Vikan


Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 7

Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 7
que ber af. Hvenær byrjar hún aftur? Tvær sem vonast eftir MÖRGUM pennavinum. Við vonum að einhver verði við bón þessara tryggu vin- kvenna, — helzt fleiri en einn, svo að önnur fari ekki í jóla- köttinn. Angelique kemur fyrir jól. DRAUMUR UM BRÚÐKAUP. Kæra Vika! Ég hef mikinn áhuga á því að fá ráðningu á þessum draumi, sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi hann svo skýrt og sterkt, að ég glaðvaknaði að hon- um loknum og hripaði hann nið- ur á biað. Hann hlýtur að hafa einhverja merkingu fyrir mig; segðu mér hver hún er, hvernig sem hún er. Ég bíð með óþreyju og þakka ráðninguna fyrirfram, svo viss er ég um að ég fái hana. Þú sérð það nú kannski á skrift- inni, að ég er svolítið frek eða ákveðin, er það ekki? Draumurinn er svona: Mér fannst að ég ætlaði að fara að gifta mig í kirkju, og ég ætl- aði að fara að klæða mig í brúð- arskartið og greiða mér. En ég ligg í rúminu og slappa af. Þá finnst mér vera þarna staddur ungur leikari, og er hann að æfa sig undir leikatriði. Hef ég orð á því við hann, að ég hafi alltaf haft mikla trú á honum sem leik- ara. Hann verður þá svo einlæg- ur við mig að trúa mér fyrir því, að hann hafi aldrei verið ánægð- ur með sig sem leikara. Þykir mér þá, sem þetta sé einn af okk- ar beztu leikurum (Lárus Páls- son). Verður hann síðan aftur blíður og innilegur við mig, og líkar mér það vel. Það var laust við alla ástúð, aðeins indæll hlý- leiki og vinátta. Fannst mér sem hann væri hamingjusamur yfir trausti mínu og áliti á honum. Allt í einu man ég snögglega eftir því, að ég ætla að fara að gifta mig og nú sé mannsefnið farið að bíða í kirkjunni. Ekkert man ég eða vissi um nafnið og aðeins það, að mér féll það ekk- ert illa að eiga að fara að giftast. Nú snarast ég upp úr rúminu og fer að klæða mig, en er kvíðin yfir því, að hárið á mér sé ekki vel hreint og líklega verði ég í vandræðum með að greiða það og snyrta svo að vel fari. En það er ekkert við því að gera. Ég verð aðeins að gera sem bezt ég get og er anzi taugaóstyrk. Ég held þó áfram að tygja mig til og er alltaf öðru hvoru og nokkuð oft að bera á mig ilmvatn, sem ég vissi, að var mjög gott og ekta. En ég er afar óánægð við sjálfa mig vegna þess, að brúð- guminn og fleira fólk bíður í kirkjunni. Þá finnst mér allt í einu vera komin vinstúlka mín og ég segi við hana: Er þetta ekki alveg óskaplegt með mig, hreint ófyrirgefanlegt? Ég átti að koma klukkan 6, og nú er klukkan um 7! Þá segir hún og er furðu róleg: Þú áttir að koma klukkan 7, en hún er að verða 9! Við það glaðvaknaði ég. Ég leit á klukkuna, hún var um fimm og ég hripaði drauminn niður. Þórunn Finnbogadóttir. Það er afar örðugt að ráða drauma, svo vit sé í. Sumir eru þó býsna klókir við þe.tta, hvort sem það stafar af einhverju sér- stöku innsæi, sem þeir eru gædd- ir, eða bara svolítið frjóu ímynd- unarafli. Við skulum til gamans freista þess að ráða draum Þór- unnar hér á eftir, en ef einhver draumspakur lesandi sér þessar línur, ætti hann að skrifa okkur og segja okkur sína ráðningu. Við göngum út frá því, að um berdreymi sé að ræða hjá þér, Þórunn. Ekki þætti okkur heldur ósennilegt, að þú værir í tygjum við einhvem mann og að komið hefði til tals, að þið gengjuð í heilagt hjónaband. Það verður ekkert úr því hjónabandi. — Þú giftir þig ekki fyrr en löngu síð- ar og allt öðrum manni, en þú hafðir búizt við. Þú tekur sjálf ákvörðun um þetta eftir að hafa skoðað hug þinn rækilega. Þú þykist vita með vissu, að ást vinar þíns sé ekki eins traust og ósvikin og þú hafðir vonað. Þið slítið samvistum í vináttu og bróðerni, en hjá hvorugu ykkar gerist það að sjálfsögðu án nokk- urs sársauka. M. WSB mm SMWLft 5? Hun er bœði fallegri og fullkomnari“ CENTRIFUGAL WASH M0DEL620 MED EINUM HNAPPI veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 (T) ÞVÆR, © HITAR, (T) SÝÐUR, © MARGSKOLAR, (T) ÞEYTIVINDUR Mii IIII -Su m\- Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg ||3||S1Í8P MM þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður SJSJSiijjUE Sll Ie^ur siólf inn sérstakt skolefni I| mmIISSiISI ef þér óskið að nota það i lUíSSUfl ^vlv'r^' afbragðs lllilllly Þeytivinding nrlplis rr“s""g íeslin f| Þarf ekki að festast 5j niður með boltum Ofní Þlœlonhúðuð að utan finslípað, Sérlega f01111111(1 ulEll ryðfrítt stál að innan auðveld nnimoh ^Nkomnasta °g fallegasta EOflBðlll vélin á markaðinum leiíarvisir s =r i SíMl 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK. Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 rrneð nónari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmóla NAFN ..............................-..... HEIMILI -------------------------........ TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík 48. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.