Vikan


Vikan - 30.11.1967, Síða 40

Vikan - 30.11.1967, Síða 40
olíustöð hinum megin við götuna. Hún sá að Langpípa hafði reynt að leggja þannig, að ekki bæri mikið á honum frá glugganum. Chini sá hann við stýrið og konu við hlið hans. Afturí voru þrjú börn: tveir drengir í röndóttum samfestingum og Ktil og falleg stúlka með tvo rauða borða í hárinu. Hún kom engu í verk á skrifstof- unni daginn eftir. Nákvæmlega tíu mlnútum fyrir tvö fór hún út og tók strætisvagn heim. En eitt kvöldið kom hann henni á óvart. Hún rakst á hann ( dagstofunni. „Þú sagðir mér ekki að þú værir þegar kvæntur," sagði hún. Hann gat enga skýringu gefið. „Þú ert vinstúlka mfn," var það eina sem hann sagði. Og hún skildi hvað klukkan sló: það var ekkert einsdæmi. „Sýnist þér ég vera líkleg til að vilja vera ástkona kvænts manns?" „Ég ætlaði ekki að gera þér neitt illt, Chini." Hún brast I grát. „Þú dróst mig á tálar!" Henni hafði verið sagt í gamni — af þeim sem til þekktu — að í Nígeríu ættu stúlkur um tvennt að velja. Þeir höfðu sagt henni, að ef hún yrði ekki búin að finna sér eiginmann í Bretlandi áður en þjálf- un hennar þar yrði lokið, myndi 40 VIKAN 48-tbl- hún eftir heimkomuna til Nlgerlu hitta menn, sem þegar hefðu stað- fest ráð sitt, en væru hins vegar fúsir til að nota sér þrá hennar til að giftast. Hún hafði hlegið þegar þeir sögðu henni þetta. Nú leit hún á heitu höndina, sem hvlldi I skauti hennar. Hún horfði rannsakandi I áköf augu Francois. Fyrsti fundur þeirra hafði orðið með nokkrum ólíkindum. Þau höfðu endilega þurft að hittast á alþjóð- legri námssamkomu um afrlska fagurmenningu. Francois fannst það sefandi, næstum heilsubætandi, að sitja I loftkældu herberginu þar sem bæk- ur, málverk og höggmyndir eftir Afríkumenn voru til sýnis. Meðan karlmennirnir töluðu, sat Chini við borðið, sem var eins og hrosshófur I laginu; heyrnartækjun- um nettlega tyllt að eyrunum. Túlk- arnir töluðu heldur hægar en ræðu- menn og þýddu meginefnið úr töl- um þeirra. Francois talaði af slfku fjöri að eitt sinn virtist túlkurinn alveg hafa misst af þræðinum. Hún þrýsti fingrunum saman eins og til að kreista innsta kjarnann úr orð- um hans, en Francois skrunaði áfram án þess að gera nokkurt hlé á máli sínu og spjó út úr sér orð- unum af sannkallaðri hrifningu. „ . . . Þessvegna fer ekki hjá því að málið leiði til þeirrar niður- stöðu, að nýlenduveldin hafi látið okkur eftir hæpna erfðagjöf. Hinn snúruskreytti smáborgari mennta- stétta Afríku og annarra ríkja, sem áður voru háð nýlenduveldunum, gefur dapurleg meðmæli þeirri trú heimsvaldasinnanna að afrlsk menning, eða hvaða önnur menn- ing sem er, geti séð um sig sjálf. . . . Nú er sá tími kominn að . . [ tehlénu skiptu fulltrúarnir sér I fáeina hópa, sem ræddust við af mikilli hrifningu. Það var talað um blaðið, sem Francois hafði verið að lesa upp úr. Bækurnar og listmun- irnir á sýningunni voru skoðaðir af nærfærni. Chini slóst I hóp þeirra sem litu á bækurnar. Hann talaði undarlegan blending af frönsku og ensku. Ræða hans var tónrík, og fágað tilfinninga- næmi hans léði henni aukna töfra. Þetta sérkennilega afbrigði af ensku varð í huga hennar tengt Francois. Hún skildi ekki nema helminginn af þvl sem hann sagði, en þetta skilningsleysi féll saman við þrá hennar. Og jafnframt gerði hún sér Ijóst, að það væri ekki vel viðeig- andi að skilja ekki hvað væri rök- rætt á ráðstefnu, sem hún hafði ver- ið send á sem fréttaritari. Frá bókunum fóru þau I kaffi og frá kaffinu til sjálfra sln. Francois var áreiðanlega nálægt sex fetum á hæð. Á ráðstefnu þessari var hann I rauðri skyrtu með ermum brettum upp að olnboga. Framhand- leggir hans voru vaxnir fíngerðum, brúnum dún. I munnvikum hans var bros, sem aldrei hvarf, líkt og hann vissi allt, sem aðrir vissu um pró- fessorana, gagnrýnendurna, mann- fræðingana og gestina, sem þarna voru samankomnir til að tala um afríska fagurmenningu. OSRAM iólalýsing OSRAM jólatrésseríur, úti- seríur, inniseríur, 10 og 16 Ijósa, lítil jólatré meö jólaljósum, varaperur fyrir seríur, og svo litaðar perur og allar aðrar perur til jólalýsingar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.