Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 11
AUSTIN ÞRIGGJA LÍTRA TRABANT DE LUXE Litli austur-þýzki fólksvagninn úr dúróplastinu fæst nú meS automatkúplingu og ó hann eru komnir sterkari og betri stuðarar, grilliS er á svörtum grunni og þykir failegra þannig, skott- lokiS er endurbætt og sömuleiSis innréttingin. Rofahnapparnir hafa líka veriS endurbættir. Kappakstursbíli er Trabant ekki, takmarkaS hvaS þenja mó 26 ha tvígengisvél. En í staSinn er Trabbinn ódýr, ekki hvaS sízt meS tilliti til rýmis, frógangs og útbúnaSar. CHEVROLET CORVETTE SPORT COUPE í mesta bílalandi heims er aSeins einn sportbíll fjöldaframleiddur: Chevrolet Corvette. Corvette er nú orSin 15 óra, en skiljanlega hafa miklar breytingar orSiS ó henni á þeim tíma. Yfirbygg- ing Corvette 1968 er úr glerfiber og fyrirmyndin er Mako Shark II. AS sígildu, bandarísku dæmi hefur billinn lengzt og lækkaS — og valiS er um 5 vélar, frá 300 til 435 ha SAE. 2 ~ NSU R0 80 m Bíllinn meS Wankelmótorinn. ViS höfum áSur sagt frá honum í Vikunni. Þessi bíll er sagSur hafa einstaka ökuhæfni, vera þar aS auki rúm- góSur og þægilegur ísetu. Svo er ekki til i hon- um titringur frá vélinni, sama hvaS hann snýst. FlAT 125 Þetta er bíll gerSur eftir gamalgóSri venju og í stórum dráttum engin nýjung. Engu aS sfSur er Fiat 125 töluvert spennandi bill, hefur frábæra vegarlegu og er býsna friskur. í honum fer vel um fimm manns aS sögn, og þessir fimm sjá öruggiega vel frá sér til allra átta. Vélin er at- hyglisverS: fjögurra strokka, meS tvöfaldan, of- análiggjandi knastás, gangviss, til þess aS gera ódýr i rekstri og þaS er hægt aS stilla ventlana án þess aS rifa hálfan mótorinn i sundur. Rúm- takiS er 1608 rúmsentimetrar og þjöppunin 8,8 : 1, orkan 90 ha DIN. Svo eru fimm höfuS- legur, hitastýrS kælivifta, hámarkshraSinn er röskir 160 km/klst. og viSbragSiS 0—80 : 8,4 sekúndur. Fljótt á litiS er hægt aS ruglast á Austin þriggja litra og Austin 1800 eSa Morris Monaco, en sé nánar aS gáS, má greina nokkurn mun. Hann hefur lengra vélarhús, því mótorinn i honum snýr í ökustefnuna en ekki þversum, og svo hefur hann afturhjóladrif. Hann hefur lika lengra skott. ÞaS er haid manna heima hjá British Motor, aS þegar vélarorkan sé komin yfir 100 hestöfl, beri aS gjalda varhuga viS framhjóla- drifi. Þriggja lítra Austininn hefur eins og nafn- ar hans, 850, 1100 og 1880, Hydroiastic fjöSr- un, og ekki er búizt viS, aS hann verSi fram- leiddur einnig undir Morris nafninu. DATSUN 1300 CADILLAC C0UPE DEVILLE Þrátt fyrir hve klossaSur hann er og þunglama- legur, er eitthvaS glæsilegt viS þennan bíl og gefur hugmynd um hraSa, þægindi og styrk. Hér er hvorki fastback né semifastbac og þaSan af siSur skottstuttur bíll undir áhrifum sportbil- anna, en þó er töluvert sport aS eiga Cadillac. Hér er býsn af inngreiptum hnöppum til aS stjórna meS sætastiliingunni, sem gengur fyrir rafmagni, hurSunum, sem opnast og lokast fyr- ir rafmagni, — og svo framvegis. EitthvaS er lika af hnöppum til aS stilla loftræstikerfiS — (heitt eSa kalt, hvar í bílnum mikill blástur og hvar lítill) sem eitt út af fyrir sig vegur 57 kíló, og svo er stærsti fjöldaframleiddi V 8 mótor heims í bilnum. Hann er 7735 rúmmetrar og gefur 375 ha SAE orku, en hámarkshraSi er of- an viS 200 km/klst. Þótt japanskir bílar hafi sumir hverjir sýnt sig hér, eigum viS eftir aS sjá Datsun. Hann er enn ekki mikiS seldur í nágrannalöndum okkar, en fær þar þann dóm, aS hann sé aS frágangi, út- búnaSi, ökuhæfni og styrkleika alls góSs mak- legur. Línurnar minna á Fíat — jafnvel meira en þessi mynd gefur til kynna — og allur frágang- ur kvaS vera vel vandaSur. Tæknilega séS er Datsun 1300 gerSur eftir gamalkunnum kröfum. Vélin er 67 ha SAE og hámarkshraSi 140 km/ klst. 6. tbi. VIKAN II

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.