Vikan


Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 45

Vikan - 16.11.1967, Qupperneq 45
Rekið skammdegið úr húsum yðar með OSRAM lýsingu. starfaði að voru „Gullöldin okkar" og „Tunglið, tunglið taktu mig". Ég skrifaði þær með Guðmundi Sig- urðssyni. Hann er snjallt vfsna- skóld og er afar þægilegur sam- starfsmaður. RULLUR HINUM MEGIN. — Já, það er margs að minnast, eins og karlarnir segja, þegar þeir eru að láta skrifa niður endurminn- ingar sínar. — Þér hefur aldrei dottið f hug að skrifa minningar þfnar? — Nei, guð hjálpi þér, maður. Eg er ekkert hrifinn af þessum ævi- sögum, þegar menn eru að segja frá því, hvað þeir hafi verið voða- lega fátækir og hvað þeir hafi fengið Iftið að éta. Hins vegar hef- ur mig lengi lahgað til að skrifa ævisögu vinar míns, Högna Jón- mundar. En fyrst ég er að minnast á bar- lóminn í öðrum, þá er bezt að ég syndgi svolítið sjálfur í lokin. Þú mátt vel hafa það með, þótt allir viti það reyndar, að það var flest örðugra á okkar yngri dögum en það er nú. Það var ekki gert eins mikið fyrir leikarana. Utbúnaður- inn var af skornum skammti, og það varð að skera allt við neglur sér. — Og samt er eins og árangur- inn sé ekkert betri núna. — Um það get ég ekki dæmt. Ég fer sjaldan í leikhús. Ég sé eitt og eitt stykki. Ég á bágt með að vera kyrr í heila þrjá þætti, vildi fara og sjá einn þátt í einu, fara þá kannski þrisvar, fjórum sinnum. En ég verð þreyttur á því að sitja svona heilt kvöld. Svo er annað. Maður hrífst aldr- ei með. Maður þekkir alla þessa menn og er búinn að heyra sóninn í þeim í fjörutíu ár. Ég er ekkert að lasta þá. Maður var ekkert betri sjálfur, kannski alltaf eins. En þeg- ar ég var unglingur gat ég lifað mig inn f þetta. Þegar ég sá Ævin- týri á gönguför sem krakki, sá ég þetta allt saman fyrir mér í raun- veruleikanum, til dæmis þegar Skrifta-Hans klifrar upp tréð til þess að komast inn um gluggann. Ég lifði mig inn f þetta og trúði þessu. En ég trúi þvf ekki núna. Maður er ekki ungur lengur. Og heilsan er farin að bila. En þetta er allt í lagi, vinur minn. Ég trúi á annað Iff. Ég trúi því að Alfred sé að leika hinum megin. Emsi er þar líka, Indriði Waage og Tryggvi Magnússon, sem ég var lengi með. Ég er viss um, að þeir bjóða mér rullu, þegar ég kem þangað. . . . OSRAM framleiðir ijósaperur, flúrpipur, linestrarör og leysir yfirleitt allan vanda í sambandi viS hvers kyns raflýsingu. áfram. En eitt kvöldið, þá kann hann. Það rennur allt upp úr hon- um, orð fyrir orð og allt rétt. En þá fipaðist ég; ég var svo óvanur þessu. Hann stóð fyrir utan eins og vant var og sagði: Halli minn! Fyrirgefðu! Ég skil ekkert í þessu. Ég var að hlýða mér yfir þetta, áður en ég fór niður eftir eins og ég geri á hverju kvöldi, og ég kunni þetta alveg. Ég sagði við hann: Nú var þetta ekki þér að kenna, vinur minn. Það var ég sem kunni ekki. Öðru sinni var ég á sviðinu á- samt einum af okkar gömlu, góðu leikurum. Samtal okkar átti að taka um fimm mfnútur. Það var komið upp undir kortér, og karlinn raus- aði fram og aftur eintóma bölvaða vitleysu. Hann var kominn f allt annan þátt. Á endanum sagði ég: Jæja, vinur minn. Nú fer ég. Ha, ertu þarna, sagði hann. Á frumsýningu á Fornar dyggð- ir lékum við Tryggvi Magnússon tvo sjómenn. Allt í einu varð löng þögn hjá okkur, hvorugur mundi. Ef panikkin grípur mann, — það ger- ist helzt á frumsýningu,- eftir það fer maður að vera rólegri, — þá heyrir maður ekki ( hvíslaranum. Hann getur galað svo hátt að all- ur salurinn heyri það, en maður heyrir það ekki sjálfur, af þvf að maður er svo taugaóstyrkur. Svo varð þögn og Tryggvi segir: Hvað segirðu? Ég á ekki að segja neitt, svaraði ég. Það ert þú, sem átt að segja næst. Þar með höfðum við fólkið með okkur, og hvíslarinn gat kallað svo að við heyrðum. ( Sjálfstæðishúsinu kom oft fyr- ir, að það var galað og gargað á mann. Það var náttúrlega alltaf kenndirí. Ég var dálítið montinn af því, að einu sinni voru þrfr stákar f salnum, svona sextán eða sautján ára gamlir. Þeir voru með flösku fyrir framan sig, orðnir kenndir og þóttust vera helvfti miklir menn. — Þeir görguðu fram f allan tfmann. Ég lét það afskiptalaust, þangað til fólkið fór að ussa á þá. Ég sá, að þetta fór í taugarnar á fólkinu. Ég beið því, unz einn strákanna kallar til mín: Halli, viltu snaps? Nei, takk, vinur minn, sagði ég. Ég drakk þegar ég var á þfnum aldri en hætti þegar ég fermdist. Þeir skriðu inn í sjálfa sig, og ég er viss um, að það hafa aldrei verið prúðari piltar á nokkurri skemmtun eftir þetta. Sfðustu revýurnar tvær, sem ég i Margar gerðir af BLAUPUNKT bíltækjum ásamt festingum í flestar tegundir bifreiða. GUNNAR ÁSGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Laugaveg 33 — Sími 35200 46. tbi. VIKAN 45 1

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.