Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 31

Vikan - 30.11.1967, Page 31
Jóla°9 nýársferó mlsGullfoss 1967 LAGT AF STAÐ: ÁFANGASTAÐIR: FRÁ REYKJAVlK 22. DESEMBER 1967 AMSTERDAM — HAMBORG — - KOMIÐ AFTUR 7. JANÚAR 1968. KAUPMANNAHOFN OG KRISTIANSAND. DAGA FERÐ — VERÐ FRÁ [B AÐEINS KR.jISd 00 (Faeðiskostnafiur, þjónustugjald og söluskattur innifalið). Notið jólafríið til þess að ferðast. - Njótið hótiðarinnar um borð í Gullfossi - og óramótanna í Kaupmannahöfn. Ferðaóætlun: Fró Reykjavik 22. desember 1967. I Amsterdam 26. og 27. desember. i Hamborg 28., 29. og 30. desember. í Kaup- mannahöfn 31. desember, 1., 2. og 3. janúar. í Kristiansand 4. janúar. Til Reykjavíkur 7. janúar 1968. Skipulagðar verða skoðunar- og skemmti- ferðir í hverri viðkomuhöfn, og ýmislegt til skemmtunar um borð. að ógleymdum þeim veizlukosti sem Gullfoss er þekktur af. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ÁSTMAJ, eyjuna, eftir sæmilegum vegum. Þar hittir maður hina raunverulegu Sardiniubúa, þeir búa yfirleitt ekki niður við ströndina, — af hræðslu við innrás óvina. Þarna er allt svo ósnert og langt frá skarkala heims- ins, að maður gerir sér ekki grein fyrir því hvernig tfminn líður, eng- um liggur neitt á. Það getur líka verið að þið verðið eins heppin og ég, þegar ég tók strandveginn frá Punta Sabbatino: — að sjá stór- an hóp af uxum, sem voru að baða sig í lóninu. Þeir renndu sér hægt út f vatnið, skoluðu af sér óhrein- indi og flugur, fnæstu glaðlega við vatnsborðið, eins og bufflahjörð við vatnsból Afrfku. í þorpunum minnir andrúmsloft- ið á Spán, úr leikritum Garcia Lorca, svartklæddar konur sitja f skugga undir kirkjuveggnum. En þarna sér maður líka myndræna fegurð. Hús- in eru Ijósrauð eða hvít, umvafin klifurrósum og alls konar vafnings- viði. Kindur f hundraðatali eru á beit í hlfðunum og fjárhirðar sofa úr sér áfengisvímuna í skuggum olivutrjánna. Litlir, svarthærðir hirð- ingjadrengir, sem ekki hafa slíka svefnþörf, sitja við vegbrúnina og spila á flautu. Angurværir tónar flautunnar blandast saman við jarmið í kindunum. Vegirnir eru nokkuð góðir, sums- staðar mjög góðir. Ólivutré og kaktusar koma sér prýðilega sam- an og valmúan blómstrar í þéttum breiðum, eins og blóðrauður röggvafeldur. í suðri, þegar maður nálgast höfuðborgina Cagliari, verður um- ferðin meiri. En það snertir ekki uxakerrurnar og ökumenn þeirra, þótt nýtízkulegir bflar aki framhjá þeim, og asnarnir tifa letilega áfram, með tafandi eyru. Við veg- brúnina eru vfða börn og gamal- menni, sem selja vegfarendum app- elsínur. Stutta tízkan hefur sýni- lega enga aðdáendur á Sardiniu; konurnar ganga ennþá í skrautleg- um þjóðbúningum, skósíðum kjól- um, með þrfhyrnd sjöl um axlirn- ar, og útsaumaða höfuðklúta, sem bundnir eru yfir hökuna. Einu sinni á ári safnast eyjar- skeggjar saman til stórkostlegra há- tfðahalda, cavalcata, f bænum Sassari á norðurströndinni. Þar sat ég í fulla tvo klukkutíma, og horfði á fólk frá flestum bæjum og þorp- um eyjarinnar, ganga f skrúðgöngu, f skrautlegum hátíðabúningum. Ut- saumurinn á mörgum þeirra var örugglega fleiri ára vinna. Vfðast hvar voru það föt karlmannanna sem báru af. Forðist skæruliSana. En hvar halda skæruliðarnir sig? Þeir eru í Nuoro og héraðinu um- hverfis borgina. Daginn sem ég ók í gegnum borgina, var Saragat for- seti staddur þar, við jarðarför lög- regluþjóns, sem skæruliðarnir höfðu skotið til bana. Um kvöldið, þegar jarðarförin var afstaðin, var morð- inginn skotinn til bana, af óvinum sínum. Þarna í fjöllunum eru stöð- ugar erjur. Þótt þessir herskáu fbú- ar eyjarinnar berjist mest innbyrð- is, koma oft fyrir slys á saklausu fólki, sem þarna er á ferð. Fyrir nokkrum árum voru ensk hjón þarna á ferð. Þau höfðu far- ið úr bílnum, til að matast á engi við veginn. Þau voru skotin til bana, vegna þess að þau höfðu óvart lent miili tveggja óvina, sem voru að gera upp viðskipti, sín á milli. En yfirvöldin á Sardiniu segja að slíkir atburðir séu aðeins ör- lagarík slys. Það er eins gott að halda sig sem lengst frá héraðinu kringum Orgosolo, og akaekki veg- inn til Nuoro í myrkri, þá er engin hætta á að skæruliðarnir ónáði mann. Flestir ferðamenn halda sig við ströndina, og njóta hinna dásam- legu baðstranda, sem eru einstakar í sinni röð. Á vesturströndinni eru þær ýmist silfurhvítar eða gular, eins og eyðimerkursandur, en sunn- an við Alghero, er sandurinn Ijós- rauður og í norðri virðist sandur- inn vera himinblár. Og ennþá er nóg pláss á Sard- iniu.... REYNIÐ ÞESSAR FRAMÚRSKARANDI RAFHLÖÐUR NÆST OG REYNIÐ MUNINN Samanburður á endingartíma. Venjulegur National HiTop Útvarpstæki: 100 klst. Ileyrnartæki: 100 klst. Úeikföng: 100 klst. Klukkur: 100 klst. Vasaljós: 100 klst. Segulbönd 100 klst. = 170 klst. = 130 klst. = 250 klst. = 150 klst. = 200 klst. = 180 klst. Rafborg s.l. Reykjavík - Sími 11141. 48. tbi. vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.