau og prísa fegurð þeirra og snilli. Viltu svara mér þessu um htát- urinn og menninguna? Vertu sæl, Vika, Lilja. Það vill oft brenna við að menningin sé afar alvarlegs eðl- is og gjörsneydd allri kímni. Meðan hún er svo afkáraleg, að maður getur hlegið að henni, þá er allt í lagi. Hitt er öllu verra, þegar hún er svo drepleiðinleg, að maður geispar yfir henni. VINKONA OG ARABI. Kæri Póstur. Gefðu mér nú góð ráð, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Þannig er mál með vexti, að vinkona mín, sem er jafngömul mér (við erum báðar seytján ára) kynntist fyrir skömmu Araba, sem hefur verið hér á landi um hríð og fengið vinnu á verkstæði. Hann er farinn að kunna dálítið í íslenzku og er voðaleg kátur og upprifinn. Mér finnst hann nú ósköp ógeðsleg- ur, motdbrúnn á hörund og flá- mynntur og svo fara þessar enda- lausu hláturgusur hans í taug- arnar á mér. En vinkona mín sér ekki sólina fyrir honum og trúir á hann eins og guð. Nú nýverið Irúði hún mér fyrir því, að hún ætlaði að giftast honum og flvtja svo með honum út, þegar hún verur orðin nógu gömul til að gel ákveðið það sjálf. Ég réði henni eindregið frá þessu, mér lízt ekkert á þennan grip hennar, enda veit ég að hann hefur ver- ið að gera hosur sínar grænar fyrir fleiri stelpum, til dæmis er stutt siðan hann reyndi við mig og sýndi við það tækifæri mikla ósvífni og frekju, eins og hann héldi að ég væri einhver mella. En ég var nú fljót að láta hann vita, hvar Davíð keypti ölið, og síðan hefur hann forðazt mig. Ég sagði vinkonu minni frá þessu, og hún tók sér þetta ósköp nærri og skammaði hann fyrir þetta, en honum tókst að sleikja sig upp við hana aftur. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég get ómögu- lega hugsað mér að láta stelp- una fara í hundana, og mig óar við að vita hana á valdi þessa ómennis, þegar hún verður kom- in með honum til föðurlands hans. Mér finnst það til hábor- innar skammar, hvað lítið eftir- lit er með því hvers konar lýður kemur hingað til tands. Er þetta útlendingaeftirlit til, eða eru þeir, sem þar starfa, bæði blind- ir og heyrnalausir? Segðu nú álit þitt, Póstur minn, kannski tek- ur vinkona mín meira mark á þér en mér. Þín Dúdda. P. S. Og svo er það auðvitað þessi sígilda spurning: Hvernig er skriftin? Þú hefur lög að mæla, Dúdda mín. Þessi Arabi er langt frá því að vera geðslegt fyrirbrigði, eft- ir lýsingu þinni á honum að dæma. Og jafnvel þótt hann þurfi ekki að vera alger óþokki, þá á hér við sem oftar málshátt- urinn: Lík börn leika bezt. Ekki skulum við halda því fram að Arabar eða annað fólk af fjar- lægum þjóðernum sé verra fólk en við; það myndi lýsa heldur miklum sjálfsbyrgingshætti af okkur. En þeir eru öðruvísi en við, siðferðileg lögmál þeirra og hugsunarháttur að verulegu leyti á annan veg en hjá okkur. Það sem hjá okkur þykir gott og gilt, er kannski hneykslanlegt hjá þeim, og öfugt. Því teljum við alveg fráleitt fyrir vinkonu þína að gerast lífsförunautur Arab- ans, hversu inikill afbragðsmað- ur sem hann kynni að vera, — hvað þá ef hann er hálfgerður lúsablesi. Við erum þér sammála í því, að útlendingaeftirlitið hérna sé eitthvað laust í reipun- um, miðað við það mislita kraðak erlendra flakkara, sem eru nú orðnir hér svo þaulsætnir að þeir hypja sig ekki einu sinni út fyr- ir landsteinana meðan kaldast er. Skriftin er hreinleg og snyrti- leg. JA, VIO ERIINI SAMMALA „Hun er bœði fallegri °g fullkomnari“ CENTRIFUGAL WASH MODÉL 620 EINDM HNAPPI veljið þér þvottaLerfið, og C.W. 620 © ÞVÆR, (7) HITAR, © SÝÐUR, © MARGSKOLAR, (T) ÞEYTIVINDUR Aiii m -Bll ÍFHI- sép ] Sápuskammtar settir í strax — vélin sk< [fl þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma oangui’ skolefn | Tekur sjálf inn sérstakt skolefni II | ef þér óskið að nota það ÍOfðÍ^íl Tvívirl<' afbragðs liiUÍÍM| þeytivinding merkjaljós írr jestii R Þarf ekki að festast Kl niður með boltum nfm Nœlonhúðuð að utan — fínslipað, Sérlega fSjTS 111 fi ullll ryðfritt stál að innan auðveld B,|!bÍ1|1ÍíI£J reps 0 Fullkomnasta og fallegasta |fl vélin á markaðinum leióarvlsir i— mdC 1 Ulk SÍMl 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK. með nónari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála NAFI»....................................................... HEIMILI .............................................-....... TIL FÖnÍX S.f. pósthólf 1421, Reykjavík 46. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.