Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 43
Nr. 273: Sir Archibald, hershöfð- ingi — hamingjan góða, þetta er ég sjálfur! Eftir tuttugu mínútur vissi hann að peningarnir voru ekki í íbúðinni. Hann vissi ekki hvað hann átti að halda. Hann velti því fyrir sér hvort hún hefði haft áhyggjur af þeim og farið með þá eitthvað annað. En hún hefði áreiðanlega spurt hann fyrst. Hún naut þess að lá'ta hann taka ákvarðanir. Hún hafði sagt honum hvað eftir annað að hann væri eini maðurinn sem hefði völd og dómarasæti í lífi hennar, sá eini, sem hefði kom- ið henni til að finna að hún væri kona. íbúðin var á neðstu hæð. aft- anvert í gömlu múrsteinahúsi á Franklin Street. Hún var með sér inngangi. Hann fór aftur með lykilinn fram fyrir húsið að aðaldyrunum og rétti Mörtu Carey. Hún tók á móti honum með greinilegum teprusvip sið- ferðiskrumpinnar smásálar. — Fannstu það sem þú varst að leita að? spurði hún. — Já, þakka þér fyrir. Hafa nokkrir fleiri komið hingað síð- an þetta gerðist? — Ef ég væri með nefið ofan i því hverjir koma og fara í : kíbúðinni, kæmi ég ekki miklu i verk. — Er þetta hennar lykill? — Þetta er minn lykill. Segðu Harv að ég vilji fá hennar lykil aftur. — Sástu hana nokkuð í gær? — Eg sá hana koma frá skrif- stofu læknisins einhverntíman upp úr hádeginu og ég heyrði hana fara í bílnum um hálf eitt leytið. Hún kom ekki hingað alla nóttina áður, ekki fyrr en eldsnemma um morguninn og var þá öðruvísi klædd en þegar hún fór. En ég geri ráð fyrir, að þú vitir betur um það en ég. Hann horfði í þessi herskáu, litlu augu og fann til þreytilegr- ar uppgjafar og andúðar á því að útskýra yfirleitt nokkurn hlut fyrir nokkrum. Hann brosti: — Af hverju segirðu ekki allt hitt líka? Það eru engir bjánar verri en gamlir bjánar. Ég var nógu gamail til að vera pabbi henn- ar. Hún var gift kona. Þegar hann snéri sér við og skálmaði út að gangstéttinni, heyrði hann hana grípa andann á lofti og skella hörkulega þungri framhurðinni. Hann sett- ist inn í stóra, gráa stationbíl- inn og ók hægt í burtu. Þetta var þungur og aflmikill bíll. Óhreinn og rykugur af miklum akstri um sveitavegi. Dagurinn var grár og lognsæll. Björt laufin á hlyn- inum og gulbrún laofin á stóru álmtrjánum liðu hægt til jarð- ar. Hann ók hægt eftir þröng- um gömlum götum Portúgal, beygði yfir steinbrúna hjá ár- ósnum og þegar hann var kom- inn einn og hálfan kílómeter út fyrir borgarmörkin, beygði hann suður inn á sveitaveginn, sem lá vestur með strönd vatnsins. Fimm kílómetra frá beygjunni hægði hann á sér og beygði inn á fyrsta troðninginn, sem lá nið- ur að ströndinni. Hér átti hann næstum tvo kílómetra af strand- lengjunni. Ræman var að með- altali tæplega kílómeters breið, frá veginum niður að vatnsborð- inu. Fjórir slóðar iágu niður hæðina að vatninu. Víða voru merki um að þetta væri einka- svæði, en fólk lét sem það sæi þau ekki. Ef Lucille fór frá íbúðinni um hálf eitt var hún komin út á ströndina um það bil stundar- fjórðungi seinna. Hann lagði bílnum þar sem Lucille hafði sennilega lagt honum fyrir tutt- ugu og fjórum klukkustundum. í íbúðinni hafði hún farið í bláa sundbolinn, en utan yfir hann gula frottépilsið og gráu peysuna. Hér hefði hún farið úr bílnum. Kastað peysunni og pilsinu inn í bílinn. Borið dótið sitt niður að mjórri, brúnni sandströnd- inni. Stórt handklæði, strand- tösku, lítið útvarpstæki. Húr. hefði sparkað af sér sandölun- um, breitt úr handklæðinu, kveikt á útvarpinu, tekið hvítu sundhettuna upp úr strandtösk- unni, gengið niður að vatnsborð- mu ,smeygt á sig sundhettunni. Þrjú skref út í vatnið og það náði henni upp að mitti og síðan miklu dýpra. Hann gekk niður á sandinn. Hrópaði hún? Kallaði hún nafn hans? Útundan sér varð hann var við einhverja hreyfingu. Honum brá. Hann sá rauðan eintrján- ing koma meðfram ströndinni, piltur réri, stúlka sat í miðjum eintrjáningnum. Veðrið og vatn- ið voru svo kyrrt að kjölrákin eftir eintrjáninginn var löng og greinileg. Pilturinn beindi ein- trjáningnum út á vatnið og lét reka. — Nákvæmlega hér, sagði pilturinn. — Um fimmtíu fet frá landi. Stúlkan leit út yfir borðstokk- inn. — Hvað er það djúpt? — Um sex metrar. Sandbotn. Ofurlítill gróður. Þeir fundu hana þegar í stað. — Ef hún hefur verið ein að synda, hvernig stóð þá á .... Það kom annað fólk niður að ströndinni og sá handklæðið og sporin niður að vatninu. Það hafði rignt nóttina áður, svo það fór aftur á bensínstöðina og svo voru ekki önnur spor. Á strönd- inni var útvarp í gangi og það var engan bát að sjá, svo það fór að fara um fólkið og einhver fór aftur á bensínstöðina og svo var hringt í sériffinn. Það kom mikið af fólki. Það er furðu- legt hvað það kom mikið af íólki. — En hræðilegt, sagði stúlkan. — Ætli hún hafi ekki fengið krampa, sagði pilturinn og lagð- ist aftur á árar. Skip Kimberton gekk aftur að bílnum, snéri við á litla, rudda svæðinu og ók aftur upp á sveita- veginn. Já, þetta var hræðilegt, svo sannarlega. Svo hvernig átti hann að geta tilkynnt, að hundr- að og sex þúsund dollarar væru horfnir, þegar hann hafði svar- ið að viðlögðum drengskap að skattskýrslan væri samvizku- samlega útfyllt? Hann ólc aftur inn í borgar- kornið. Lagði bílnum sínum á einkabílastæðið bak við skrif- stofubygginguna, opnaði bak- dyrnar með lykli og fór upp á fjórðu hæð í lítilli einkalyftu. Þetta var fjögurra hæða bygg- ing, sem hann hafði látið reisa fyrir fimm árum, þegar hann ákvað að flytja úr húsinu, sem hann hafði byggt handa Kitty. Hann hafði látið Skip-Kim Construction reisa það fyrir fé Central Federal, síðan leigja Kimberland Enterprises alla bygginguna með leigusamningi til langs tíma, svo hann væri frjáls að því að endurleigja tvær neðstu hæðirnar. Hann hafði fengið undanþágu skipulags- nefndar til að innrétta pipar- sveinsíbúð hjá einkaskrifstofum sínum á efstu hæðinni. Á þriðju hæð voru skrifstofuv Kimber- land Enterprises, Skip-Kim Con- structions, S.K. Rock Products, Kimberton Lumber, og ýmissa annarra líklegra og ólíklegra fyrirtækja hans, sem öll voru að nokkru leyti samantvinnuð og 6. tbi. vnCAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.