Vikan


Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 16.11.1967, Blaðsíða 22
fHMEFAFVUI KRAFT FRAMHALDSSAGAN EFTIR MARIAN NAISMITH 7. HLUTI Hún sneri sér við og augu hennar skutu gneistum. - Ef þú heldur að ég ætli bara að sitja þarna og hlusta á endurminningar þínar um nánustu for tíð mína, ferðu hrapallega villur vegar — Ég hélt að þú værir ekki hlynntur líkamlegri refsingu. Mig minnir að þú hafir sagt mér að þú hafir aldrei lagt hendur á Jamie. — Það er rétt, en hann hefur oft átt það skilið. Það er bara þannig að ég hef ekki kjark til þess. Ég get ekki slegið Jamie fremur en ég gæti tæmt þennan poll með tágakörfu. Hann lyfti annarri hendinni og benti á tjörn sem þau fóru fram hjá. — Og hann veit það því miður allt of vel. Adrienne starði lengi framfyr- ir sig og rifjaði upp fyrir sér samtalið sem hún hafði átt við hann stormkvöldið góða. Gráfölt og afmyndað andlitið, þegar hann kom skálmandi inn í Drumbeat og hótaði að kyrkja Jamie fyrir hræðsluna og gauraganginn sem hann hafði stofnað til, var í æp- andi mótsögn við þetta glettnis- lega skap sem hann var í núna. — Engu að síður, sagði hún upphátt, — er hann stundum dauðhræddur við þig. — Þá er hann afar laginn að fela það, svaraði Martin þurrlega. Svo þagði hann lengi og hélt á- fram: — Það er langt í frá að Jamie sé dauðhræddur við mig. Ef hann væri það hefði ég haft ennþá meiri áhyggjur af hon- um, en hann er eðlilegur strák- ur á allan hátt. Hann er og guði sé lof fyrir það, hreinn og beinn, hræðilegur, slunginn og óáreið- anlegur og hefur rösklega meira en meðalhæfileika til að slá ryki í augun á fólki, þegar honum þykir það við eiga. — Nú ertu ósanngjarn. — Nei, alls ekki. Þú hefur bara séð það góða við hann en það er púki í honum engu að síður, trúðu mér til. Það er ein- mitt það sem gerir hann að eðli- legum strák. Þeir eru allir eins. — Hefurðu þá aldrei verið eðlilegur smástrákur sjálíur? — Hmmm. Óforbetranlegur órabelgur. Miklu verri en Jamie, en ég átti aldrei í útistöðum við foreldrana. — Þú getur ekki auðveldlega sagt að það sé Jamie að kenna að hann er það. Það ert þú sem hefðir átt að hafa vit á að leysa þann vanda fyrir hann. Þess er ekki að vænta að átta ára gamall snáði geti hugsað upp sálfræðilegan grundvöll til sam- skipta milli föður og sonar. Hann rak upp hlátur. — Ég er þrjátíu og níu ára og það er of- viða minni getu, svo ég hef ekki nokkra von um að Jamie rambi á lausn. Þrátt fyrir það sem hann sagðí virtist hann ekki hafa sérstakan áhuga fyrir vandamál- inu. Hann ók bílnum fimlega og án minnstu erfismuna, milli lim- gerðisins við hliðina á veginum og hvítu miðlínunnar. Það var ekki að sjá að hann ætti neinar áhyggjur til, þar sem hann sat hér og raulaði lágt. Næst beygðu þau inn á friðsamlegan sveitaveg með háum, grænum brekkum báðar hliðar. Eftir stundarkorn nam hann staðar, steig út úr, tók um handleggina á henni og leiddi hana að stíg sem lá út á skógivaxið hæðardrag. Þau gengu milli trjánna, yfir skóg- ar botn sem var jafn mjúkur og mýksta teppi og krökkur af villtum blómum. Milli trjákrón- anna yfir þeim sungu fuglarnir og íkorni hoppaði grein af grein. í lundinum nam Martin staðar og benti á gamlan, fallin eikarstofn. Þau settust, horfðu út yfir dal- inn, niður að borginni, ævin- týraborg með öllum sínum háu byggingum þökktum vafnings- viði og umkringdum háu lim- gerði. — Þetta er kannske mesta snilldarverk Englands frá arkí- tektúrsjónarmiði, sagði hann með semingsbrosi — en héðan séð er þetta gott dæmi um byggingarlist miðaldanna. Adrienne sagði ekkert heldur naut útsýnisins þögul. Hún gat vel ímyndað sér liðinn tíma með albrynjaða riddara á ljónfjörug- um fákum, veifandi gunnfána, burtreiðar vopnagný og lúðra- þyt. — Einmitt staðurinn fyrir burtreiðar og sverðsglamur, sagði Martin með sínu næma innsæi. Adrienne brosti svolítið ó- framfærin eins og venjulega þegar hann gat sér þess ná- kvæmlega til hvað hún var að hugsa. Að sínu leyti gerði það hana órólega, það var eins og hann gerði sér grein fyrir öll- um hennar leyndarmálum, sæi beint inn í huga hennar og gerði hana auðsæranlega og óörugga með sig. Hann brosti aftur með augna- ráði sem minnti svo ákaft á Jamie, þegar hann var í sínu ó- fyrirleitnasta skapi að hún sneri sér undan, áður en hann náði að þýða andlitssvip hennar. — Þú hefur skörp skilningar- vit, sagði hún og tíndi blöðin af fjólu annars hugar. — Það þarf ekki mikið til þess, augu þín eru mjög talandi. Hann horfði hugsi á hana. — Hversvegna sagðirðu eiginlega skilið við metna og arðsama at- vinnugrein og grófst þig hér út í sveit? — Það vill svo vel til að ég kann betur við mig úti í sveit. Ég féll að fullu og öllu fyrir Drumbeat, þegar ég sá það og eftir næstum átta ár í auglýs- ingabransanum, var ég meira en ánægð með að losna úr honum, meðan ég var enn með nokkurn- veginn fullu viti. — Á þínum aldri, hnussaði 22 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.