Vikan


Vikan - 30.11.1967, Side 26

Vikan - 30.11.1967, Side 26
GRÆNLENOINGAR A fSAFIRD11925 LJÖSMYNDIR: TRYGGVI SAMOELSSON Á þessari opnu skulum viff bregffa okkur rúm fjörutíu ár aftur í tímann og segja í máli og myndum frá sögulegum atburffi. — Seint í ágúst 1925 kom Grænlandsfariff Gust- av Holm til Isafjarffar í tilefni af því, aff vigja átti grænlenzkt prestsefni í Isafjarffar- kirkju. Allmargt Grænlendinga var með skipinu, en affeins heldra fólkiff fékk aff vera viffstatt athöfnina. Börnin og fátæka fólkiff varff aff vera um kyrrt í skipinu meffan á vígslunni stóff, og furðuffu Isfirffingar sig aff vonum mjög á slíku ranglæti og reyndu að bæta fólkinu vonbrigffin með ýmsu móti. Tryggvi Samúelsson tók myndir af þessum atburði og eru þaff einu myndirnar sem til eru af dvöl Grænlendinganna á ísafirffi 1925. Hann hefur gófffúslega lánaff Vikunni þessar myndir og birtist þær hér ásamt frásögn af atburðinum, sem tekin er úr Öldinni okkar: ísafirði, 1. september. Seint í ágúst kom Grænlandsfarið Gustav Holm hingað til bæjarins með allmargt Grænlendinga, danskan prófast frá Græn- landi og grænlenzkt presisefni, er átti að taka vígslu. Fór vígslan fram í ísafjarðar- kirkju fimmludaginn 27. ágúst að viðstödd- um flestum prestum á Vestfjörðum, fjöl- menni af staðnum og mörgum Grænlend- ingum. Ferffafólk statt á fsafirffi. Þennan sunnudagsmorgun kom skipið Nóva, er annast siglingar hér við land, til fsafjarðar, og voru allmargir farþegar með því. Var þeim mjög í mun að koma þangað nógu snemma til þess að geta verið viðstadd- ir hina sögulegu prestsvígslu, enda fór svo. Við eina bryggjuna á ísafirði lá Græn- landsfarið Gustav Holm. Á þiljum þess var allt á tjá og tundri, konur og börn í græn- lenzkum búningum, og einnig mesti sægur af hundum, sem geltu og gjömmuðu. Varð af þessu hinn mesti hávaði. Gengiff til kirkju. Um klukkan tíu um morguninn tók fólk að safnast til kirkjunnar og sást brátt, að þar mundi verða hið mesta fjölmenni, því að fólk var víða að komið. Gekk það þó ekki þegar inn, heldur beið presta og gesta. Fyrst gengu inn í kirkjuna 16 Grænlend- ingar, karlmenn. Voru þeir klæddir ljósum úlpum með hettu áfastri. Þeir gengu í hné- háum selskinnsstígvélum. Þar á eftir komu sjö grænlenzkar konur í hóp, klæddar for- kunnarfögrum, grænlenzkum búningum, hin- um alkunnu selskinnsbuxum sínum með margs kyns skráuti, og í stígvélum, hvítum eða dökkleitum, úr eltu skinni. Framhald á bls. 41. •O Sparibúnir Grænlcndingar. -O Kajakmenn sýna listir sýnar á Pollinum. Grænlendingarnir ganga til prest- vigslu í ísafjarð- arkirkju ö 26 VIKAN 48- «*»■

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.