Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 24

Vikan - 30.11.1967, Page 24
/'■ Roberta Scott frá Tulsa í Bandaríkjunum var 21 árs gömul og starfaði sem sýn- ingarstúlka og fyrirsæta. Hún hafði tekið þátt í fegurðar- samkeppni og borið sigur úr býtum, hlotið titilinn „Ung- frú Oklahoma.“ Hún kenndi meins í öðru hnénu, fór til læknis og að lokinni umfangsmikilli rann- sókn, kom reiðarslagið: Læknarnir sögðu henni, að hún ætti aðeins um tvo kosti að velja: Að láta taka annan fótinn eða deyja. Hún væri með liðamótakrabba í vinstra hné og meinið mundi breið- ast út fyrr en varði. Það má nærri geta hvernig ungri og lífsglaðri stúlku eins og Roberta var hefur orðið við þessi tíðindi. Sú tilhugs- un var nær óbærileg fyrir unga fegurðardrottningu að eiga eftir að vera örkumla allt sitt líf. En hún ákvað að horfast í augu við staðreynd- irnar og lét taka af sér fót- inn. Læknishjálp er dýr í Bandaríkjunum, og aðgerðin kostaði meira en Robertu hafði órað fyrir: Sjálf að- gerðin kostaði 80.000 krónur, en þar við bættist fjögurra vikna lega á sjúkrahúsi, sem kostaði 70.000 krónur og gervifótur kostaði 65.000 krónur. Hvorki Roberta né foreldrar hennar gátu greitt svo háa upphæð. Almenningur hljóp undir bagga með hinni ungu feg- urðardrottningu. Sjónvarps- stöðvar sögðu frá dapurleg- um örlögum hennar og efndu til fjáröflunar henni til handa. Með hjálp almenn- ings tókst henni því að greiða hina rándýru læknisaðgerð. Framhald á bls. 36. V_______________________ 24 VIKAN 48-tbl' "N SEM MISSTIFOTINN Á myndinni efst til vinstri sést Roberta Scott, áður en hún missti fótinn. Hún starfaði sem sýningarstúlka og fyrirsæta. Hér að ofan er hún á sjóskíðum — á cinum fæti, og til hægri sést hún sitja hjá hækjum sínum. Þær eru málaðar margs konar litum og Roberta gæt- ir þess, að þær fari vel við þau föt, sem hún klæðist hverju sinni. Roberta fcr oft í sundlaugar, og hún hefur náð ótrúlcgri lcikni í að synda. Hér cr hún ásamt John vini sínum. Robcrta klæðir sig samkvæmt nýjustu tízku eins og hún gcrði meðan hún var fcgurðardrottning og fyrirsæta. — Nú ferðast hún hins vcgar um og flyt- ur fyrirlestra. Hún hefur sérstaklega gott lag á að stappa stálinu í fólk, sem hefur orðið fyrir sömu örlögum og hún.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.