Vikan


Vikan - 30.11.1967, Page 37

Vikan - 30.11.1967, Page 37
NÚ eru tímar hvers konar til- rauna. Fróðlegt væri að halda auka- þing, þar sem sæti ættu þeir fram- bjóðendur, er féllu við kosningarn- ar f vor, heyra þó tala og vita, hverjar væru tillögur þeirra og úr- ræði. Hugmyndin um alþingi æsk- unnar er mér einnig að skapi. Ætli það reyndist öllu verr en kjörna samkoman f höllinni við Austur- völl? Verja mætti í þessu skyni ólfka fjórupphæð og hurðin kost- aði. Húsnæðið er til, því að ekki situr alþingi allt órið enn sem kom- ið er. Hins vegar mætti sleppa guðs- þjónustunni f dómkirkjunni við þó þingsetningu. Tilraunaþingið þarf ekki að vera eins hótíðlegt og hitt. Sessunautur minn rær fram í gróðið og verður ókyrr á bekkn- um. Hann spóir því, að valdhafarn- ir leysi vanda efnahagsmólanna með vondum róðstöfunum og stjórn- arandstaðan hafi ekki vitfyrir þeim. Víst skilur hann þær afleiðingar, sem aflabresturinn og verðfallið hefur. En hverjir eiga að bera byrð- arnar? Hann nefnir þá, sem grætt hafi á frjálsu verzluninni, fjárfest- ingarframkvæmdunum og vinnu annarra. Ég deili ekki um þetta við gamlan jafnaðarmann, sem hefur unnið hörðum höndum frá æsku til elli, borgað útsvör og skatta á gjalddaga ár hvert og aldrei hagn- azt um eyri á braski eða smygli. Þessi gamli maður fór einu sinni til Noregs að sækja nýjan bát og var þá svo fátækur, að hann gat hvorki keypt flík á konuna né leik- föng handa krökkunum. Það var í kreppunni miklu áður en seinni heimsstyrjöldin gerði íslendinga ríka og eyðslusama. — En ráðherrarnir eru gáfaðir og menntaðir, og þingmennirnir vilja auðvitað allt hið bezta. Hann lítur á mig hægt og fast og ber hallt höfuðið, en brosir ( kamp- inn: — Hyggnir sjómenn eiga að stýra gætilega i bllðviðri og þurfa að vanda sig enn betur, ef móti blæs. Eins verður að stjórna þjóðarskút- unnl. Svo kveður hann og fer heim á dvalarheimilið, en ég sit enn um stund á Austurvelli og horfi á al- þingishúsið. Helgi Sæmundsson. Nótt frelsisins Framhald af bls. 13. brott frá blöðunum, útvarpinu, bók- menntagagnrýni, útfyrir landa- mæri hins líkamlega. Áhyggjuspurningar æddu um huga hennar. Vissi hann um þau Francois? Hann hlaut að vita það. Ætlaði hann að vekja máls á því við hana? Nei? Já? Á svipstundu var hún komin í varnarstöðu. Hann sagði án þess að llta upp: ,,Ég fer í ferðalag bráðum. Og ég þarf að hafa góðan ritara með mér. Þú veizt að ungfru Wells hef- ur verið heilsuveil undanfarið. Af öllum riturunum átján hefur þú viðfelldnasta framkomu. Þar að auki hefur þú aldrei komið með mér ( ferðalag . .." Hún sá fyrir sér brosandi andlit Francois og heyrði hann segja: Nígería hvískrar. Og hún heyrði orð yfirmanns síns. En hvað var hann að segja? Hvar stóð hún? Hvað átti svona tal að þýða? Vissi hann ekki að Francois myndi spotta hana? Og þá gerði hún sér grein fyrir að hann var þagnaður. Hnn beið svars. Hún var farin að draga hann á því. „Kemurðu?" „Herra minn?" „Kemurðu?" „Ég — ég býst við þv(, herra minnl" Hún vék til hliðar greinum híbisk- usrunnans, sem þéttur og grúfandi teygði fram eyðileggjandi krumlur s(nar og færði hár hennar úr lagi. Skær Ijósbirtan úr gluggunum færði henni heim sanninn um að Fran- cois væri ekki háttaður ennþá. Það var heitt þetta kvöld og hún hafði leitað hans árangurslaust allan dag- inn. Hún mætti Jideh, þjóninum hans, á tröppunum. „Húsbónda ekki líða vel," sagði hann. Hjarta hennar tók viðbragð. Hún ýtti honum til hliðar og hljóp inn ( herbergið. Francois lá ( rúminu og sneri andliti til veggjar. Hún settist hjá honum og tók um hönd hans. „Ég elska þig, Francois." „Chinil" Hvernig átti hún að koma orðum að þv(, sem hún þurfti að segja honum? Hún litaðist um ( herberginu og sá að hann var þegar byrjaður að pakka inn farangri sínum. „Náðu mér ( eitthvað að drekka, elskan." Hún vissi hversvegna hann bað hana um það. Hann dáSist alltaf að göngulagi hennar. Hún gekk þv( hægt að kæliskápunm og rugg- aði sér ( lendunum um leið. Hún var klædd á vísu „innfæddra" og búningurlnn var með þeim lit, sem honum geðjaðist. Blár. Hún kom með glas á bakka og setti hjá honum og fann þá allt f einu heita hönd hans á k(nn sér. Það brann gulur eldur úr augum hans. Hún ýtti hönd hans hæglát- lega frá sér. „Þú ert veikur." „Þú ert sjúkdómur minn. Ég vil 48. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.