Vikan


Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 14

Vikan - 30.11.1967, Qupperneq 14
HNEfAmU Af KRAFTAVCRKUM EFTIR MARIAN NAISMITH fl. HLUTI — Auðvitað ekki, sagði Adri- enne, heldur of snöggt til að Julie léti sér það lynda. — Þetta datt mér í hug. Þú kemur upp um þig, Adrienne. Með þessum stóru, bláu augum. — Er til bóta að tala um það? — Nei, það lagast án þess. Adrienne leit á klukkuna með þvermóðskudrætti um munninn. — Nú verð ég að flýta mér. Lestin fer klukkan hálf fimm. Hún hikaði aðeins við dyrnar. — Fyrirgefðu Julie. Ég ætlaði ekki að verða svona snögg. Kannske þarf ég ekki annað til en að vera eitt kvöld í borginni. Hún neyddi sig til að brosa. — Kannski þetta samkvæmi verði ekki svo leiðinlegt, þegar allt allt kemur til alls. Sjáumst aft- ur á morgun. — Allt í lagi. Góða skemmtun. Vertu nú sæl. Julie Hamilton sat lengi í þungum þönum, á- hyggjufull út af vinkonu sinni. Hún vissi að Martin og Adrienne voru dauðhrifin hvort af öðru, það hafði ekki leynt sér, þegar hún heimsótti Drumbeat í júlí. En nú hafði greinilega hlaupið einhver snuðra á þráðinn. Hún óskaði þess heitt að þetta yrði ekki endurtekning á því sem Adrienne hafði nýlega orðið að gagna í gegnum. Og það gat það raunar ekki verið. Martin West- bury var allt önnur manngerð en Geoffrey Challoner, og að þessu sinni var ekkert til að hindra það að sá maður sem Adrienne elskaði, gæti boðið henni hjónaband. Þessar sömu hugsanir og margar fleiri þutu í gegnum huga Adrienne meðan hún hafði fataskipti á hótelherberginu um kvöldið. En það var ekki mikil bót að því að leggja fyrir sig margar og flóknar spurningar. Hún ýtti frá sér efa og áhyggj- um og bjó sig undir að gera sitt bezta úr samkvæminu, sem hún áleit fremur þungbæra skyldu en tilhlökkunarefni. The Romillain Advertising Agency hélt tvennt hátíðlegt. Fyrrverandi yfirmaður hennar Alan Flaxton var að láta af störfum og fyrirtækið ætlaði að heiðra hann með samkvæmi. Þar að auki hafði fyrirtækið nú leitt til lykta erfiða og áralanga samninga við Lady Caroline Cosmetics. Framkvæmdastjóri Romillain, Ralph Ellis, áleit að Adrienne ætti að vera í þessu samkvæmi, þar sem forystulið beggja fyrirtækjanna átti að koma saman. Hún hafði aldrei verið sérlega hrifin af svona kynningarsamkvæmum, þar sem fólki var klappað á bakið, upp og ofan, og haldnar voru ræður með tilheyrandi húrra og sig- urhrópum. Henni var afar hlýtt til Alans Flaxtons og áleit það skyldu sína að taka þátt í því að heiðra hann við þetta tækifæri Hvað snerti samninginn við Lady Caroline áleit hún að hennar hlutur í honum væri sáralítill. Ralph Ellis reyndist vera á allt annarri skoðun. Hann náði í hana snemma um kvöldið, með- an enn var verið að drekka kokteilinn, og dró hana með sér til að kynna hana fyrir yfir- mönnum, þessa nýfengna og hingað til stærsta viðskiptavin- ar. — Ég hef frétt að Hennar Há- göfgi ætli að heiðra okkur með návist sinni, hvíslaði hann með- an hann leiddi Adrienne milli hópa. — Það er von á henni flug- leiðis frá París í dag og for- stjórinn í Parísarútibúinu segir að við getum vænzt hennar, inn- an klukkutíma. Adrienne hafði heyrt um Caroline Wyndham, það hafði allt auglýsingafólk. Á fimm ár- um hafði frægð þessarar konu náð ótrúlega langt og allt sem hún snerti varð að gulli. Út á við var hún flestum gáta, lifði sínu lífi á einmana hásæti og stýrði undirmönnum sínum með járnhendi. Það var almenn skoð- un að viðskiptaleg skarpskyggni hennar ætti sér engan sinn líka, nema í takmarkalausu tillitsleysi hennar sjálfrar. Hún hafði ekki snefil af umburðarlyndi með þeim, sem einhverra hluta vegna, tókst ekki sem bezt. Og það að hún steig við og við nið- ur til dauðlegra vera, var sjald- gæfur og fast að því voðalegur viðburður, sem jók dulúðina í kringum hana. Þótt nafn hennar væri til þess að vekja athygli, þegar í stað, voru sjaldan tekn- ar myndir af henni, en svo var sagt að hún væri óvenju fögur. Allt þetta stuðlaði að því að hún fékk þann titil sem Ralph Ellis notaði með ofurlítilli kaldhæðni, en allir vissu að starfsfólkið á New York skrifstofu hennar tal- aði ævinlega um hana sem H. H. —t Ég vil að þú heilsir henni, hélt Ellis áfram og lét sér fátt um mótmælti Adrienne finnast. Eftir því sem ég hef heyrt er hún býsna falleg. — Ég hef ekki áhuga fyrir því, sagði Adrienne, í tilraun til að sleppa frá því og komast til hópsins sem safnast hafði um- hverfis Alan Flaxton og hina viðkunnanlegu konu hans, Adri- enne fannst miklu eðlilegri og skemmtilegri, en þessir upp- skrúfuðu hópar sem Ralph Ellis dró hana á milli. — Vitleysa. Auðvitað hefurðu áhuga fyrir því. Allar konur dreymir um að hitta Caroline Wyndham. Það verður sérstak- ur viðburður. Nokkrum mínút- um seinna fór eftirvæntingar- alda um salinn og allt skvaldur hljóðnaði. Dyrnar voru opnaðar upp á gátt og kona, stórkostlega snyrt og gallalaust greidd, klædd í skikkju, úr skínandi hvítu silki með steinkristöllum, kom inn í fylgd þriggja einka- ritara. — Við hefðum kannske átt að hafa lúðrasveit hér líka, muldr- aði Ellis kaldhæðnislega, meðan hann bjó sig undir að ganga til móts við viðskiptavin sinn. — Farðu ekki, ég þarf á þér að halda eftir fáeinar mínútur. Adrienne tók glasið sitt og gaf sig á tal við nokkra gamla starfs- félaga, en augu hennar hvörfl- uðu alltaf aftur og aftur til ver- unnar, sem stillti sér upp á miðju gólfi. Hún er sannarlega falleg, hugsaði hún, meðan hún fylgd- ist með því hvernig Caroline Wyndham safnaði um sig karl- mönnunum, öllum í hóp. Hún var miklu meira en bara falleg, með þessa sléttu húð, axlasítt, öskuljóst hár og stoltan, lýta- lausan vangasvip. Allt sem sagt hafði verið um hana stóð heima. Svo uppgötvaði Adrienne að Ralph Ellis gaf henni merki. Fyrst var hún kynnt fyrir hör- undsdökkum, litlum náunga, gríska fjármálamanninum Paul Kynossis, sem hafði hjálpað Caroline Wyndham að koma af stað þessu fyrirtæki sínu, og síðan fyrir Bradley Winters, ameríska forstjóranum fyrir Lady Caroline Cosmetics, vin- gjarnlegum manni um fertugt. Hann tók hendina á henni og heilsaði henni með vingjarnlegu brosi. — Það gleður mig að hitta yð- ur, ungfrú Blair. Sam Wilcox hefur margt fallegt um yður sagt. — Hann er ekki einn um það, skaut Ralph Ellis inn í. — Ég hef oftar en einu sinni haft ástæðu til að sjá eftir því að missa imgfrú Blair. — Hvað gerðist, spurði Wint- ers og leit glettnislega á Adri- enne. — Vildi þessi nánös ekki borga nóg? Adrienne hristi brosandi höf- uðið. — Það hafði ekkert með það að gera. Mér tæmdist góður arfur og ég hörfaði út í sveit. — Það ætti að vera bannað. Það ætti ekki að leyfa stúlkum eins og yður að hola sér niður lengst úti í sveit. — Það er afar fallegt þar, sagði Adrienne. — Ég bý í einu fegursta húsi Englands. — Hvar? — í Cotswolds. í litlu þorpi sem heitir Crompton Abbey. Það er sannarlega þess virði að sjá það, en þér hafið ugglaust aldrei heyrt nafnið einu sinni nefnt. Ég hafði svo sem ekki heyrt það heldur, fyrr en ákveð- ið var að ég settist þar að. Winters hafði skipt á tóma glasinu sínu og fullu. — Nú verðið þér undrandi, en það vill svo til að ég þekki staðinn. Ég á vini þar. Shinglers. Þekkið þér það fólk? — Ég hef hitt það. Ég var í veizlu hjá þeim í vikunni sem leið. Frændi þeirra hefur nýlega opinberað trúlofun sína og held- ur til, nú sem stendur, hjá frænku sinni og frænda. 14 VIKAN 48 tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.