Vikan


Vikan - 16.11.1967, Síða 13

Vikan - 16.11.1967, Síða 13
DEYJfl ÞUNGIR SEM GUDIRNIR KVDIDSIHND MED HARALDI Á. SIGDRDSYNI. LEIKARA TEXTI: GYLFI GRÖNDAL Haraldur Á. Sigurðsson var á skóla í Skot- landi á sínum yngri árum. Ilann lék þá i rugby-liði skóians, cn í það voru aðcins vald- ir þeir, scm mikla gctu höfðu til að hera í greininni. Neðri myndin er að liðinu, cn að ofan cr Haraldur stækkaður út úr myndinni. lét byggja þetta hús sjólfur. Og ég ráð- LJ legg engum að standa í svoleiðis bjss- ness .... Kvöld síðla sumars á heimili Haraldar A. Sigurðssonar, leikara, að Eiyngjuvegi 3. Hann segir frá húsinu og byggingu þess meðan við göngum upp stigann. Við fáum okkur sæti í her bergi uppi á lofti. Haraldur slekkur á sjónvarps- tækinu og heldur áfram að tala um smíði hússins: m MÁLARARNIR SEM SUNGU. — Ég þurfti að láta mála í hasti, að minnsta kosti eitt herbergi til þess að ég gæti flutt inn. Ég var á götunni. Ég réði til mín tvo málara, helvíti myndarlega stráka. Þeir sögðust mundu koma á hverjum degi klukkan fimm og vinna framúr, og mér fannst það allt í lagi. Síðar komst ég að raun um, að þar plötuðu þeir mig heldur betur. Þeir voru nefnilega að vinna annars staðar til klukkan fimm og voru því farnir að þreytast, þegar þeir komu til mín. Þessum málurum mínum var margt fleira til lista lagt en að mála. Þeir sungu, sjáðu til, sungu heilar óperur svo að glumdi í galtómu húsinu. Alltaf öðru hverju kom ég til þeirra til þess að líta eftir hvernig verkinu miðaði. Þetta gekk ekkert hjá þeim, og mér bráðlá á að flytja inn. Hins vegar stóð ekki á því að þeir rukkuðu mig vikulega. Ég hafði ráðið þá upp á tímakaup, og auðvitað borgaði ég skilvíslega. Loksins missti ég alveg þolinmæðina, klæddi mig í skítagalla og fór sjálfur að mála til þess að þetta gengi eitthvað. Ég byrjaði á einu herbergi, sem ég ætlaði að flytja inn í til bráðabirgða. Ég tók eftir því, að þeir voru alltaf niður í kjallara og sögðust vera að blanda málninguna. Og á meðan sungu þeir auðvitað heil- ar óperur. Þegar ég var búinn að mála svolítið, datt mér í hug að kíkja niður til þeirra. Þeir voru í miðri aríu, þegar ég kom, og ég sagði við þá: Heyrið þið, vinir mínir! Haldið þið ekki, að annað hlutverkið vildi koma upp svona einhvern tíma á milli þátta og líta á þetta hjá mér? Jújú, það er guðvelkomið, sögðu þeir og héldu áfram með aríuna. Nokkru síðar kom annar upp til mín. Þetta er bara helvíti gott hjá þér, sagði hann. Síðan fór hann aftur niður í kjallara og þeir héldu áfram með óperuna. Þegar þeir komu að rukka mig einu sinni, fannst rnér reikningurinn ískyggilega hár. Það er eitthvað bogið við þetta, sagði ég. Það eru ekki svona margir tímar í einni viku. Nei, sko, þetta er fyrir allt verkið, líka það sem óunnið er, sögðu þeir. Við þurfum nefnilega að borga víxil. Já, svoleiðis. Og auðvitað á ég að borga víxil- inn. Það er alveg sjálfsagt, vinir mínir. Ég hef alltaf verið skilvís og heiðarlegur mað- ur, og þess vegna borgaði ég reikninginn. En upp frá þessu létu þeir ekki sjá sig. Ég sá annan þeirra löngu síðar úti á götu, og hann tók á sig stóran krók til þess að hitta mig ekki. Þegar ég var fluttur inn í eitt herbergi hérna uppi, tók ég eftir því, að oft var fullt af fólki niðri. Eitt sinn fór ég niður, vék mér að einum og sagði: Heyrðu, vinur minn! Hvern ætlaðir þú að hitta hérna? Ég? svaraði maðurinn aldeilis undrandi á þessari ósvífni. Ég er bara að skoða. Eftir þetta vissi ég, að það mun vera siður hér á landi, að ókunnugt fólk vaði ínn í hús sem eru í smíðum til þess að skoða þau. Nei, vinur minn, þú skalt aldrei byggja. SILFUR AF MANNI. Ég bið Harald að rifja upp skemmtileg atvik frá dögum revýanna og leikstarfsins í gamla daga. — Það er hægara sagt en gert, svarar hann. Atvik, sem voru skemmtileg fvrir nokkrum árum, eru ekki eins skemmtileg í dag. Hugsunarháttur fólksins hefur breytzt. Þegar ég hætti að leika, var ég búinn að vera fjörutíu ár í þessu. Þá sagði ég við sjálfan mig: Hættu þessu! Þú ert hættur að skemmta þér sjálfur. Ég vissi, að ég gat náð eldra fólkinu, en ungviðið, þetta þú veizt, tvist eða hvern djöfullinn þeir kalla það, garg og gal og hopp og hí. Ég hef nú aldrei verið þannig skapaður, að ég geti hoppað mjög hátt. Ég fann, að ég náði þessu ekki, og mér var farið að leiðast sjálfum. Ef mað- ur skemmtir sér sjálfur jafn mikið og fólkið skemmt- ir sér, þá kemst maður í gegnum þetta. En ef manni leiðist sálfum jafn mikið og fólkinu, þá er voðinn vís. Okkur datt sitt af hverju ( hug f gamla daga, þegar við settum saman revýurnar, en ég er búinn að gleyma því öllu, nema kannski einum og einum orðaleik. ,,Þeir deyja þungir sem guðirnir elska", sagði ég einu sinni, og það vaktí mikinn hlátur. Framhald á bls. 40. Hcr C.5 ueSan sést Haraldur Á. Sigurðs- scn í tveimur hlutverkum hjá Leikté- lagi Reykj'avíkur: Að ofan sem Pétur Mrland í „Karlinn í kassanum" og að r.eöan i „Þrettándakvöldi" Shakespears. Teikningin hér til hægri er eftir Halldór Pétursson. 12 VIICAN 4Ö- tbl'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.