Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 26
En pabbi h.afði annað á prjónunum. Hann skaut upp
kollinum einn góðan veðurdaginn í Zúbalóvó. „Til hvers
langar þig að flytja til Zdanoff fólksins?“ spurði hann.
„Kerlingarnar þar myndu éta þig lifandi,“ liélt hann áfram.
„Það er of margt kvenfólk í því húsi.“ Mér brá í brún, því
ég hafði enga löngun til að búa í húsi pabba og vissi, að Júrí
Andreievits myndi aldrei samþykkja það.
Ég fór suður til að hitta pahha í nóvember 1948. Pabbi
var reiður. Hann skammaði mig og kallaði mig „sníkju-
dýr“ frammi fyrir öllum. Hann sagði mér, að ég hefði ekki
látið neitt gott af mér leiða enn. Allir voru þöglir og vand-
ræðalegir. Næsta dag tók hann óvænt að tala við mig i
fyrsta sinn uin mömmu og hvernig hún dó. „Þessi kvik-
indislilla skammbyssa“, sagði liann, bálreiður allt í einu og
sýndi mér milli fingra sér hvað hún var agnarlítil. „Þetta
var ekki nema leikfang. Pavlúsja færði henni þctla. Ljóm-
andi gjöf!“
Hann leitaði eftir fleiri sakborningum. Alll í einu minnt-
ist hann Pólinu Semsjúsínu, konu Mólótoffs, og taldi að
hún hefði „haft slæm áhrif á hana.“ Svo tók hann að for-
mæla siðustu bókinni, sem mamma liafði lesið, ekki löngu
áður en hún dó. Það var „Græni liatturinn“ eftir Michael
Arlen.
Við fórum til Moskvu saman með lestinni í nóvember
1948. Þegar numið var staðar á stöðvunum fengum við
oklrur gönguspretti á stöðvarpöllunum. Pabbi gekk alla
leið fram að vélinni og heilsaði járnbrautarstarfsmönnun-
um á leiðinni. Það var ekki einn einasta farþega að sjá.
Þetta var sérstök lest og enguin leyft að koma á pallana.
Lestin staðnæmdist einhvers slaðar utan við Moskvu og
bilunum okkar var ekið upp að henni. Þeir voru að forðast
borgina vegna fólksmergðarinnar þar. Vlasik hershöfðingi,
útbelgdur og feitur af koníaki og sjálfsbirgingi var á hlaup-
um fram og aftur. Hershöfðingjarnir og ofurslarnir i líf-
verðinum voru líka móðir og másandi. Pabbi nísti tönn-
um og hrópaði til þeirra gróf orð.
Ný handtökualda skall yfir í árslok 1948. Frænkur mín-
ar tv.ér, ekkjur Pavels frænda og Redens, voru sendar i
fangelsi, og allir sem þekktu þær. I. G. Mórósoff, faðir
fyrri eiginmanns míns, var handtekinn líka. Næst var gerðj
hríð að þeim, sem kallaðir voru „heimsborgarar“. Þeir
handtóku jafnvel konu Mólótoffs. Lozovskí var liandtekinn
og Míkhóels drepinn. öllum var ])eim safnað saman í eitt,
svokallaða „Zionistamiðstöð.“
„Zíonislarnir lögðu þennan fyrri eiginmann þinn fyrir
þig,“ sagði pabbi við mig. „Pabbi,“ reyndi ég að mótmæla,
„þeim yngri gæti ekki staðið meira á sama um allan þenn-
an zíonisma.“ „Nei, þú skilur ekki,“ svaraði hann snöggt.
„öll eldri kynslóðin er gjörspillt af zíonisma og nú er hún
að kenna unga fólkinu líka.“ Það var tilgangslaust að þrátta
við hann.
Iig spurði hann, livað frænlcur mínar væru sckar um.
„Þær töluðu mikið. Þær vissu of mikið og þær töluðu of
mikið. Og það hjálpaði óvinum okkar.“
Hann sá óvini alls staðar.
„Þú kemur sjálf með and-sovézkar yfirlýsingar,“ sagði
hann einu sinni reiðilega við mig og í fyllstu alvöru. Ég
reyndi ekki að mótmæla eða spvrja hvaðan hann hefði
það.
Ég tók lokapróf mín vorið 1949, og giftist Júrí Andreie-
vils Zdanoff. Við Jósef litli settumst að í ibúð Zdanoffs í
Kreml.
Það var á engan Iiátt jafn þægilegt og skemmtilegt hjá
Zdanoff fólkinu og ég hafði haldið. Ég reyndist vera i heim-
ili, þar sem annars vegar var liræsnisfull sýning á því sem
lcallað var „flokksandi“, en hins vegar hin gamalgrónasta
burgeisaágirnd, scm þrifizt getur í hugum kvenna. Allt
umhverfið — skrautlcer, tcppi og verðlausar kyrralífsmynd-
ir -— var smekklaust.
Árin 1949 til 1952 voru jafn skelfilega erfið fyrir mig
og alla aðra. Mér vai'ð bráðlega ógerlegt að draga andann.
Ég bað um að gamla fóstran mín fengi að koma og búa
hjá okkur. En þær sögðu mér að „það væri bókstaflega
ekkert fyrir fávísa, gainla konu al' bennar tagi að gera hér.
Hún myndi aðeins spilla Jósef.“
Ég sá ekki pabba i langan, langan tíma. Veturinn 1949—
50 var ég mjög veik. Ég álti von á barni. Loks sneri ég aft-
ur ti! Úspenskoje um sumarið, einum og hálfum mánuði
síðar, með hana litlu, veikburða Kötju inína. Eg var ör-
inagna af einmanaleik og veikindum, af þeirri staðreynd
að síðara hjónaband mitt var misheppnað og andstyggð á
liúsinu, sem ég varð að eiga lieima i.
Ég skrifaði pabba örvinglunarbréf. Ég fékk svar tveim
dögum síðar. Það var síðasta bréfið, sem ég fékk frá hon-
um.
„Kæra Svetoska!
Ég fékk bréfið þitt. Ég er mjög feginn að þú skyldir
komast yfir þetta svona auðveldlega. Nýrnaveiki er alvar-
leg veiki. Svo ekki sé minnzt á barnsburð. Hvaðan fékkst
þú þá flugu að ég hefði yfirgefið þig? Það er þess konar,
sem fólk ímyndar sér. Ég ráðlegg þér að trúa ekki imynd-
uninni. Farðu varlega með þig. Farðu varlega með dóttur
þína líka. Ríkið þarfnast fólks, lika þess, sem fætt er fyrir
timann. Vertu þolinmóð ofurlítið lengur — við hittumst
bráðlega. Ég kyssi Svetosku mína.
Þinn „Iitli pabbi“
10. maí 1950“.
Sumarið 1951 gerði pabbi mér orð um að koma til Ror-
sómí í Georgíu, til að vera hjá honum i sumarfríinu hans.
Ilann var 72 ára, en göngulagið var hvatlegt þar sem liann
skálmaði um garðana og feitu hershöfðingjarnir í lífverð-
inum voru móðir af að fylgja honum eflir.
Pabbi hafði óþægilegar endurminningar um för sina
þangað því hann þoldi ekki að múgurinn fagnaði lionum
og hrópaði „húrra!“ Iíann grelli sig af gremju í livert skipti
sem það gerðist. Hér, á Kútæsí járnbrautarstöðinni, höfðu
hinir georgisku landar hans tekið þannig á móti honum, að
hann komst ekki úr lestinni inn í bílinn sinn.
Hann var orðinn vanur þvi, ]>egar hér var komið, að
stöðvarnar væru ruddar áður en hann kæmi og vegirnir,
sem hanh fór um, auðir.
Þegar við fórum frá Rorsómi, stöldruðum við Vasilí hjá
fapðingarstað pabba í Gorí. Hið svokallaða Stalínshús er
ekkert annað en óræstilegur skóarakofi. En Bería lét byggja
yfir hann inarmarahöll svo staðurinn lítur út einna líkast
minni háttar neðanjarðarbrautarstöð í Moskvu.
26 VIKAN «• «“•