Vikan


Vikan - 30.11.1967, Síða 6

Vikan - 30.11.1967, Síða 6
DANSKAR 0 G NORSKAR HARÐViÐARHURÐlR í ÚRVALS GÆÐAFLQKKI Bílskúrshurðir með jórnum, læsingu og karmi. VerS: HarðviS, kr. 11.900,00. VerS: Furu, frá kr. 7.900,00. Innihurðir úr harðvið með karmi lömum og læsingu. VerS: Frá kr. 2.900.00. FÁST í: EiK, TEK, MAHOGNI. Tlánargötu 12 - sími 19669 BRÉF UM BÆKUP- Kæra Vika! Nú eru bækur farnar að koma út hér á landi — enn einu sinni. Þær springa út á haustin, eins og gróðurinn á vorin og þeim er líkt farið og hinum rótföstu vin- um okkar í ríki náttúrunnar: Sumar standa af sér alla bylji svartasta skammdegisins, en aðr- ar falla í fyrsta frostinu. Hvenær skyldu bækur koma út hér á landi jafnt og þétt allt árið, en ekki nær eingöngu fyrir jólin? Annars var ekki erindi mitt að fárast yfir jólabókaútgáfunni. — Nokkrir útgefendur hafa nýlega látið ljós sitt skína í Vikunni, og sagt okkur hvernig metsölubók eígi að vera. Niðurstaða greinar- innar varð því miður sú, að í rauninni vissi enginn útgefend- anna, hvernig metsölubók á að vera. Ég hallaðist helzt að hinu stutta svari Valdimars Jóhannes- sonar, sem sagði, að það væri „yfirskilvitlegt“ hvaða bækur seldust og raunar flest við bóka- útgáfu okkar. Ég er þeirrar skoð- unar, að það geti enginn maður sagt til um það, hvernig met- sölubók eigi að vera. Vönduð bókmenntaverk geta náð met- sölu, án þess nokkur viti, hvers vegna. Það er eitthvað við þær, sem fær hljómgrunn, eins og það er kallað, — þetta berst frá manni til manns, og bókin er uppseld fyrr en varir. Hið sama getur gerzt með bækur, sem eru svo nauðaómerkilegar, að það er erfitt að koma auga á nokkuð, sem valdi hinni miklu sölu þeirra. Leikritið „Hart í bak“ er gott dæmi um það, hversu vin- sældir og það sem í gamla daga var kallað alþýðuhylli, eru und- arleg og torskilin fyrirbæri. Það leikrit var vissulega prýðilegt verk, en gæði þess voru ekki svo mikil, að hægt væri að skýra hina ótrúlegu aðsókn með þeim einum saman. Fyrst ég er nú setztur niður og farinn að skrifa þér (ég hef aldr- ei skrifað blaði fyrr, að undan- skildum Velvakanda Moggans, sem birt hefur nokkra af pistl- um mínum) langar mig til að minnast á annað atriði í sam- bandi við bækur. Hvernig stend- ur á því, að Ijóðabækur eru svona óskaplega dýrar? Lítið ljóðakver kostar hátt á fjórða hundrað krónur! Ég veit, að ljóð seljast illa, en mér er líka kunn- ugt um, að ljóðskáldin fá lítið sem ekkert í ritlaun, og ég mundi ætla, þótt ég hafi raunar lítið vit á slíkum hlutum, að það væri lítið verk að setja ljóðabækur miðað við annað lesmál. Hvern- ig víkur þessu við? Er verið að níðast á þeim fámenna hópi, sem hefur áhuga á ljóðum? Að svo mæltu kveð ég þig, kæra Vika, og þakka þér fyrir ýmislegt vandað efni, sem þú birtir innan um þitt vinsæla léttmeti. J. S., Kópavogi. Við þökkum þetta greinargóða bréf. Það gerist víst stöðugt erf- iðara að gefa út bækur á Islandi. Sumir spá jafnvel, að það legg- ist alveg niður, en aðrir að ís- lenzkar bækur verði unnar er- lendis í framtíðinni. Allt er þetta vonandi skammdegisþras og böl- sýnisraus. Verðið á ljóðabókun- um stafar áreiðanlega fremur af nauðsyn fremur en illgirni. — Gróðavonin við útgáfu þeirra er að minnsta kosti i flestum tilfell- um lítil sem engin. VILJUGAR AÐ SKRIFA. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær, sem ekki þorum að láta birta nafnið okk- ar, en langar til að eignast penna- vini, ekki stelpur heldur stráka á aldrinum 16—17 ára. Þeir þurfa helzt að vera í skóla, skemmtilegir og viljugir að skrifa. Um okkur er það að segja, að við erum í fjórða bekk Gaggó og mjög duglegar að skrifa, sér- staklega um pop-músik. Strákar eru helzta áhugamál okkar. Okkur langar til að hafa það þannig, að ef cinhverjir hafa áhuga, sendi þeir bréfin til þín, Póstur góður, og síðan þú til okkar. En þar sem við erum tvær, og ef aðeins eitt bréf berst, þá dregur þú bara um það, hvor okkar fær bréfið. Verði bréfin fleiri skiptir þú þeim bróðurlega á milli okkar. Við lesum alltaf Vikuna og finnst hún yfirleilt góð. Angeli- G VIKAN 48-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.