Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 20

Vikan - 30.11.1967, Page 20
Þegar Mario, bátsformaðurinn minn, veifaði til mín í kveðjuskyni, og skildi mig eftir, aleina á rjómahvítri strönd- inni, fannst mér ég vera eins og Ro- binson Crusoe. Ein á eyðiey, meðal sjófugla og villikanina,- ég hafði ekki einu sinni neinn Frjádag. En þessi litla paradísareyja mín, Isolt Mor- torio, var þó örstutt frá menningunni, aðeins tíu mínútna ferð á vélbáti. Þetta var ein af honum mörgu ósnortnu eyjum, sem heyra undir Costa Smeralda, hlð nýja ferðamanna- ríki Aga Khans, á norð-austur strönd Sard- iniu. Smaragðsströndin er um þessar mundir ný- tízkulegasta skrautkerið handa gullfiskum Evrópu, þeim sem eru orðnir leiðir á Cannes og Saint-Tropez. I hinni nýju skemmtisnekkju- höfn í Porto Cervos, sem er nýtízkulegust allra hafna við Miðjarðarhafið, varpa þau akkerum, þessi fljótandi skrauthýsi. Skemmtisnekkja Onassis, Christina, liggur þar við hliðina á snekkju höfuðóvinarins, Rainers fursta. Þarna fer Margrét Bretaprinsessa með Tony sínum á vatnaskíðum, á Golfo Pervero; þangað fer Alexandra prinsessa, til að bíða eftir nýjum erfingja, í rósrauðu skrauthýsi Karims; þarna eyddi Margrét Svíaprinsessa hveitibrauðsdögunum með mr. Ambler. — Gestabækur hótelanna eru fullar af gullnum mannanöfnum. Henry Ford hefur einkaíbúð á lúxushótel- inu Cala di Volpo, og Rotschildarnir hafa leigt Pitrizza hótelið til fleiri ára. Þeir eiga svo mörg börn og vini, og þurfa svo fjöl- mennt starfslið, að hinar níu sex herbergja villur duga ekki til, sumir verða að sofa á dýnum á gólfinu. Og eins og að líkum lætur hefur heill skari af frægu fólki, allt frá Brigitte Bardot til Burton-Taylor hjónanna, verið gestir í þess- ari paradís milljónamæringanna. Aga Kahn veifaði töfrasprota. Þegar maður borðar pizza, í þrönginni við höfnina i Porto Cervos, eða fær sér drykk á Pedros bar, þar sem Ameríkumaðurinn Pet- er og Daninn Jörgen, sem báðir eru orðnir 20 VIKAN 48-tbl- SARDINIA-PAIAIlS SKÆRULIDA OE SMARAGÐSTRÖNDIN ER UM ÞESSAR MUNDIR NÝTÍZKU- LEGASTA SKRAUTKER HANDA GULLFISKUM EVRÓPU. ÞEIR FARA ÞANGAÐ í STÖRUM TORFUM, - ÞEIR SEM ERU ORÐNIR LEIÐIR Á CANNES 0G SAINT-TROPEZ. A. HAGANDER SEGIR FRÁ.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.