Vikan


Vikan - 30.11.1967, Síða 13

Vikan - 30.11.1967, Síða 13
„Ó, Francois, við erum innan um fólk!" ,,Þér er ekki alvara! Nei, þaS er þér ekki." Andvörp hennar uðu léttari við kossa hans. Bæði þögðu ( Dauphine-vagninum á leiðinni til Victoria Beach. Chini horfði beint af augum, hugur hennar ólgaði. Sjólfstæði. Francois. Ast. Hjónaband. Sjólfstæði. Sjólfstæði. Frelsil.... Trén flutu framhjó. Hún hafði veður af öðrum bílum með elskendur innanborðs, sem blikkuðu Ijósum af óþolinmæði og þutu svo framúr. Francois ók framhjó kunnuglegum stöðum sem nú glóðu af ókunnuglegum Ijóma. Federal Pal- ace Hotel hillti upp [ tignarlega dýrð. Þótt kom- ið væri miðnætti, streymdu fólkskararnir ennþó framhjó pöllum Nígeríusýningarinnar. Hún minntist síðdegis eins er hún hafði komið þangað til að hitta Francois, þar sem hann var að koma upp sínum eigin palli, og múgurinn var eins þéttur þar og hórin ó handlegg Fran- cois. Þetta síðdegi fann hún hann ó stöplinum, sem pallurinn var reistur ó, eftir að hafa brot- izt í gegnum mannmergðina. Þarna var hann, ó meðal verkamannanna, sem skóru sundur stól- grindur með logsuðutæki. Drættir andlits hans, sem var furðu fagurt, skýrðust [ glossalegri birt- unni. Hann var klæddur hvítri skyrtu og hvítum stuttbuxum, og ó andliti hans ókefðarfullt og alíugt svipmót þreytunnar. Hann sneri sér við í sömu svipan og hún var i þann veginn að læðast ó brott. „Hæ, Chinil' Það ló við að hún stykki. Francois þurrkaði af höndum sér aftan ó stuttbuxunum og talaði fljótmæltur við hvítu mennina tvo, sem stóðu gengt honum. Þeir litu út fyrir að vera Banda- ríkjamenn; klæddir þröngum stuttbuxum og með linar baðmullarderhúfur. Annar þeirra japlaði á tyggigúmi. Francois kom til hennar, léttur og fjaðurmagn- aður í hreyfingum. Vindurinn þandi út pils henn- ar og hún rétti út hönd til að halda þvi niðri; í hinni hendinni hélt hún á stróhattinum sfnum. „Þú ert myndræn, Chini," sagði hann. Hann tók um hendur hennar og kyssti þær. Hann leit ó pallinn og spurði: „Hvernig lízt þér ó?" Hann sveiflaði handleggnum í langan boga, en Chini horfði ekki ó pallinn, heldur í augu hans. Hann horfði ó móti og sagði: „Chic, finnst þér ekki?" „Pallurinn eða ég?" Hann hló. „Þú auðvitað! Hvert eigum við að fara, fá okkur kaffi?" Hún skildi ekki talshátt hans og það brenndi djúpt og sársaukafull ör ( hjarta hennar. Það hafði kvisast að hann færi úr landi að fjórtán dögum liðnum, að hann hefði verið gerður út- lægur. Það hafði þegar lekið út að landsstjórinn teldi það „almenningsheill fyrir beztu" að hann yfirgæfi landið. En hann hafði ekki minnzt á það við hana. Ætlaði hann f raun og veru að kvænast henni? Hafði hún gefið allt fyrir ekk- ert? Kaffipallurinn var byggður á Espressovísu. Hún sá fyrir sér þennan pall krökkan af gestum, ekki teddýdrengjum eða bítnikkum, heldur hin- um harðsoðnu borgarslæpingjum f Lagos, sem áður voru kallaðir Bomastrákar, en höfðu nú slípast heilmikið og orðið sér úti um straum- línuvagna til léttis við atvinnu sína .... Þetta voru iðjuleysingjar, bíðandi þess að einhver reið- ur stjórnmálamaður leigði þá til að berja á and- stæðing sínum, en reiðubúnir til að ganga í lið með fórnardýrinu ef það byði hærra kaup. Hún mundi köldu næturnar í Chelsea, þegar hún var að reyna að lesa undir prófið. Nú hafði hún náð takmarki sínu: var orðinn einkaritari og vélritari, ein af þeim beztu. Umsagnir hinna leyndustu málefna voru lesin í eyru henni. Og nú var hún orðin ástfangin af þessum Frakka, sem hlaut að yfirgefa landið. „Jæja, hvernig líkar þér svo við sjálfstæðið, Chini?" „Sjálfstæðið er gott — fyrir þá sem eru frjáls- ir." Hann sagði ekkert. Hann brosti og hún hélt áfram: „Eining og trú og allt það!" „Ég elska Nígerfu. Þið Nigeríumenn eruð hóf- samastir allra Afríkumanna." „Allir Afríkumenn eru eitt, Francois, þegar til kastanna kemur. Þegar þeir þurfa að standa andspænis öllum hvftum mönnum." „Þú átt við að ég sé utanveltu?" Hún krosslagði fótleggina. Löngunarbjarmi lýsti upp augu Francois. Fótleggir Chini voru hreinasta fágæti hvað fullkomna fegurð snerti. Pilsið sem hún var í þetta kvöldið var með raufum, sem haldið var saman með skrautleg- um hnöppum, sem voru með fimm þumlunga millibili frá mitti niður að faldi. „Þú ert í einu af þessum köstum þfnum Chini." Hún hrærði í bollanum sínum, en þegar hún bar hann að vörum sér, slettist úr honum á kjólinn. Francois brást við hart með vasaklút f hendi. Hann þurrkaði kaffisletturnar af pilsi hennar og barmi, og dvaldist heldur við slett- una ofan við vinstra brjóstið. Fyrir Chini var kvöldið eyðilagt. Hún reis á fætur. Hann greip um hönd hennar. „Mér þykir þetta leitt, Chini." „Þetta er mér að kenna. Ég gæti grátið." Hún gekk af stað. Bar höfuðið hátt, smellti með hælunum og rykkti til lendunum í biturri kerskni. Bílaeigendurnir góluðu og veifuðu til hennar að setjast inn hjá þeim, en hún kærði sig ekki um neinn þeirra vegna þess að hún átti bfl sjálf. Francois átti sjálfur bfl og hún kærði sig ekki um neinn þeirra, vegna þess að þeir skyldu ekki hvað var að eiga í ómögulegu ástarævintýri; þurfa að bjóða byrginn þeim möguleika að hennar eigin þjóð fordæmdi hana, sérstaklega fyrir þá sök að hún hafði á hendi trúnaðarstöðu, sem kostað hafði hana geysi- harða baráttu. „Ég elska ekki þennan mann ... Ég elska hann . . . En hann er Frakki . . . það skiptir ekki máli .... það skiptir máli . . . Áður en við fengum sjálfstæðið skipti það ekki máli. En nú erum við öðruvísi. Ég verð að vera kyrr í mfnu eigin landi til að vinna og byggja upp." Áfram gekk Chini. Það voru tvær milljónir manna f Lagos, en hvað henni viðvék var borgin mannlaus, þvf hún vissi ekkert um þetta fólk. Hún mundi nú að móðir hennar hafði ætlað að koma til borgarinnar til að vera viðstödd hátíðahöldin, en til þessa höfðu engin skila- boð borizt frá henni. En hún gæti komið ennþá. Gæti annars eitthvað hafa komið fyrir? Það væri réttast að hún segði henni það sjálf. Eitt var vfst. Hin sjálfstæða Nfgería var ekki sama landið og nýlendan Nfgerfa. Aðstaða kvennanna hafði breytzt. Viðbrögð þeirra við hvískri ástarinnar voru hin sömu, hvort sem þær voru svartar eða hvftar, gular eða rauðar. En HVERSVEGNA þurfti hún endilega að verða ástfangin af Frakka? Það var ekki lengra slðan en eftir hádegið f dag að þau Francois höfðu lent í stælum. „Nfgerfskar stúlkur skilja ekki þýðingu hug- taksins ÁST." „Hvað þýðir það, Francois? Það vil ég vita." „Það er ekki svo auðvelt að útskýra það." Hann horfði út á sjóinn. Hún horfði Ifka út á sjóinn, en sá ekki annað vatn en það, sem var í hennar eigin augum. „Það er ekki svo auðvelt að útskýra það." Hann var reykjandi. „Sjáðu til, ástin svelgir allt; hún er persónulegt samband, sem tengir saman tvær manneskjur." „Þannig er það í Evrópu. í Afríku kemur ást- in öllum við. Öllum. Móður minni og ættingjum móður minnar. Faðir minn er dáinn, en föður- bróðir minn og fjölskylda hans verða að vita af þessu. Ég féll ekki af himnum ofan, skaltu vita. Reyndu að skilja það. Þú heldur að ég sé veik fyrir." „Nígería hvískrar," sagði hann og reyndi að brosa. Þannig var hann vanur að stríða henni, þeg- ar hún missti stjórn á skapi sínu. Nígería hvískr- ar. Þetta var viðkvæðið hjá honum síðan á sjálf- stæðisdaginn. „Nú fáið þið Nígerfumenn að finna muninn á því að vera undir vernd annarra og hins að sjá um ykkur sjálfir. Héðan f frá verðið þið ætíð að velja milli tvenns: sjálfra ykkar og Nígeríu. Jafnt á opinberum vettvangi og í einkalífi ykkar. En Nfgería hvískrar, Chini, hvískrar stöðugt. Nígería er f þér. Þú gerir eitt ef þú hlýðir rödd sjálfrar þín. Það verður ekki alltaf það sama og þú gerðir, ef þú hlýddir rödd Nígeríu." „Ertu þá búinn að erta mig nóg?" „Já, fegurðardrottningin mfn." Hann kyssti hana. „Þú ert mjög bitur, Francois." „Værir þú það ekki f mínum sporum? Ef þú yrðir að yfirgefa landið, sem þú elskaðir og stúlkan sem þú elskaðir gæti ekki ráðið við sig, hvað hún ætti að gera?" „En ég elska þig, Francois." „Ætlarðu þá að koma með mér?" „Þetta er ekki auðvelt," sagði Chini. — „Ég elska Nígeríu nú — hitt veit ég að ég elska þig og að forlög okkar eru tengd óleysanlegum böndum." „Hvað eigum við að gera?" Rödd hans var vonleysisleg. Nú sá hún grimmd í andliti hans. Hann sneri sér að henni og dró hana fast að sér. Chini lokaði augunum og fann hungraðan munn hans þrýstast að vörum sfnum. „Kona úr bronsi, kona með heitu dýrsblóði. Þefur þinn er í nösum mér, eldur þinn í blóði mér. Án þín er sál mfn dauðadæmd." Við slíkri dýrkun átti Chini engin orð. Lagos var kát og aðlaðandi. Strætisvagnarn- ir voru á ferð eftir götunum, og hjúkrunarkon- urnar frá Almenna sjúkrahúsinu stóðu og biðu á stanzstöðvunum við Marina, framan við skín- andi hvítt Ríkishúsið. Ferjan emjaði og erfiðaði heim til Apapa, fermd mönnum á leið til Iðn- aðarsetranna. Chini leit út um skrifstofugluggann og sá Dauphine-vagn þjóta framhjá sem leiftur væri. Það var Francois. Drynjandi rödd húsbónda hennar beindi at- hygli hennar aftur að þvf, sem hann var að lesa henni fyrir. Hraðritunarpenninn hennar geystist yfir örkina. I herberginu, sem þiljað var innan með panelviði, var svo þögult að engu var Ifk- ara en Guð væri nálægur. „Fleira er það ekki," sagði yfirmaður hennar. Chini reis á fætur. Hún safnaði saman dót- inu sínu, en þegar hún gekk til dyra, féll bréf- snifsi á gólfið og hún laut niður til að taka það upp. „Chini," sagði yfirmaður hennar. „Já, herra?" „Farðu ekki alveg strax." Hún sá djúpar hrukkur í andliti hans. Hann var að kanna skjölin, sem lágu á borðinu fyrir framan hann. Hann hafði ótrúlega möguleika á að einbeita sér fullkomlega að því, sem hann var að gera. Hún hafði oft séð hann þannig síðan hann flutti inn f aðra veröld — svo að segja — með litla svarta Biblíu í hönd sér, á Framhald á bls. 37. 48. tbi. VIICAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.