Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 20
VANGAVELTUR UM SKJÓLFÖT FYRR OG NÚ OG GRÆNU ÚLPURNAR GÓÐU, GANGTREGÐU BÍLA i t LAGATEXTUM SAMTÍÐARINNAR. TEXTI: SIGURÐUR r Hann er kaldur, þessa dagana, frostið hefur farið niður í 16 stig í Reykjavík og á Hvera- völlum í 30 stig, nælonsokkar mega h'eita úr sögunni sem yzti klæðnaður fóta á götum Reykja- víkur. Meira að segja hafa marg- ir dregið fram grænu úlpurnar, sem almenningur virðist hálf hræddur um að séu ekki nógu fínar og sumir kalla meira að segja framsóknarúlpur sér til frekari grýlu, þótt þær séu fram- leiddar hjá fyrirtæki manna, sem varla geta talizt framsóknarsinn- aðir. Umskipti eru nú orðin gífurleg í klæðaburði þjóðarinnar. Völ er á miklu betri skjólfötum en áður voru til og þau eru miklu fall- egri að gerð en tíðkaðist. En þar með má heita gleymt, það sem gagnlegast var áður fyrr meir, eða forkastanlegt að nota það. Síðar ullarnærbrækur, föðurlönd svokölluð, finnast varla nema um skanka mestu sérvitringa eða vís- indamanna, meira að segja norm- alsíðbrækur þykja einkar búra- legur klæðnaður, þótt þær sjá- ist ekki nema rétt fitin niður úr utanyfirbuxnaskálminni. Og það er hlegið og pískrað, ef einhver dirfist að vera í slíkum klæðum. _flg frétti nýlega af manni, sem fór í normalsíðbuxur í dans- skólann sinn. þar áttu nem- endur að æfa einhvern skotadans, og til að gera hann trúverðugri, áttu þeir að vera í skotapilsum. Nema þessi maður uppgötvaði, þegar hann fór að hafa fataskipti, að hann var í sínum normalsíð- brókum. Hins vegar vissi hann ekki, að Skotar ganga sjálfir ekki í neinu undir pilsunum, svo hann dreif sig í pilsið utan yfir þær síðu og dansaði þannig. Lengi vel framan af dansaði hann sóló, því hinir dansnemendurnir hlógu svo mikið að lítið varð úr skota- hoppinu. Ekki hefði það nú þótt tiltöku- mál, ja, — bara fyrir fáein- um árum, þótt maður hefði komið þannig búinn á dans. Ég er nú ekki eldri en á grönum má sjá, en ég man eftir því í ungdæmi mínu að maður kom á íþróttaæfingu hjá ungmennafé- laginu og vatt sér úr öllu nema síðbrókum til að æfa hástökk. Og þetta var að sumarlagi og hann í ullarbrókum. Þetta þótti að vísu óvenjulegt, en ég man ekki einu sinni eftir því að stelpurnar fliss- uðu. Þær voru líka úr sveit og vissu, að karlmennirnir eru skap- aðir í kross með skinn um háls- inn, eins og einhvers staðar segir. En margir urðu úti í gamla daga þrátt fyrir síðu nær- buxurnar. Enda vantaði skjólfötin að mestu. Nú má segja, að öldin sé önnur: Nú klæðast menn ágætum skjólfötum þegar mikið liggur við, en láta sér fátt um undirfötin finnast. Það er þess vegna ærið trúlegt, að ef kjötmagar nútímans þyrftu að klífa kaldan kjöl í frosti og byl, yrðu þeir sízt beysnari en þeir sem hvíta höndin laust undir steini eða rofabarði í gamla daga. Því þessi blessuð skjólföt okkar geta orðið svo illyrmislega köld að innan af hreinu einangrunar- leysi, þótt ekki blási gegnum þau. Það er margt, sem mælir á móti því að vera of fastheldinn á gamla tímann eða að reyna að blanda honum saman við þann nýja. En myndi betri vetrar- og kuldabúningur fást en sá, sem væri saman raðaður úr því bezta, sem til var, og því bezta, sem til er? Og bílarnir eru óþekkir þessa frostmorgna. Sumir eru raf- magnslausir þegar að er komið, eða verða fyrr rafmagns- lausir en fara í gang. Því miður getium við sjálfum okkur um kennt. Tækin eru ekki 1 nógu góðu lagi. Hitt er svo annað mál, hvort öllum er hagur í því að reyna að koma bílum sínum í gang, þegar svona kalt er. Kald- startið slítur vélunum óskaplega; ég las einhvers staðar að fyrir hverja gráðu neðan við tólf stiga frost slitnaði vélin jafn mikið af einu kaldstarti og af 500 kíló- metra akstri í 6 til 7 stiga hita. Ljótt er, ef satt er. Og þá er nokkur spurning, hvort það borg- ar sig að eyða löngum tíma og mikilli fyrirhöfn í að urga bílun- um í gang til að aka þeim köld- um eða hálfvolgum kannski tveggja til þriggja kílómetra leið, til að láta þá kólna þar ærlega aftur unz sami leikur er endur- tekinn um hádegi eða ekki fyrr en í vinnulok. Ætli það sé þá ekki vitið meira að nota strætis- vagnana, þótt þeir séu kaldir eins og hitaveitan í gamla bænum. Annars eru til undraefni, sem eiga að draga úr sliti af völdum kaldstarts sem ann- ars. Sum þessar efna eru gamal kunn, önnur yngri hér á landi að minnsta kosti. Ég held það hafi verið í haust leið, að við fórum að sjá á ýmsum bílum hér í Reykjavík laglegt merki með stöfunum STP. Margir veltu því fyrir sér, hvað þetta þýddi; sum- ir rugluðu því saman við LSD og fengu áhyggjuhrukkur á enn- ið yfir þeim ósköpum, að annað eins eiturlyf skyldi auglýst svo rækilega hér. Aðrir fengu líka áhyggjuhrukkur um munninn, Ilann dansaði Skotadansinn i síðu nær- brókunum. Sennilega mætti fá góð skjólföt, væri þeim gömlu og nýju blandað saman. 20 VIKAN 6- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.