Vikan


Vikan - 30.11.1967, Side 12

Vikan - 30.11.1967, Side 12
SMÁSAGA EFTIR CYRRIAN EKWENSI Cyprian Ekwensi er Nígeríumaður og af flestum talinn fremsti núlifandi rit- höfundur landsins síns. Hann hefur sent frá sér margar sögur langar og stuttar, og er frægust þeirra Jagua Nana, sem fjallar um líf gleðikonu í Lagos, á tíma- bilinu áður en Nígería fær sjálfstæði. f þessari smásögu er hinsvegar fjallað um aðstæður, sem skapast við umskiptin frá nýlendustjórn til frelsis. Ekwensi skrifar á ensku, sem er opinbert mál Nígeríumanna, enda munu bækur hans seljast öllu meir í Bretlandi en heimalandi hans. Chini var á meðal þeirra: milljónanna á milljónir ofan sem rásuðu um stræti tuga af borgum hvarvetna í sambandsríkinu þessa nótt — nótt frelsisins. I höfuðborginni voru allar götur krökkar og ólgandi af körlum, konum, börnum; þau reik- uðu um eirðarlaus, annarshugar, skvaldrandi, þungbúin og þögul, eftirvæntingarfull, ráðvillt og hópuðust undir Ijósunum í djúpri lotningu fyrir leyndardómum sjálfstæðisins. í skaranum voru útlendingar frá fjarlægum heimshornum, þar sem orðið Afríka þýddi myrkur og nú hnöpp- uðust þeir saman í þétta flokka á torginu, en yfir þvf þutu flugeldarnir uppávið og sprungu og urðu að sindrandi fossum. Frelsið var komið. Krr . . a . . ka . . túa! . . . Krraakkatúúaa! ,,Þetta er rómantískt, mon amour, finnst þér ekki? Of rómantískt, kannski?" „O, mig langar til að deyja," hvíslaði Chini. „Mig langar til að deyja — í örmum þínum. Ég vil deyja fyrir hina nýju Nígeríul" „Mon cheerie, það væri gott að deyja og láta þessu öllu vera lokið. Það væri gott að deyja nú." Hún vatt sér við og starði framan í hann. „Er þér alvara?" Hann brosti. „Því ekki það. Þetta er hámarkið, endalok heimsveldisstefnunnar, upphaf FRELSIS- TÍÐAR Nígeríu!" Hann benti á flugeldana. Chini kannaðist við myndina, sem varð úr sindrinu sem snöggvast. Glóandi neistarnir röðuðu sér saman í eftirmynd af kórónu Elísabetar drottn- ingar annarrar. „Ég býst við að heimsveldis- stefnan hafi lokið sínu hlutverki," andvarpaði Francois. „Hundrað ára tímabili er lokið." Chini leit undan, en Ijóminn frá drottningar- kórónunni brann enn í augum hennar. Hún var nígerísk fegurðardís, grönn og bronslit; stæltar boglínur líkamans minntu á myndastyttu. Þetta var nokkuð, sem stöðugt vakti aðdáun Frakk- ans. Hún ákærði Francois oft fyrir að hann væri ástfanginn af líkama hennar, en hann sagði stöðugt að hún gæti ekki fengið hann til að láta eins og þessi fegurð væri hvergi nærri. Chini var andstutt og fullur blómi ástarinnar í augum hennar. Hún var glæsileg og tilgerðar- laus, bar ensk föt virðulega og nígeríska búninga af töfradi þokka. Hver hreyfing hennar leysti úr læðingi hjá Francois flóð af Ijóðum, sem gerðu hana hálfruglaða í ríminu. Hún kallaði hann „brjálaða franska elskhugann sinn." Skyndilega greip hún í hann föstu taki. „Dreptu mig, ó, dreptu mig!" Hún kjökraði. Og milljónir radda þrumuðu nígeríska þjóðsönginn: Heill þér Nígerfa vort hýra móðurland þótt beri margt á milli við myndum tryggðaband er tengir dáðadrengi og drós við frelsað land. Drynjandi söngurinn bergmálaði og endur- ómaði hvarvetna um nágrennið og gufaði upp í himinátt til stjarnanna og út í mistraða hita- beltisnóttina. „Nú hefði ég einmitt átt að vera svo ham- ingjusöm, en hvervegna hitti ég þig? Annars hefði ég verið FRJÁLS! Nú er landið mitt frjálst, en ég . . . ég er í hlekkjum!" Hún fann sterka handleggi hans taka um herðar sér og þrýsti sér fast að honum. Hann: neri andliti sínu við viðkvæma húð hennar, byrst- ur og strfður. „Þú ert mín, Chini, oui?" „Þín, Francois, þfn." „Þú ætlar að koma til Parísar með mér ef . . ." Hann hélt henni svo fast að hún fann til. Hann þrýsti vörum sínum að vörum hennar, og þó stóðu þau þarna á miðju torginu og um- hverfis þau hvirflaðist fjöldinn, ölvaður af fögn- uði. 12 VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.